Fálkinn - 16.01.1948, Blaðsíða 12
12
FÁLKINN
SKALDSAGA EFTIR DARWIN OG HILDEGARD TEILHET _7
8
Tveggja herra þjónn
ast ketti með teygðar lappir og langa rófu
þegar það livarf yfir húsþakið. Innan úr
herberginu bak við feitu kerlinguna glumdi
í sífellu í grammófóni. Það var galli í plöt-
unni svo að grammófónninn lijakkaði í
sama farinu ogendurtók í sífellu „Je t’aime,
je t’aime — ég elska þig, ég elska þig“.
Konan í glugganum hreyfði sig ekki.
Hún heið. Cally fannst því líkast sem öll
nóttin væri að bíða eftir einhverju. Óskilj-
anlegur ótti greip liana. Þegar Hoot liafði
séð kerlinguna liafði liann reigt höfuðið aft-
ur á bak og numið staðar. Ilann hafði
kreist hönd Cally. Svo tók hann á rás
aftur og fór mikinn. Cally fann að liönd
hans skalf.
Þau sáu aðeins eina manneskju enn þang-
að til þau komu að hliðum neðanjarðar-
stöðvarinnar við Avenue de la Boetle. Og i
þetta skipti var það sem þau sáu enn frá
leitara en bakara, sem er á ferli um miðja
nótt og nemur staðar liinu megin á götunni
og hlístrar, eða feit kerling, sem hallar sér
út um glugga og lætur kaldan gustinn
leika um sig meðan grammófónsnál villist
sama umfarið á plötunni og endurtekur í
sífellu „ég elska þig“. Á Avenue de la Boet-
le, aðeins nokkur skref frá bláa ljósinu
yfir innganginum að neðanjarðarbrautinni,
var ljóslcer með gulu Ijósi. Undir þessu ljós-
keri var lítill drengur að leika sér aleinn.
Hann var með seglgarnsspotta og hafði
lmýtt spýtukuhb í annan endann á spotl-
anuin. Svo kastaði hann kubbnum hvað
eftir annað í luktarstólpann og dró liann
að sér. Tilgangslaus og fánýlur leikur.
Drengsnáðinn var lítill og vesaldarlegur, en
með vatnsgrautarmaga og spóalappir, eins
og sjá má á mörgum frönskum hörnum,
sem lifað hafa þýska hernámið og ekki hafa
heyrt aineríska fjármálamenn rausa um
hve gott Frakkar hafi átt á hernámsárun-
unum, þrátt fyrir allt.
Nú fór að rigna. — Við skulum hlaupa!
sagði Hoot. Þau hlupu framhjá drengnum.
Þeyttust fram hreiða gangstéttina þangað
til þau komu að inngönguhliði neðanjarð-
arjárnbraitarinnar. Þar loguðu hlá Ijós og
lýstu upp marglitar postulínsflugurnar, sem
þökklu veggina. En allt var þetta óþvegið.
Veggirnir voru alseltir skitugum auglýsing-
um, ásamt nokkrum nýjum, sem stjórnin
hafði látið drcifa um horgina i skyndi, og
voru þær límdar ofan á hinar óhreinni
eldri auglýsingar, sem prentaðar voru með
þýskum gotneskum hókstöfum. Hoot keypti
farmiða í lúkunni. Hann sagði við Cally:
— Við erum tilneydd að skipla um lest
tvisvar sinnum, við Rond Pont og svo aft-
ur við Place de la Concorde.
Meðan hann var að segja þetta heyrðist
drynjandi undirgangur neðan úr djúpinu.
Snöggur gustur kom þegar loftið þrýstist
upp brattan uppganginn, undan lest sem
kom vaðandi gegnum þröng jarðgöngin.
Hún heyrði hjólin glymja við teinana. Þau
fóru niður marga stiga, Hoot og hún. Renni-
stigarnir höfðu ekki verið í notkun í mörg
ár. Þeir voru á vinstri hönd henni, löng
röð af gagnslausum stigaþrepum, sem báru
vitni tækni fortíðarinnar, voru minnismerki
friðar og gleði og sælu og siðmenningar
Parísarborgar, þeirrar sem var. Gúmmí-
ræmurnar höfðu verið rifnar af strigahand-
riðunum, sem nú voru liætt að lireyfast, og
liengu eins og druslur eða svartar nöðrur
á víð og dreif. Loftið varð þyngra og
þyngra. Votir yfirskórnir á Cally sukku í
hauga af bréfarusli og1 öðru rusli á stéttinni,
sem ekki hafði verið sópuð lengi.
Stéttin har svip löngu tómu gatnanna
fyrir ofan; löng og ömurleg teygðist hún
út í fjarskann þangað til hún hvarf að kalla
í hálfrökkrinu við op jarðgangnanna, þar
sem hrautarteinarnir hurfu í algleymings
myrkri. Hún sagði: -—Nú get ég komist
heim á gistihúsið hjálparlaust, Hoot. Eg
get litið á uppdráttinn fyrir neðanjarðar-
hrautirnar og er viss um að rata frá stöð-
inni og á gistihúsið.
Þetta er ekki neðanjarðarbraut, sagði
Hoot, — það er Metróin. Við erum í Paris
núna.
— Jæja—jæja. Rödd hennar skalf lítið
eitt. — Þú getur kallað það hvað sem þú
villt. Þú getur kallað það Metro Goldwyn
og Mayer lika, ef þér þóknast. Vertu sæll,
Hoot. Afsakaðu mig. Eg er ákaflega mædd
yfir þessu öllu. Gerðu nú svo vel að fara.
