Fálkinn


Fálkinn - 11.06.1948, Side 7

Fálkinn - 11.06.1948, Side 7
FÁLKINN 7 Strasbourg er endurbyggð. — Strásbourg varð fyrir miklum eyðileggitigum í stríðinu en Ameríkumenn hafa lánað ríf- lega til þess að endurreisa borg- ina, svo að nú er það vel á veg komið. Hér sjást nú hús, sem byggð lxafa verið í borginni, við ána III, se.m rennur í Rín. Leon Blum hvílir sig. — Franski jafnaðarmannaforinginn Leon Blum, sem oft hefir stýrt stjórn- arfleytum Frakka á erfiðum tímum, hefir nú tekið sér frí frá stjórnmálum um sinn og hvílir sig í bænum Stresa við Lagio di Maggiore i Ítalíu. A þessum rólega og fagra stað safnar hinn gamli stjórnmála- maður nú kröftum, fjarri stjórn málaskarkalanum. De Valera í New York. - Eamon de Valera fyrrverandi forsætis- ráðherra í Eire var nýlega í heimsókn í New York, en þar er hann fæddur. Myndin er tekin í veislu, sem haldin var fyrir hann, og sést hann vera að kyssa á fingurgull Fraricis Spellmcui kardínála. Eins og flestir Irar er de Valera kaþólskur. Vefandi prestur. — Síra Geof- frey Keable, sem á heima í Kent í Englandi, hefir talsvert ein- kennilega tómstundavinnu, af presti að vera. Hann er sem sé afbragðs vefari og spinnur líka allt sem hann vefur. Vinnur hann sjálfur á sig fötin. — Hérna sést presturinn við vef- inn heima hjá sér. Ung sundhetja. — Ástralía hef- ir eignast efnilega sundmær sem er skólastelpan Marjorie Mc- Quade, sem er aðeins 13 ára. Hún hefir þegar mörg áströlsk met og verður einn af þátttak- endum Olympíuleikjanna af Astrala hálfu. Hérna er Mar- jorie litla á skólabekknum. John Foster Dulles er einn af hinum kunnari stjórnmála- mönnum innan republikana- flokksins í Bandaríkjunum. Hann hefir beitt sér fyrir að stofnaður verði félagsskapur í Vestur-Evrópu með því mark- miði að vinna á móti áróðri kommúnista. Með öðrum orðum einskonar „anti-kominform". 0% %é> Til vinstri: Sjálfs er höndin hollust. - Ensk- ur garðyrkjumaður, sem jafn- framt er mesti hugvitsmaður, hefir sjálfur smíðað sér arfa- plóginn, sem sést á myndinni. Er hann rekinn með bensíni og kemur að miklum notum við garðyrkjuna. Hættusvæði. — Pað er ekki undarlegt, þótt ensku liðsfor- ingjarnir á myndinni séu dá- lítið óttaslegnir á svipinn. Þeir standa á börmum gryfju við Southwark-dómkirkjuna í Lond on. Verið er að grafa eftir sprengjubrotum, sem talin eru leynast þarna. Indversk fallbyssa. — Indverski f orsœtisráðherrann, Pandit Nehru sést vera að virða fyrir sér fallbyssu af stórri gerð, á sýningu sem indverski herinn hefir haldið í New Delhi, eftir að hann tók sjálfur við hervörn um landsins af Bretum. Til hægri: UNO til Parísar. — Trygve Lie aðalritari Sameinuðu þjóðanna sést hér benda á myndina af Palais de Chaillot í París, sem hann hefir valið fyrir fundar- stað fyrir þing Sameinuðu þjóð- anna á þessu ári. Franska stjórn in annast fyrir eigin reikning nauðsynlegar breytingar á hús- inu, m. a. að koma þar fyrir fundarsal með 30000 sætum.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.