Fálkinn


Fálkinn - 11.06.1948, Side 11

Fálkinn - 11.06.1948, Side 11
FÁLKINN 11 LEIKARAM YNDIR — LEIKARARABB c~ L—- Nýlega var nýjasta mynd Eleanor Parker, „The Voice of Ihe Turtle“, frumsýnd i London. Brá leikkonan sér þangað til að vera viðstödd sýninguna. Myndin er tekin af henni í veislu, sem hún hélt ensku vinfólki sinu í Savoy-hótelinu. Eleanor Parker. Ein af nýrri stjörnunum i Holly- wood er Eleanor Parker. Hún verð- ur 26 ára gömul 26. júní næstkom- andi, og þá eru rétt 7 ár liðin frá því að liún gerði fyrsta samning sinn við kvikmyndafélag, Warner Bros. Eleanor er fædd í Cedarville, Ohio, dóttir stærðfræðikennara. í bernsku átti hún víða heima, því að foreldrarnir flökkuðu milli borga. Um skeið bjugg'i þau í Cleveland. Á fermingaraldri fékk Eleanor ó- stjórnlega léikaradellu, og fyrir þrá- beiðni sína fékk liún leyfi foreldra sinna til að sækja leikskóla. Eitt sumar var hún afgreiðslustúlka á veitingahúsi, og fór þa að fara orð af fegurð hennar. Þegar hún fór í leikhúsið einu sinni, gaf sig á tal við hana ókunnur maður, sem reynd ist vera útsendari Warners, og 2 dögum seinna, 26. júni 1941, á 19 ára afmælisdaginn hennar, var hún ráð- in til reynslu hjá Warner Bros. Þá var heitasta ósk liennar orðin að veruleika. Hún var orðin leik- kona. Tvær aðrar heitar óskir kvaðst hún hafa alið i brjósi sér frá barn- æsku: Að eignast bús handa for- ehlrum sínum og pels, þegar hún væri orðin stór. Hvorttveggja er nú fyrir löngu komið. Fyrsta inikilvæga hlutverkið, sem Eleanor Parker lék, var dóttir Davis sendiherra í „Mission to Moscow“ Síðan hafa komið myndir eins og „The Very Thought of You“, „Human Bondage'", „The Woman in White“ og síðast en eklci sist „The Voice of the Turtle“, sem Eleanor telur marka tímamót í leikferli sín- um. Það er eina hlutverkið, sem hún sjálf er ánægð með. Eleanor giftist 1946 Bert Friedlob, kaupsýslumanni. Ekki voru þau þó neitt samvistum fyrr en i maí 1947. Þá fékk Eleanör 5 mánaða frí frá leikstörfum, og fóru þau þá brúð- —---------—.---------j kaupsferð til Evrópu. Þegar úr henni kom, tilkynnti Eleanor, að lnin ætti von á barni í mars 1948. Eleanor þykir ákveðin i skoðun- um og framkomu. Fólk, sem um- gengst liana í salarkynnum kvik- myndafélaganna kallar hana oftar ungfrú Parker (eða frú Friedlob) en Eleanor. Annars eru leikarar yfir- leitt kumpánlegir hverjir við aðra. Ekki sakar líka að geta þess, að hún liefir sérstakt yndi af hnefa- leikum og' glímu (sem áhorfandi náttúrlega). Eleanor er af írsku og' ensku bergi brotin, hefir ljósbrúnt hár og grágræn augu. * * * * * Besta mynd ársins. Á kvikmyndahátíð, sem lialdin var í Kaupmannahöfn nýlega, var enska myndin „A Matter of Life and i)eatli“ valin besta evrópiska mynd- in 1947. Aðalleikendur eru: David Niven, Raymond Massey, Roger Livesey og Kim Hunter, ***■»* Queen’s Park Rangers, knattspyrnuliðið enska, sem hér var í fyrra, hefir nýlega flust úr 3 deild upp í 2. deild. í tiléfni af þvi var 15 leikmönnum þeirra boðið til Gainsborough’s Studios og haldið þar samsæti af ýmsum frægum leik- uruin t. d. Mai Zetterling, Mervyn Johns og Susan Shaw. ***** „Kvenhatarinn“. Síðla febrúarmánaðar var byrjað að gera Two Cities myndina. „Kven- hatarinn“, sem nú er beðið í Eng- landi með mikiíli óþreyju. Stewart Granger leikur kvenhatarann Dat- cbett lávarð, en franska leikkonan Edwdge Feuillere fer með aðalkven- hlutverkið. Mun margur kvikmynda- húsgesturinn liér vilja sjá Feuillere oftar, þvi að leikur hennar i mynd- inni „Ástir hertogafrúarinnar", sem sýnd er i Nýja Bíó um þessar mund- ir, hefir hrifið fók. ***** Carmen Miranda er nýkomin