Fálkinn - 05.11.1948, Blaðsíða 11
FÁLKINN
11
LEIKARAM YNDIR — LEIKARARABB
Nýjustu enskar kvikmyndir:
Arthur Rank liefir nýlega sent
frá sér nokkrar myndir, sem vekja
munu mikla athygli, og vafalaust
munu íslénskir kvikmyndahússgest-
ir njóta góðs af einhverjum þeirra á
næstunni. Þar á meðal er t. d. mynd
in um Kristófer Kólumbus. Fredric
March fer með aðalhlutverkið og
fór liann til Englands aðeins til
þess að leika þetta lilutverk. March
er nýfarinn vestur um haf aftur,
og fékk hann að skilnaði haglega
gerða eftirlikingu af skipi Kólumbus-
ar, Santa Maria, 120 sinnum minni
en skipið var. Þá er einnig von á
myndunum Heimskcmtafnrinn Scott
með John Mills í aðalhlutverki,
Kvenhatarinn með Stewart Granger,
Suðurhafseyjamyndin Dláa tjörnin
með Jean Simmons o. fl.
Hún hikstaði best.
Carol Marsh heitir stúlka sem
valin hefir verið i aðalhlutverk
myndarinnar Helter Skelter lijá
Gainsborough. Fékk hún hiutverkið
eingöngu fyrir góða hikstagetu, þvi
að myndin fjallar um ævi stúlku,
sem þjáist af ólæknandi hiksta.
Hafmeyjan hjá sæúlfinum. —
Enska leikkonan Glynis Johns,
sem leikur hafmey í nýrri enskri
mynd, sést hér í heimsókn í
dýragarðinum í London, senni-
lega til að afla sér þeklcingar
fyrir myndina.
Hamingjusamur api. — Einhver
sá síðasti, sem hreppt hefir það
hnoss að fá koss hjá Carol
Landis, leikkonu, var þessi
sjimpansi. Eins og kunnugt er
framdi Carole Landis sjálfs-
morð i sumar.
Fairbanks á Ítalíu.
Hollywood-leikarar í Þýskalandi.
Hinn ijamli, lieimsfrægi kvikmynda-
leikari og íþróttamaður, Douglas
FairbankS jr., veitir forstöðu hjálp-
arsamtökunum CAIiE, sem stofnuð
hctfa verið í Ameríku til þess að rétta
hrjáðum Evrópubúum hjálparhönd.
Hér afhendir Fairbanks lítilli, for-
eldralausri stúlku frá Róm gjöf frá
samtökunum.
Ýmsir Hollgivood-leikarar eru nú
staddir í Þýskalandi, þar sem verið
er að geru kvikmyncl á vegum Fox-
félagsins. Cary Grant og Ann Sheri-
dan leika aðalhlutverkin. Hér sést
Cary Grant i samrœðum við Nate
Stein, varaforseta Fox-félagsins,
meðan hlé er á kvikmyndatöku.
(V/VIV /V /V
TlZKUlMDIll
, 'Kv - ' '5<‘sw v
Glæsilegur ferðafrakki. — Hann
er fallegur þessi þykki ferða-
frakki úr grófu utlarefni í hlý-
legum brúnum lit, víður, með
stóra lmappa og víðar hálf-
stuttar ermar með stórum upp-
slögum, sem má hneppa niður,
ef þess gerist þörf. Hatturinn,
með uppbrett barð, sem klætt
er kórallitum strútsfjöðrum,
mun eflaust (eins og til er ætl-
ast) vekja athygli.
MERKILEGT MANNVIRKI.
Ein járnbraut hefir verið til yfir
Andesfjöllin, en nýlcga var önnur
tekin íil afnota, milli Cliile og Ar-
gentínu. Er þessi braut talin mesta
járnbrautarmannvirki veraldarinnar
og liggur um erfiðara fjalllendi en
nokkur braut önnur. Byrjað var á
brautarlagningunni 1921 en síðan
hefir verkið stöðvast oftar en einu
sinni. Þessi braut liggur liærra en
nokkur önnur — 3300 metra yfir
sjó — gegnum Abra del Cherillo-
skarðið og eru þar 23 jarðgöng, en
engin þó lengri en 500 metrar. Sá
spotti brautarinnar sem liggur yfir
fjallgarðinn kostaði 30 milljón doll-
ara. En nú opnast líka nýr mark-
aður fyrir framleiðslu bænda i Norð
ur-Argentínu til námu- og köfnunar-
efnishéraðanna i Norður-Chile.
Nýtísku taska frá New York. —
Þessari snotru dragt fylgir ný-
tísku taska. flauelspoki, lokað-
ur með silfurhring og með
breiðum hanka til að hengja
yfir handlegginn. Mundi ekki
auðvelt að búa hana til?
Egils ávaxtadrykkir
Skemmtilegur frakki. París
sýslar ætíð með frakkana og
breytingar þeirra. Hér er sýnd-
ur einn með berustykki að fram
an en slá aftan við stórar
raglanermar, sem teknar eru
saman um úlnliðinn með bandi
og lítinn kraga, sem hnepptur
er út á við. Frakkinn hefir vasa,
og svo langt. sem sést víkkar
hann niður eftir, en hve síður
hann er, veit maður ekki. Án
efa nær hann niður á ökkla.