Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1947, Blaðsíða 12

Fálkinn - 19.12.1947, Blaðsíða 12
10 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1947 Eiðsvöllur Eiðsvallarbyggingin er rikiseign og geymir mí sögnminjar frd 1814- og árumim þar í kring. EGAR NorSmenn eru spurð- ir hver sé helgasti staður þjóðarinnar verður svarið ekki ávallt það sama. En þau eru sjaldan nema tvö. Sumir svara Dómkirkjan i Niðarósi, aðrir svara: Eiðsvöllur. Og bæði svörin geta verið rétt eftir jjví hvernig þau eru skilin. Dómkirkjan í Niðarósi hefir öldum saman verið lielgur staður, í bókstaflegri merkingu, reist á melnum, þar sem dýrlingur Noregs, Ólafur lielgi var grafinn, glæstasta mannverk sem gert hefir verið í Noregi, og enn lieilagur — fjórum öldum eftir afnám allrar kaþólsku. En Eiðsvöllur hefir orðið helgur staður þjóðarinnar í annarri merk- ingu, sömu merkingu og Lögberg er helgur staður í meðvitund ís- lendinga. Og þó á Eiðsvöllur sér ekki viðlíka samfellda sögu og Þing- völlur á. Að vísu var þarna þing- staður þegar skrifuð saga hefst, cn ])á var Norepur mörg konungsríki. Og eftir að ein lög voru sett i land- inu varð Eiðsvöllur enginn hjarta- staður þeirra laga fyrr en fyrir 133 árum. Sögufrægð Eiðsvallar var vakin af Jöngum blundi þegar hestu menn þj iðarinnar komu saman þar árið 1814 tii þess að setja þjóð- inni þá stjórnarskrá, sem einstæð var á þeim tima, og enn gildir í öll- um aðalatriðum í Noregi. Landslagi Eiðsvalla svipar í engu til Þingvalia1'. Sveitin er ein hin hlómlegasta í öllum Noregi og ligg- ur í lijarta Raumaríkis, sem er „feitasta stykkið“ á austurlandi Nor- egs og þá um leið öllum Noregi. Flatt er landið þó ekki en samfelld- ir lágir ásar, gamail sjávarhotn með vatnsrásum og lágum jökulöldum sumstaðar. En fjöll eru þarna engin nálægt og skógar minni en víðast iivar í Noregi. Landið er að heita má samfelldur akur, þar sem smjör drýpur af hverju strái, enda er þétt- býlt þarna í sveitinni, eftir því sem gerist í Noregi, yfir 30 íbúar á ferkílómetm. Sveitin liggur að Vormá, skömmu sunnar en hún fell- ur úr Mjörs, en vestan hennar er dálítið stöðuvatn, sem Hurdalsvatn heitir. Vera kann að nafnið sé dreg- ið af eiði þvi, sem myndast milli ár- innar og vatnsins, ]ió að ekki sé það eiði í nútímamerkingu; til þcss er það of breitt. En þess eru dæmi að eiðin voru breið til forna, svo sem Eldueið i Naunnidal og viðar. Annars er deilt um nafnið. Hið forna þin.g á þessum slóðum, sem enn er kallað Eiðsívaþing, vilja sumir telja að hafi heitið Heið- sævisþing, og sé nafnið dregið af Iíeiðsær, en svo hét Mjörs fyrrum. Nafnið Heiðmörk er enn notað sem heiti á fylkinu, sem liggur þarna að. En þingsíaðurinn var snennna kallaður Eiðsvellir. Þar var þriggja fylkja þing til forna og sóttu þang- að menn frá Heiðmörk, Haðarlandi og Raumaríki, en síðar bættust Austurdalur og Guðbrandsdalur við. Átti því Jangstærsti hluti aust- urlandsins þing að sækja á Eiðs- völl. Síðar varð Osló kaupangur Jiess- ara frjósömu byggða á láglendinu austanfjalls og reif sig fram úr ná- grannabæjunum við Oslóarfjörð, sem sumir voru e’dri. svo sem Túns-- bergi, Skiringssal (Larvik), Dram- men og (Saips-) Borg. Osló tók ekki forustuna fyrst og fremst af þvi að hún væri liöfuðborg; held- ur varð hún höfuðborg af því að hún átti frjostamasta nágrennið. Haraldur Iiarðráði telst hafa stofnað horgina 1047 eða ’48, að því er Snorri segir og eru leifar þeirrar borgar enn til, þar sem nú er kall- að „Gamlebyen", en grundvöllinn að Osló nútímans Jagði Kristján IV. og eftir það fór borgin að vaxa. Þó fór íbúatalan ekki fram úr Bergen fyrr en snemma á 19. öld. En frá Osló er ekki nema 50 km. i beina línu að Eiðsvelli en járn- brautarleiðin er 08 km. Það er vott- ur um atvinnulega þýðingu Eiðs- vallar ög nágrennis, að þangað var fyrsta járnbrautin í Noregi lögð frá Osló, árið 1854. Eiðsvallarhúsið er um 7 km. suð- vestur frá járnbrautarstöðinni. Hún stendur