Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1947, Blaðsíða 25

Fálkinn - 19.12.1947, Blaðsíða 25
JOLABLAÐ FALKANS 1947 23 Til hægri: Engilmynd úr steini í West- minster Abbey. Myndin var upp- runalega máluö og eru enn leif- ar af litnum á henni. Hún er frá árunum 1245—’69. Til vinstri: Krýningarstóll Bretakonungs, sem venjulega stendur bak við gröf St. Játvaröar, en er aS- eins settur fram í kirkjuna þegar konungar eru krýndir. — Stóllinn var smíðaSur af Walt- er málara JátvarSar I., utan um Scone-steininn — örlaga- steininn, sem Skotakonungar voru krýndxr á, en JátvarSur 1. náSi í stein þennan og flutti hann txl London 1271, og er hann enn undir sætinu í stóln- um. Munnmæli segja, aS það sé þessi steinn, sem Jakob hafði undir höföinu í Bethel, er hann sá himnastigann. Er sagt aö steinninn hafi fyrst komist til Egyptalands en þaöan til Spán- ar, Irlands og Skotlands. og þar komst hann í Scone-klaustur. fram ýmsar helstu viðhafnarhá- tíðir borgarbúa, krýningar, kon- ungleg brúðkaup og jarðarfarir, auk viðhafnarinnar á hátiðum kirkjunnar og helgunardegi St. Játvarðar, sem haldinn var með mikilli viðhöfn 13. október ár hvert. Þann dag höfðu líkamsleif- ar hans verið teknar úr gröfinni og settar í skrín bak við háaltarið. Árið 1241 lét Hinrik III. gera nýtt skrín um bein Játvarðar, það var úr gulli og með myndum úr gimsteinum, og unnu helstu gullsmiðirnir í Lundúnum að smiðinni. Þetta skrín var sett í hina nýju kirkju, sem Hinrik hafði látið gera, og stóð þar á palli, haglega gerðum með mósaik- myndum, sem enn er til, þegar kirkjan var vígð 13. okt. 1269. Aldrei hefir stórfenglegri kirkju vígsla farið fram í veröldinni og viðhöfnin var meiri en við nokkra krýningu. Boðsgestirnir skiptu þúsundum og öll hefðarmenni í landinu, lærðir og leikir voru þarna viðstaddir. Kirkjan var þá miklu skrautlegri en hún er nú, alsett höggmyndum og flúri. Eft- ir vígsluna var slegið upp veislu í höllinni og mátti koma þangað hver sem vildi, enda var það jafn- an siður að veita fátæklingum borgarinnar á helgunardegi Ját- varðar. Kórbræðrahúsið við kirkjuna kemur talsvert við sögu Breta, því að þar var þing haldið um sinn og neðri málstofan hélt fundi þar lengi. Og þarna fast við stóð sjálf konungshöllin, svo að segja mátti að allt vald, veraldlegt og andlegt væri þarna saman kom- ið á litlum bletti. Westminster-kirkjan, sem vígð var 1269 hefir verið miklu skraut- legri en hún er nú, að því er sam- tíðarlýsingar herma. Bæði bygg- ingin sjálf og húsgögnin hafa tek- ið langt fram öllu því, sem þá var til í Englandi. Miðdepill kirkj- unnar var gullskrín St. Játvarð- ar á hinum háa palli yfir altarinu, en yfir því hékk ljósakróna mikil úr silfi’i. Sitt hvoru megin við skrínið voru gullnar myndir af St. Játvarði og pílagrími (Jóhann- esi guðspjallamanni dulbúnum). Og alls staðar voru ljósahjálmar og stjakar. Um alla kirkjuna voru högg- myndir úr steini og tréskurðar- myndir gylltar og málaðar. Er hægt að gera sér hugmynd um allt skrautið af myndum þeim, sem hér fylgja. Altarisklæðið á háaltarinu er nú ekki lengur til, en lýsingar af því hafa varðveist. Það var úr gullvef og alsett perlum, gim- steinum og emalje- Frh. á bls. 35. Til vinstri: „Poets Corner" — skáldahorniö — í Westminster-kirkjunxii heit- ir svo af því aö þar eru ýms frœgustu skáld Breta grafin. Sá Henry de Reynes, húsa- meistari konungs um frágang þessa hluta kirkjunxiar og gæt- ir franskra áhrifa í stílmim, en lét konungxlr hann fara til út- landa til atlmgana, áöur exi hann tók til starfa. Undir hvítu marmaratöflunni til vinstri á myndinni er gröf Geoffrey Chaucern höfundar „Canter- bury Tales" (1349—14001. Til hægri: Þetta er nœstelsta myndin i Westminster-kirkjunni, máluö á tré og er af Hinrik III., aö því er menn lialda. Hún er máhiö af Tómasi syni Walt- ers málarameistara koxmngs- ins.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.