Ef þú gerir það ekki þá er ég hrædd um að
ég verði mér til skammar aftur, eins og
þegar ég hitti þig.
Hann hélt í hönd henni. — Við erum
skrambans flón, hæði tvö, Cally. Eg held
áfram að gleyma því að þú hefir heðið mín
i finnn ár. Það hefir ekki verið neitt sér-
lega gaman.
Hún losaði á sér liöndina. — Gerðu svo
vel að heimsækja Paul á morgun svo að
hann geti lijálpað þér til að flýja. Þú getur
málað í einhverju öðru landi. Og þar gætir
þú íengið að lifa í friði.
„Svei attan, sagði Hoot allt í einu. Það
liafði fokið í liann.
Þeir fáu, sem komnir voru til að híða eft-
ir lestinni, Iiöfðu staðnæmst á liinum enda
stéttarinnar. Flestir voru verkamenn. Vegna
þess hve hirtan var slæm virtusl þeir allir
vanskapaðir er horft var á þá úr fjarlægð,
líkast Jjví að þeir væru ekki anað en stór-
ir hausar, hreiðar axlir og með örmjóa,
hogna fætur. Tröllaukna skugga þeirra
lagði þvert yfir hrautarteinana og upp á
bogadreginn vegginn fyrir handan. Miðja
vegu á stéttinni sátu tvær stúlkur á heklc.
Þær voru með þessa afkáralegu vefjahetli
sem seldir voru í ódýru hattahúðunum og
óbrotnum kápum úr lélegu efni, slitnum
pilsum og skankarnir voru bláir og sokka-
lausir. Á vörunum var þykkt lag af rauðu
smyrsli, vellyktandi, sem selt var undir
nafninu varastipti á svarta markaðinum.
Með þreyttum augunum höfðu þær gert
skyndimat á Hoot, síðan höfðu þær sett
upp furðusvip er þær sáu minkaskinnkápu
Cally og gátu ekki botnað í livernig á því
stæði að jafn bersýnilegur ræfill og Hoot
skyldi fá að vera nærri henni. Og svo létu
þær þau liggja á milli liluta.
Þarna niðri var allt óhreint og úr sér
gengið. Hún spurði: — Þú ætlar vonandi
að láta liann Paul hjálpa þér? og um leið
fann hún að Hoot var lika ólireinn og úr
sér genginn. Bindið, sem liann var með um
höndina var blettótt og gamalt. Og það
hafði verið illa frá því gengið. IJún hafði
ekki einu sinni liugmynd um livernig hann
liafði meiðst.
— Fari hjálp Páls til lielvítis, sagði Hoot.
— Þú liefir fengið þig fullsadda af mér
meðan ég var í hurtu.
Fjárinn hirði þig, sagði Cally, sneri
haki við honum og vonaði að hann mundi
fara.
Svo fór stéttin að nötra aftur. Dynjandi
hávaði heyrðist úr annarri svörtu holunni,
þar sem brautarteinarnir hurfu í myrkrið.
Skækjurnar tvær stóðu upp af bekknum
og gengu í hægðum sínum út að þeim enda
stéttarinnar, sem verkamennirnir stóðu á.
Úr hellisopinu sást hjarmi, sem óx fljótt
og varð að ofbirtu er leslin kom þjótandi
upp með stéttinni. Birtan var hvit og sterk,
svo að pils kvendanna tveggja urðu gagn-
sæ. Svo rann ljósið fram hjá þeim og
hemlunum var beilt svo að iskraði og ýlfr-
ið frá hjólunum fyllti stöðina ferlegustu
óldjóðum. Vagnadyrnar opnuðust, lestar-
vörðurinn hlés í hlistru. Það hvein í þrýsti-
loftinu um leið og hemlunum var létt af
hjólunum.
Cally fór ein inn í vagninn og settist. Að
vörmu spori kom Hoot á eftir og settist hjá
henni. — Afsakið mig. Það fauk dálitið í
mig. Hlusiaðu nú á mig. Lofðu mér að tala
dálítið við þig, gerðu mér þann greiða.
Gildur maður og kaupmennskulegur á
svi]> kom hlaupandi að vagninum með
langan, svartan ullartrefil flaksandi á eftir
sér. Ilann smokraði sér inn um dyrnar i
sama bili sem verið var að loka þeim og
settist í sama vagninn sem þau sátu i,
Cally og Iloot. Stöðin, sem var illa lýst,
hvarf von bráðar sjónum, hláu ljósin hurfu
og allt varð dimmt fyrir ulan gluggana,
aðéins sást ljósi hregða fyrir þegar lestin
rann framhjá aðvörunarmerkjunum, sem
voru meðfram teinunum inni í jarðgöng-
unum. I vagninum voru engir nema Cally,
Hoot og gildi maðurinn.
Hoot hélt áfram: — Það sem ég vildi
reyna að fá þig til að skilja er þetta, að
Iíkast til skjátlast þér algerlega i hugmynd-
um þínum um mig.
— Eg held ekki að mér skjátlist í einu
einasta alriði viðvíkjandi þér.
Þú um það, sagði Hoot. — Þá hekl
ég mér sé best að fara út úr lestinni á
næslu stöð. Hann hallaði sér aftur í sæt-