Fálkinn


Fálkinn - 30.01.1948, Page 4

Fálkinn - 30.01.1948, Page 4
4 FÁLKINN Ishafseyjanna Svalbarða sést sjaldan getið í íslenskum blöðum. Það var helst í sambandi við Heimskautaleið- angra sem Spitzbergen var getið, og stundum er minnst á að íslensk *' skip veiði við Bjarnarey, sem er allmiklu sunnar en Spitzbergen, en þessar eyjar kalla Norðmenn einu nafni Svalbarða. - Þegar norsku námumennirnir voru fluttir frá Spitzbergen á ó- friðarárunum lentu allmarg- ir þeirra hér á landi, og kennari norska skólans í Reykjavík hafði áður verið kennari á Spitz- bergen. - 1 sumar gerði norska blaðið „Aktu- elt" út blaðamann ásmund Rörslett, og ljósmyndara til Svalbarða og er það sem fer hér á eftir að mestu leyti útdráttur úr grein sem hann ritaði um ferða- lag sitt. - T. v.: Norskur veiðimaður, sem hefir verið 26 vetur á Spitzbergen, en til hægri námumaður, formaður verka- mannafélagsins í Longyearbæ og heitir Kjartan Olsen. I miðjunni er sjúkrahúsið. Kolanámurnar á Svalbarða VITIÐ ÞÉR að rottur voru ekki til á SvalbarSa fyrr en 1945 og aS síðan er koníaksflaska gefin í verS- laun fyrir hverja rottu, sem skotin er? Er ySur kunnugt að frá 1920 log- aSi í gamalli námu í Longyearbæ fram aS síSustu styrjöld og aS enn er eldur í námu, sem þýsk herskip kveiktu í með skothríS í september 1943. Ég vissi þaS aS minnsta kosti ekki fyrr en ég kom snögga ferS í Longyear bæ í ágúst í sumar. Og hvorki þér eSa ég höfum víst gert okkur ljóst, aS á vetrum er ómögulegt aS útvega vatn á SvalbarSa nema með því aS bræSa ís eSa snjó. í Longyearbæ einum, en þar búa um 600 manns, þurfti 1500 smálestir af ís á mánuSi til þess aS bræSa vatn úr. ísinn er sóttur í tjörn 2-3 km. frá bænum og ekiS heim meS dráttarvélum. Úr 1500 smálestum af is koma nál. 1.500.000 litrar af vatni. í matskálanum, baShúsunum og víS- ar er ísinn bræddur í bræSslukerum, en vatniS sem húsmæSurnar á Sval- barSa þurfa til lieimilisins verSa þær aS bræSa sjálfar i stórum pottum eSa pönnum í eldhúsinu, og þær einar geta sagt hve níSingslega seigir ís- kögglarnir geta veriS, jafnvel þó að þær hafi nóg af góSum Svalbarðakol- um til aS kynda. Ég liefi meS vilja byrjaS þessa frá- sögn meS smámunum úr daglega lif- inu, þvi aS þeir eru svo fáir, sem hugsa út í þá. En eflaust vildi lesand- inn spyrja ýmissa annarra frétta frá Svalbarða. Hvernig er sambúSin viS Rússa, til dæmis, og hvaS er eiginlega aS gerast i rússneska námubænum norður þar? Rússneska tillagan um að Noregur og Sovjet-Rússland víg- girtu SvalbarSa í sameiningu, hefir valdiS því, aS leitarljósum allra þjóSa var beint að SvalbarSa um sinn. Og sægur af furSulegum og fáránlegum tilkynningum, sem búnar voru til í erlendum ritstjórnarskrifstofum fóru boðieiS milli heimsblaSanna. Norski sýslumaSurinn á SvalbarSa lýsti þessi gífurtíSindi uppspuna þegar í staS. ViS mig endurtók Hákon Balstad þaS, sem hann hafSi áSur sagt um þetta mál og lýsti fréttirnar um rússneskar virkjagerSir á SvalbarSa hreinan upp- spuna „Ef sambúS ýmissa ríkja væri