til London til þess að' leika þar i mynd. Það var erfiður dayur fyrir lögregluþjóna borgar- innar, því að almenningur þusti að bíl hennar og ætlaði bókstaflega að „gleypa hana með húð og hári“r eins og þar stendur. John Bull verðlaunin bresku fyrir bestu myndina árið 1947 hafa verið veitt Joseph Rank fyrir „Bush Christmas“, sem tekin var í Ástralíu. ***** „Cristopher Columbus“. Gainsborough er um þessar mund- ir að vinna að mynd um Columbus, og verður mikið lagt fram til þess að gera hana góða. Yfirumsjón með töku myndarinnar hafa þeir Syd- ney Box og David MacDonald. Hinn siðarnefndi stjórnaði töku myndar- innar „Bræðurnir", sem nýlega var sýnd á Tjarnarbió og sömuleiðis myndinni „Sigur á eyðimörkinni“ (Desert Victory), sem sýnd var liér fyrir noklcuð löngu. Til þess að leika Columbus liefir Fredric March verið valinn, en hann hefir nú unnið Oscar-verðlaunin í annað sinn, og í þetta skiptið fyrir Ieikinn í „The .Best Years of Our Lives“, sem sýnd var hér í vetur. ísabellu drottningu á Spáni leikur Florence Eldridge, kona March, og Juana de Torres, ráðgjafi drottn- ingarinnar er leikin af liinni góð- kunnu Flóru Robson, sem er ný- komin frá New York, þar sem liún hefir leikið á Broadway í „Macbeth“, sem Michael Itedgrave liefir sett þar á svið. Hjákonu Golumbusar, Bea- trice, leikur hin undurfagra Linden Travers, Derek Bond leikur Diega de Arana ungan mann, sern sérstak- lega reyndist Columbusi vel í vest- urför hans. Sonia Holm leikur Phil- ippu, konu Columbusar. ■— Hilly Mendelssohn, dökkhærð spönsk lista- kona, hefir málað mikið af vegg- málverkum í myndina, og eru þau öll i 14-aldar stil. Hilly málaði einn- ig fyrir myndirnar „Caesar og Kleo- patra“ og „Glæsileg framtíð“. — Myndatakan var nú um mánaða- mótin komin svo langt, að Columbus var stiginn á land í Vesturheimi. Urðu nokkrir erfiðleikar í sambandi við kvikmynduu landtökunnar, því að liún er brimlending. VARIÐ YKKUR Á NYLON! Nokkrir saklausir enskir ljósmynd arar, sem alls ekki höfðu neitt illt í huga, uppgötvuðu fyrir nokkru, að á myndum sem þeir höfðu tekið sást allsbert eða hálfnakið kvenfólk. Þeir mundu alls ekki eftir að hafa tekið neinar myndir af svona létt- klæddu kvenfólki. Þarna stóð til dæmis Bevin á.einni myndinni og brosti út undir eyru framan í kven- mann, sem ekki var i öðru en einni bolrýju, og var myndin þó tekin úti á viðavangi Loks upgötvaðist hvernig í öllu lá. Myndirnar voru teknar i afar sterku Ijósi og döm- urnar böfðu verið i kjólum úr — nylon, en það eru ekki nema sum- ar tegundir þess, sem Ijósmyndast á venjulegar plötur. Menn g’eta ekki gert grein fyrir ástæðunni en við- urkenna að sumar nylontegundir, sérstaklega þær, sem notaðar eru i nærföt og baðföt, séu ekki sem best fallnar til að láta ljósmynda sig i. Egils ávaxtadrykkir Vitið þér .. ? að kínverski múrinn á norður og norðvesturlandamærum hins eiginlega Kína, samsvarar vega- lengdinni frá París til Ankara? Þessi múr, sem upphaflega var gerður til þess að verjast árásum Mongólíuhúa, en hefir lengi ekki haft neina hernað- arlega þýðingu, er orðinn 2100 ára gamall, það sem elst er af honum, en á lð.—17. öld var hann endurbættur milcið. Hér sést spotti af múrnum, við Nanlcow. að amerískir ávaxtaræktendur nota brennandi olíu til þess að verja ávaxtatrén næturfrostum? A ávaxtaekrunum eru hita- mælar á víð og dreif, í raf- magnssamhandi við bjöllur, sem hringja þegar lofthitinn kemsi riiður fyrir álcveðið stig, svo að bændurnir vakna og kveikja á olíubrennurunum. Það þarf 25—50 brennara á hvern hektara. ----oOo----

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.