Fálkinn - 28.11.1947, Page 16
16
FÁLKINN
Jólabækur ísafoldar 1947
1. Sögur Isafoldar.
Björn heitinn Jónsson var snillingur á íslenskt mál
og bókmenntasmekkur lians góður. Sögurnar, sem
liann þýddi í Isafold, Iðunni gömlu og víðar, náðu
alþjóðarhylli og liafa menn spurt urn endurprentun
á þeim árum saman. Nú verður endurprentað úrval
þessara sagna, sem Sigurður Nordal velur. 1. bindi
kemur út fyrir jólin.
2. Dalalíf II.
Fyrir jólin í fyrra kom úl bók eftir íslenska alþýðu-
konu, sem vakti óskipta athygli og góða dóma. Það
var Dalalíf eftir Guðrúnu frá Lundi. Fyrir þessi jól
kemur niðurlag bókarinnar.
3. Virkið í norðri.
Þessi bók liefir vakið meira umtal en nokkur önnur
íslensk bók á síðari árum. Fvrri lilutinn kom í vor.
Nú kemur niðurlag bókarinnar og mun velcja ekki
minni athygli en fyrri hlutinn.
4. Cír byggðum Borgarfjarðar II.
Allir kannast við fræðimanninn Kristleif Þorsteins-
son á Stóra-Kroppi. Nú fyrir jólin kemur annað
bindi af ritum hans: Úr byggðum Borgarfjarðar.
5. Bænabók,
bænir frá öllum öldum kristninnar. Síra Sigurður
Pálsson í Hraungerði býr bókina undir prentun. Til
bókarinnar hefir verið vandað sem best mátli verða,
og meðal annars eru þar birtar myndir af nokkrum
fegurstu gripum íslenskra kirkna frá miðöldum.
(i. Yinir vorsins.
barnabók eftir Stefán Jónsson, vinsælasta rithöf-
undinn, sem nú ritar barnabækur. Fjöldi gull-
fallegra mynda eftir Halldór Pétursson.
7. Æfintýri og sögur
eftir Ásmund Ilelgason frá Bjargi Falleg' æfintýri,
sem hafa gengið og munu ganga mann frá manni,
skráð og óskráð.
8. Leyndardómur Indlands,
stórmerk bók eftir Brunton.
9. Á langferðaleiðum,
Ferðasögur eftir Guðmund Daníelsson rithöfund. Á
árinu 1946 fór Guðmunlur til Bandaríkjanna, ferð-
aðist þar frá hafi til hafs og lenti í ýmsum
skemmtilegum æfintýrum. Frá þessum æfintýrum
er sagt í hók lians.
10. Frú Bovary
eftir Gustave Flaubert, og margar fleiri ágætar
bækur.
11. Borgfirsk ljóð,
ein þeirra bóka, sem mesta eftirtekt munu vekja á
þessu liausti.
12. Lassi,
skemmtileg drengjasaga.
Bókaverzlun Isafoldar
Nýjustu bækurnar
Séra Friðrik Friðriksson:
Sölvi.
Skáldsaga.
I byrjun desember er væntanlegt fyrra bindi af hinu
mikla skáldverki séra Friðriks, Sölva. Er það mörg-
um kunugt frá liðnum árum af upplestrum höf. á ýms-
um fundum. Allir, sem lil þekkja. bíða Sölva með mik-
illi óþreyju. Er ekki ólíklegt, að útkoma Sölva verði
einn af mestu hókmenntaviðburðum ársins. — Síðara
bindið kemur væntanlega út sneinma á næsta ári.
Ólafnr Ólafsson:
Frá Tokyó til Moskvu.
Ferðasögur með myndum.
Ólafur Ólafsson er þjóðkunnur maður m. a. íyrir
ferðasögur sínar í útvarpinu. Héfir hann með afhrigð-
um skennntilegan frásagnarstíl og er fróður mjög um
þau lönd, sem hann segir frá. Munu ferðasögur lians
verða eftirsóttar af ungum sem gömlum.
Dagfinn Iiauge:
Hetjur á dauðastund.
Ástráður Sigursteindórsson þgddi.
Bók þessi hefir þegar komið úl í 70.000 eintökum í
Noregi og þykir hin merkasta. Er hún rituð af fang-
elsisprestinum, sem þjónaði við Akerhusfangelsið í Osló
á stríðsárunum og segir frá ýmsum dauðadæmdum
föngum.
C. S. Lewis:
Guð og menn.
Andrés Björnsson þýddi.
Höfundur þessarar bókar er einn víðlesnasti höfund-
ur í Bretlandi þeirra, er um andleg mál rita. Er liann
þó prófessor í bókmenntasögu við háskólann i Oxford
en með afhrigðum skýr og snjall. í fyrra kom út eftir
hann hókin „Rétt og rangt“.
Paöíusálmar.
Ný vasaútgáfa.
Þessi nýja vasaútgáfa er húin undir prentun af séra
Sigurbirni Einarssyni dósent og hefir þegar aflað sér
almennra vinsælda. Þykir hún einstaklega snotur og
vönduð. Yasaútgáfu Passíusáhnanna þarf hver einasti
íslendingur að eiga.
Barna- og unglingabækur:
Bókagerðin Lilja liefir sett sér að gefa út úrval vand-
aðra og skemmtilegra unglingabóka. Eru unglingabæk-
urnar með liljumerkjunum á kjölnum þegar orðnar
mjög vinsælar meðal unglinga. Spyrjið um barhabækur
Lilju hjá bóksölum. Skulu hér taldar nokkrar þær
nýjustu:
Drengurinn frá Galíleu, eftir A. F. Jolmston.
Séra Erlendur Sigmundsson þýddi.
Litli sægarpurinn, eftir Ejnar Schroll.
Gunnar Sigurjónsson þýddi.
Flemming og Kvikk, eftir Gunnar Jörgensen.
Sigurður Guðjónsson þýddi
Hanna og Lindarhöll, eftir F. N. Wulff.
Gunnar Sigurjónsson þýddi.
Jósef, bibliumyndabók.
Jesús og börnin, biblíumyndabók.
Þessar bækur fást hjá öllum boksölum.
Biðjið um Bókaskrá Lilju hjá næsta bóksala.
Bókagerðin Lilja