Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1947, Blaðsíða 13

Fálkinn - 19.12.1947, Blaðsíða 13
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1947 Dagstofa Christians Frederiks prins, er haiui dvaldist á Eiðsvelli. Hann hafði einriif/ sérstakt viðtalsherhergi þar. Garðstofan á Eiðsvelli. Bakveggur stofunnar með dgrum í miðju, veit úl að lystigarðinum. Englendinga og Dana, því að Eng- lendingar lögðu samtimis liafnbann á Noreg, sem liafði ]jau áhrif að þjóðin svelti. Norðmenn settu á stofn hjá 'ér sérstaka stjórnarnefnd og tÖku stjórnina í sínar liendur og ætluðu að gci a danska prinsinn Christian Ágúst að konungi lijá sér. Helstu forustumenn þessara að- gerða voru þeir Enevold Falsen og Hedman Wedel-Jarlsberg greifi. En þessar ráðstafanir og kröfurnar um aukið sjálfforræði urðu til þess að Norðmönnum lenti í stríði við Svia, árið 1908. Hinsvegar bar sú við- leitni Norðmanna að eignast há- skóla árangur, því Friðrik VI. und- irskrifaði stofnskrá háskólans 2. sept. 1811. Christian Ágúst, eða „Ágústen- borgarinn“, sem Norðmenn kölluðu, vann liug og hjörtu Norðmanna, þann tíma, sem hann var formaður stjórnarnefndarinnar og lians naut við. Og Svíar kusu iiann ríkiserf- ingja sinn eftir Carl XIII., sem var barnlaus. En hann varð aldrei kon- ungur. Hann varð bráðkvaddur ár- ið 1810. Og Svíar kusu einn fyrrver- andi hershöfðingja Napoleons, Jean Baptiste Bernadotte til konungs — Garl Jolian. Hann stóðst ekki mátið er Bretar höfðu lofað honum Noregi að laun- um fyrir að I>erjast til úrslita gegn Napoleon, fyrrverandi húsbónda hans, heldur gerði hann út 230.000 mannalið og tók þátt í fólkorrust- unni við Leipzig', þar sem Napole- on stóð einn á móti öllum og beið ósigur. Á heimlieðinni fór Carl Jo- han til Danmerkur og þröngvaði Fiðrik VI. til að láta Noreg af liendi við sig. Friðarsamningurinn var undirritaður í Kiel 14. janúar 1814 og skildu þar leiðir Dana og Norðmanna eftir meira en 400 ára sambúð. Þegar Christian Frederik varð sænskur ríkiserfingi 1809, sendi Friðrik konungur Norðmönnum nýjan umboðsmann — annan ná- frænda sinn, Christian Frederik. Stóð liann næstur til ríkiserfða í Danmörku því að að Friðrik VI. var barnlaus. Hann kynnti sig vel i Noregi og vitanlega varð hann æfur yfir Kiel- arsamningununi, sem danskur ríkr iserfingi. Það voru Norðmenn líka, því að hvorflveggja var að þeim þótti illt að láta ráðstafa sér eins og óforráða unglingum, og þó að þeir gætu ýmislegt misjafnt um Daiii sagt þá höfðu þeir þó það sem verra var af Svíum að segja. Christian Frederik fór um land- ið og hélt fundi með áhrifamönn- um. Þeir voru prinsinum sammála um, að eigi skyldi beygja sig undir Kielarsamninginn. .4 leið norður frá Þrándheimi gisti liann hjá Carsten Anker vini sinum á Eiðsvelli. Það- an sendi liar.n boð ýmsum áhrifa- mönnum um að koma til fundar við sig. Það voru 21 höfðingjar af Austurlandinu, sem sóttu þennan fund, 15. febrúar 1814. Þegar prinsinn ympraði á því að hann væri réttborinn til ríkis í Noregi sem erfingi Ffederiks VI. andmælti George Sverdrup prófessor því þegar, og' sagðist sjálfur hafa jafn mikinn rétt og prinsinn, því að konungur hefði afsalað sér ríkinu og nú væri það Norðmanna sjálfra að ráða hver taka skyldi við völdum. Prinsinn féllst á þetta, og þvínæst var samþykkt í einu hljóði að viðurkenna ekki Kielarfrið- inn, heldur kveðja saman fulltrúa- nefnd fyrir allt landið á Eiðsvelli, til þess að setja landinu stjórnarskrá. En prinsinn skyldi fara með æðstu völd þangað til. Og svo kom liið mikilsverða „riks- möte“ saman á Eiðsvelli 10. apríl um vorið. Þar mættu 112 sendimenn úr öllum fylkjum Noregs, nema ekki úr Norður-Noregi — þeir áttu of langt til að geta komist í tæka tíð. Rúmur helmingur fundarmanna voru em- bættismenn, bændur voru þá ekki farnir að láta eins mikið til sín taka um stjórnmál og siðar varð. Allir voru fundarmenn sammála um að viðurkenna ekki Kielarfriðinn, en lengra náði samkomulagið ekki. Herman Wedel-Jarlsbérg greifi og um 30, sem honum fylgdu, vildu komast að samkomulagi við Svía og reyna að ná sem mestu sjálfstæði N'oregi til handa, í pcrsónusamhandi við þá, enda stóðu sigurvegarar Napóleons saman um þá kröfu, að landið skyldi lúta Svíakonungi. Kunnasti af fylgis- mönnum Wedel-Jarlsberg voru þeir Jacok Aall járnsuðueigandi og séra Nicolai Wergeland, faðir skáldsins. En meinhlutinn vildi gera Noreg sjálfstætt ríki og taka Christian Frið- rik til konungs. Prinsinn var vitan- lega fylgjandi þessu sjálfur og lmgð- ist geta sameinað Nþreg og Danmörku á ný, ef hann yrði koungur Noregs. En foringjar þessa meirihluta voru þeir Sverdrup prófessor og soren- skrifararnir (sýslumennirnir) Wilh. Friman Koreu Christie og Cbristian Magnus Falsen. Það var Falsen, sem mestu réði á þessu þingi og hæst ber á, vegna þess að hann réð mestu um hvernig stjórnarskráin varð. Hafði hann með sér frumvarp að stjórnar- skránni er liann kom á þingið. Úr þessu frumvarpi varð svo stjórnar- skrá Noregs, ein liin frjálslyndasta stjórnarskrá þeirra tíma og fyllilega á lýðræðisgrundvelli, þó að það yrði bið á að ákvæði hennar og andi fengi að njóta sín til fulls. Stjórnarskráin gaf þjóðinni, sem áður liafði lifað undir einveldi, bæði trúfrelsi, mál- Minnisvarði Carsten Ankers við Eiðsvallarbygginguna.. Hann var luisbóndi á Eiðsvelli ÍSlt___’24. Bókastofa Carstens Ankers á Eiðsvelli.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.