jafngóS og sambúS okkar og Rússa hér á SvalbarSa væri sannarlega bjart yfir framtíSinni,“ bætti hann viS meS á- hershi. SýslumaSurinn fór í vetur í opinbera heimsókn til Rússanna og fékk frábærar móttökur. Og Naumkin forstjóri rússnesku námanna hefir tví- vegis komiS í heimsókn til Longyear- bæjar, bæSi til sýslumannsins og Store Norske Spitzbergen Kulkompani. í vetur sem leiS voru ekki svo mikil kynni milli Norðmanna og Rússa sem fjarlægðin og heimskautaveSráttan frekast leyfði. Norskir veiðimenn liafa margsinnis heimsótt rússnesku námu- bæina, bæði Pýramídann í BillefirSi og Barentsburg og Grumantbæ. í janú- ar og aftur seinna í vetur kom rússn- eski ísbrjóturinn „Herkúles" til Long- yearbæjar til að fá gert viS bilanir, og þó voru bæði yfirmenn og skips- menn gestir NorSmanna. Eg liefi tal- aS viS marga þeirra, sem hafa veriS gestir Rússa, og þeir voru samhljóða í aSdáun sinni fyrir móttölcurnar, sem þeir hefSu fengiS. „Rússar sýna ó- svikna lieimsskautagestrisni," sagSi gamall veiSimaSur við mig. „En maður verður að vera karlmenni ef maður á aS þola allan þann vodka, sem manni er boðinn,“ bætti hann við. Hin góða sambúð hefir oft lýst sér í gagnkvæmri hjálpsemi. í desember i fyrra, eftir aS síðasta norska skipiS var farið frá SvalbarSa, kom veikur veiðimaður á loftskeytastöðina á Linnéhöfða, við mynni ísafjarðar. — Hann var með botnlangabólgu og reiS á að hann yrði skorinn liið bráðasta. Norsku yfirvöldunum var ómögulegt ,að flytja hann á sjúkrahúsið í Long- yearbæ til læknis. Rússar voru spurð- ir hvort þeir gætu hjálpaS, og sendu þeir samstundis ísbrjótinn „Molotov" — 11.000 tonna skip — til ísafjarðar og sjúklingurinn komst á skurðar- borðið von bráðar. Slíkan vinargreiöa kunna menn ef til vill betur að meta á lieimsskautahjaranum en annarstað- ar á hnettinum. — í janúar fengu Norðmenn tækifæri til að gera greiða á móti. Lítill rússneskur ísbrjótur, „Herkúles“ hafði laskast undir vatns- borði og þurfti bráða hjálp. Rússar höfðu ekki tæki til að gera við skað- ann, en í Longyear var bæði kafari og vélaverkstæði og N'orSmenn voru und- ir eins til taks. Síðar um veturinn kom „Herkúles“ aftur til Longyearbæjar til þess að fá gert við katlana. Ég mundi alls ekki hafa minnst á þetta, ef ekki hefðu verið flónskuskrifin í útlendu stórblöðunum, því að í huga þeirra, sem eiga heima á Svalbarða eru svona greiðar sjálfsagðir hvað sem öllu þjóðerni líður. Heimskauta- loftslagið vekur samúðarkennd, sem afmáir öll þjóðernismörk. MaSur þarf ekki að vera marga daga á 78. breidd- arstigi til þess að kynnast gestrisn- inni og hjálpseminni í heimskauta- löndunum. Sem norskir embættismenn hafa sýslumaðurinn og námustjórinn jafn- an heimild til að líta eftir rússnesku námunum. Meðan ég var í Longyear- bæ var Aasgaard námustjóri að búa Náma nr. 2 í Longyearbæ sést hér í baksýn og úr einu opinu rýkur af eld- inum, sem Þjóðverjar kveiktu í námunni 1943. Strengbraut er frá nám- unni og niður að sjó.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.