við Vormá, en liúsið við suðurenda Hurdalsvatns. Kringum stöðina er talsverð byggð, en Eiðs- vallarhúsið, hið gamla hefðarsetur er nokkurnveg'.n eitt sér. Og það er við þessa byggingu sem Eiðsvallar- minningarnar eru bundnar í dag. Því að húsið stendur enn nokkurn- veginn óbreytt frá því sem það var 1814 og með þeim innanstokks- munum og minjagripum, sem þá voru þar. Byggingin er sýnisliorn þeirra húsa, sem auðugir óðalslierr- ar reistu sér á 18. og 19. öld, og eru mörg stórhýsi þeirrar tegund- ar enn til í Noregi. Það var meðfram af tilviljun að Eiðsvöllur varð fæðingarstaður norsku stjórnarskrárinnar frá 1814. Carsten Anker konferensráð hafði orðið eigandi Eiðsvallarfyrirtækj- anna og sest þar að árið 1881, var mikill vinur Christians Friðriks prins, sem kom svo mikið við sögu Noregs á árunum kringum Kielar- friðinn, og mcðfram þessvegna varð hann til þess að skjóta skjólshúsi yfir ráðstefnu þá, sem lialdin var til þess að þinga um framtíð lands- ins í febrúar 1814, og síðar yfir grundvallarlagaþingið. Anker var mikilsháttar maður, talsvert hand- genginn Dönum en góður norskur sjálfstæðismaður eigi að síður. Hann hafði átt sæti i námustórn lands- ins í tíu ár og var aðalforstjóri siglinga— og verslunarfélagsins „Dansk-Asiatisk Kompagni" í tutt- ugu ár, áður en hann tók við fyrir- tækjunum á Eiðsvellli, eða „Eids- voll Verk“, sem kallað var. Þetta „verk“ var stofnað 1G24, sama árið sem Kristján IV. lagði grundvöllinn að inni nýju Kristjaniu, og var það sameignarfélag sem hóf starfsemi þarna, fyrst og fremst járnvinnslu, en líka fylgdi staðnum mikið land, bæði akur og skógar. Ekki gekk járnvinnslan meira en svo vel og urðu ýms eigendaskipti m. a. komst fyrirtækið um skeið í eign konungs, uns Anker keypti það, 1794. Hann var þá auðugur maður, en járnið varð honum engin féþúfa, því að hann varð gjaldþrota tveimur árum áður en hann dó (1824). Síðan hef- ir Eidsvoll Verk oft skipt um eig- endur, og komst m. a. um skeið á sænskar hendur. Um miðja 18. öld varð cinnig gulls vart í Eiðs- vallarlandi og gerðu Kongsbergs- námurnar út menn til að reka gull- gröft þar og síðan hefir enskt félag gert það sama, en afkoman var langt fyrir neðan núll. — Það var landið sjálft, sem hefir skapað verð- mætin á Eiðsvelli, og nú byggir Eidsvoll Verk alla sína afkomu á skóginum og rekur tvær trjákvoðu- gerðir á Eiðsvelli. Járnvinnslan er lögð niður fyrir mörgum tugum ára. En liið forna höfðingjasetur Ank- ers á sína eigin sögu. Carsten Anker hafði byggt þetta stórhýsi eftir dansk-enskri fyrirmynd og hvergi til sparað. Húsið er tvílyft og með tveimur löngu'n og breiðum hlið- arálmum, en kvosin á milli þeirra er yfirbyggð upp að efri hæðinni. Norska ríkið keypti þessa hús- eign 1837 i þeim tilgangi að varð- veita liana fwir framtíðina. Síðan hefir henni verið breytt i það horf, sem liún var í 1814, því að sumt hafði verið aflagað i lienni í milli- tíðinni. Þar stendur hvort herberg- ið fyrir sig með þeim liúsgögnum, sem voru þar þá. betristofa, borð- stofa, vinnustofa Ankers og ótal smærri herbergi og salir, en mið- depill alls þess er salurinn, sem Eiðsvallarmennirnir héldu i'undi sína í. Hann er nú í sama horfi og þá, með baklausum langbekkjum og alveg íburðarlaust, alger mótsetn- ing hinna fögru salakynna í kring. En í þessum fótæklega sal er skráður sá þáttur Noregssögunnar, sem enn cr eigi á enda rakinn og verður ekki svo lengi sem frelsi og Jýðræði fær að ráða í Noregi. — — — Öldurnar frá stjórnar- byltingunni mikhi i Frakldandi og frá frelsisstríði Bandarikjanna höfðu náð til Noregs. Norðmenn voru orðn- ir þreyttir á sambúðinni við Dani og hún hafði þá nálega orðið þeim dýr. Englendingar liöfðu ráðist á Dani vegna þess að þeir lögðust á sveif með Napoleon, þeir höfðu tek- ið af þeim flotann og skotið á Kaupmannahöfn. En vitanlega galt Noregur þess, að ófriður var milli Þingvöllur Norðmanna

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.