Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1947, Blaðsíða 39

Fálkinn - 19.12.1947, Blaðsíða 39
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1947 37 Að ofan: Útsýni úr Hattveri. — Til hægri: Hattver. Rangárvöllum, snnnan undir Torfa- jökli, Jjúst kenna reykjareim af jöklinum með noröanátt, líkan því, er skógarviði væri kgnt. Það var og trú manna, að jjessir útilegu menn yllu illum heimtum á sauðfé af afréttum er ásjaldan hafa að borið. En fyrir fáum árum er það staðreynt, að eitthvað annað veldur illum heimtum en útilegumennirnir i Torfajökli. Þvi Landmenn tóku sig til, og könnuðn jökulgilið, og komust svo langt inn í gilið, að þeir sáu uð dalurinn var allur fullur af jökli, og óbyggilegur, og þvi allsendis ó- líkur því, sem sagan segir að liann liafi verifí á dögum Torfa.“ 11. Það var 1852, sem könnun sú á Jökulgili fór fiam, sem frá segir í Þjóðsögum Jóns Árnasonar og vitnað er til hér að framan. Lýs- ing þjóðsögunnar er eigi ógleggri en svo að vel má átta sig á livað átt er við, sem sé dalurinn sem komið er í þogar komið er inn úr þrengslum i Jökulgili. En um gróð- ursældina er sagan álíka nákvæm eins og hún var um Þórisdal i Langjöki. Að dalurinn sé í Torfa- jökli er rangt, því að jökullinn er állur fyrir suðaiistan hann. En hins- vegar er jökull suðvestur af dalnum í Kaldaklofsfjöllum og vestur af honum Reykjújöllum, og það er ekkert ósennilegt að þessir jöklar hafi verið miklu meiri fyrrum, og jafnvel samanhangandi. En hvað sem sögunni uin Torfa líður þá er eitt víst, að á þessum slóðum er unaðslegra og þó stór- fenglegra landsiag en viðast á land- in,u. Þetta er sannkölluð Paradis. Það þarf enga spámannsgáfu til að segja, að Landmannalaugar verði í framtíðinni einn eftirsóknarverð- asti skemmtistaður sumargesta, bæði þeirra sem ekki eru gefnir fyrir göngur og þó einkum hinna, sem hafa gaman af að fara um fjöll og firnindi. Hentugri miðstöð til dag- ferða í allar áttir en Landmanna- laugar er ekki til. Staðurinn er um það bil miðja vegu milli byggða Landsveitar og Skaftártungu og 20 km. frá enda- stöð bílvegar lil Landmannaliellis, ef farinn er rciðvegurinn norðan Frostastaðavatns, en gangandi má fara leiðina miklu nær beinni línu, sem er hálfu styttri, norðan í Stór- höfða og' niður í Vondagil, og þá leið kemst maður þurrum fótum í liegar Felh'skvisl sleppir. Úr Laugum er akki nema 15. km. leið (í beina Jínu) vestur í Rauð- 1‘ossafjall, norður fyrir Herbjarnar- fell og Loðmund, austur i vestustu Veiðivötn og austur fyrir Jökuldali, suður fyrir Torfajökul og Hólmsár- botna og suður á Strútsöldur og er þá komið nærri Syðri Fjallabaksvegi og áningarstöðum þar. En 15 km. fjarlægð í loftlínu, er sæmilegur dagsáfangi fóks. fram og til baka. Á þessu s\æði kringum Laugar er úr nógu að velja, af fjöllum og jöklum, stórbrotnum giljum, hverum og laugum —- en þó umfram allt lit- um. Litskrúð líparítfjallanna kring- um Torfajökr.l er ótæmandi og af- brigðin mörg, þó að mest sé þar af Ijós-múrauðu. Það þarf ekki ann- að en lita á steinvölurnar á aurun- um við jökidgilskvíslina, til þess að fá sýnishorn af litavali fjallanna i kring. Qg línur bessara fjalla gefa ckki litunum eftir. Þar rísa livasstenntir kambar yfir löngum skriðum. Hraunið fyrir ofan laugar líkist viða steingerðum viði, með æðum og árhringum. Og inni í Þrengsl- um hefir næðingurinn sorfið mynd- ir í bergið. bæði standmyndir manna og dýra og vangamyndir með svip kunnra manna, síbreyti- legra eftir því hvernig birtuna ber á. I þessum tröllheimi getur áhorf- andinn unað lengi og uppgötvað nýjar og nýjar myndir, því að safn- ið í klettunum er ótæmandi. En þegar komið er upp á brún- irnar er útsýnið tilsvarandi fjöl- breytilegt. Þeir eru margir, sem gengið hafa á Loðmund, því að hann er svo nærri Landmánnahelli og bilunum. Loðmundur er frábært útsýnisfjall og sérlega léttkleifur, því að svo má heita að hann sé gróinn upp á brúnir. Þaðan sést vestur á Esju og austur á Vatna- jökul og fillt það sem nær er. Af Kirkjufelli er frábært útsýni austur yfir Landmannaleið og til Vatna- jökuls, Veiðivatna og Tungnár. Og af hátindi Torfajökuls. sem er syðst á jöklinum og nær 1200 metra hár, sér búkstaflega yfir allan Mælifells- sand og Rangvellingaafrétt og hvergi er Mýrdals- og Eyjafjallajökull jafn mikilúðlegur og þaðan að sjá. Laugahraunið citt er girnilegt til frúðleiks, ásamt Brennisteinsöldu, sem er eitt af tignarlegustu eld- vörpum á þessum slóðum. En það eru lika margir skrítnir blettir og fallegir gíear í Norður-Námshraun- inu, og óvíða er hægt að lesa Útsýni austur af Frostastaðahálsi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.