Fálkinn


Fálkinn - 05.11.1948, Síða 3

Fálkinn - 05.11.1948, Síða 3
FÁLKINN 3 Miklar breytingar á Besisaitaðakirkjn Blaðamenn skoða kirkjuna í boði forseta — Silfnrbrúðkaup sænskn krónprinshjónanna Hinn 3. nóvember s.l. áttu sænsku krónprinshjónin silfurbrúð- kaup. Gustaf Adolf, krónprins, er fæddur 11. nóv. 1882, svo að hann er hátt á sjötugsaldri, og kona hans, Louise Mount- batten, er fædd 13. iúlí 1889. — Gustaf Adolf er tvígiftur. Fyrri kona hans var ensk prinsessa, Margrét að nafni. Þau giftust árið 1905, en eftir 15 ára sambúð dó Margrét. Á sunnudaginn var haldin hátið- arguðsþjónusta í Beissastaðakirkju í tilefni af því, að kirkjan verður nú aftur tekin í notkun eftir gagngerð- ar hreytingar. Biskup íslands vígði Séra Garðar Þórsteinsson, prestur i Hafnarfirði, sem gegnir einnig prestsþjónustu í Bessastaðasókn. kirkjuna að viðstöddura forsetahjón- unum og fjölda tiginna gesta. Séra Garðar Þorsleinsson, sóknarprestur flutti prédikun. Hafist var handa um hreytingu kirkjunnar í apríl 194G og hefir hún því verið á döfinni í 2Y2 ár. Yfirumsjón með verkinu hefir húsa- meistari rikisins haft. Breytingar þær, sem gerðar hafa verið á kirkjunni eru allar liið innra, en ytri umgerðin heldur sér alveg, steinbyggingin, sem lokið var við 1802.— Talið er að kirkja hafi verið að Bessastöðum frá þvi um 1100, þótt henpar sé ekki getið fyrr en i kirkjutali Páls biskups Jóns- sonar (sbr. grein Vigfúsar Guð- mundssonar i Kirkjuritinu 1941) um 1200. Byggist þessi skoðun á því, að i kaþólskum sið var það venja að helga kirkjur kirkjudýrlingi ein- hverjum, og má oft af þvi fara nærri um aldur þeirra. Á Bessastöð- um er Nikulásarkirkja, helguð Niku- lási biskupi i Myra í Litlu-Asiu. Laust fyrir 1100 urðu mikil undur i sambandi við upptekt beina hans og nafn hans vafið sérstökum helgi- ljóma, svo að líklegt þykir að Niku- iásarkirkja á Bessastöðum sé reist ekki löngu síðar. Bessastaðakirkja kemur fremur lítið við sögu lengi vel. Vorið 1773 ákveður konungur að þar skuli reisa nýja kirkju, og árið 1802 er aðalkirkjan, steinkirkja sú, er nú stendur, fullgerð. Turninn komst þó ekki á hana fyrr en rúm- um 20 áru siðar. Kirkjan þótti al- drei sérstaklega vel gerð, því að margt virðist hafa verið þar af liendi leyst óvandvirknislega, þótt lengi væri verkið á döfinni. Og áður en hafist var handa um breytingarnar fyrir 2% ári, var oft kvartað um kulda og leka. Kirkjan hefir nú tekið miklum stakkaskiptum liið innra. Grindurn- ar fyrir framan kórinn, sem víðast eru enn í eldri kirkjum, eru horfn- ar, steinflísagólfið, sem var inn eftir miðri kirkju milli bekkjanna, hefir verið tekið hurt og hútagólf (,,parket“) komið í staðinn. Stein- flísarnar hafa verið settar i and- dyri kirkjunnar. Nýr prédikunar- stóll er kominn í stað hins gamla, og er hann haglega skorinn mynd- um af Rikarði Jónssyni mynd- höggvara. Þá hefir Ríkarður einnig gert krosmarkið yfir altarinu. Krists mynd sú er mjög fögur og fellur ljós á hana við óbeina lýsingu úr lofti. Altarið er klætt hvitum dúk, ofn- um af blindu fólki hér á landi. Alt- arisklæðið er gert úr iíni, sem rækt- að er á Bessastöðum og hefir frú Unnur Ólafsdóttir unnið það með að- stoð tveggja ungra stúlkna fyrir for- setahjónin, en þau hafa gefið kirkj- uni það til eignar. — Á altarinu eru nokkrir munir frá gamalli tið. Bronce-stjakar tveir eru þar frá 1734. Cathrine Holm, ráðskona Fuhrmanns amtmanns gaf þá. Þarna er nákvæm eftirmynd af „baksturs- öskjum“ þeim, sem ólafur Stephen- sen, stiftamtmaður, og kona hans gáfu kirkjunni. Frummyndin er á Þjóðininjasafninu. Kaleikur og fleiri gamlir silfurmunir eru þarna líka. Það elsta í kirkjunni er skírnar- fonturinn. Hann er úr steini með málmskál i — Á nyrðri kórvegg er komið fyrir legsteini Magnúsar amt- manns Gíslasonar og Þórunnar konu hans. Legsteinn þessi var áður und- ir kirkjugólfinu, fremst í kórnum, en iegsteinn Páls Stígssonar fógeta (d. 1556) var i veggnum. Legsteinn Páls hefir nú verið fenginn Þjóð- minjasafninu. Magnús Gíslason var fyrsti íslenski amtmaðurinn á Bessa- stöðum og æltfaðir liinar merku Stephensensættar. Hann var dugnað- armaður og lét m. a. byggja Bessa- staðastofuna, sem varð latinuskóla- hús og nú forsetabústaður. Ut við kirkjudyr er prestsstúka öðru megin, en pipuorgel og söng- paliur hinu megin. Orgelið er nýleg bresk uppfinning, ætluð litluin kirkj um, sem ekki þola stór pipuorgel. — Ljósaútbúnaður á veggjum er sér- staklcga útbúinn i Englandi. Ekki má svo gleyma messuhökl- inum, sem kirkjan hefir eignast. Hann er gerður úr íslensku efni af frú Unni Ólafsdóttur nema gull- þráðurinn. Steinn i krossinum er fundinn i Glerhallavík i Skagafirði. Umsjón með Iiyggingaframkvæmd- um liefir Björn Rögnvaldsson, bygg- ingameistari haft; Valgarð Thorodd- sen, rafveitustjóri i Hafnarfirði, hef- ir séð um rafmagnvinnu; Osvald Knudsen hefir annast málningu og Björn Þorsteinsson, trésmíðameist- ari, liefir smiðað bekki. Páll Valda- son frá Hafarfirði hafði lengst af verkstjórn á hendi. Fimmtudaginn 28. f. m. buðu forsetahjónin blaðamönnum suður að Bessastöðum til þess að skoða kirkjuna og staðinn. Jóhann Jónas- son, bústjóri, hafði leiðsögu á hendi. í kirkjunni lék dr. Páll ísólfsson á orgelið fyrir gesti. Er kirkjan hafði verið skoðuð og gengið um staðinn, höfðu forsetahjónin boð inni fyrir gesti.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.