Fálkinn - 05.11.1948, Qupperneq 6
G
FÁLKINN
NOSTRADAMUS
- SPÁMAÐURINN MIKLI
Allci langar lil að vita fyrir óorðna hluti. Spádómsgáf-
an þykir eftirsóknarverð gáfa og þar hafa margir ver-
ið kallaðir en fáiir útvaldir. Það er nóg til af fals-
spámönnum. En hitt kemur líka fyrir að menn koma
fram, sem sjá hlutina svo vel fyrir, að þeir vekja heims-
athygli. Frægastur þeirra allra er Nostradamus, sem
hér verður sagt nokkuð frá. Um hann hafa verið rit-
aðar larígar bækur. M. a. hefir danskur dulspekingur
skrifað um hann bók, sem fræg hefir orðið um víða
veröld.
'
_________ r r r _...___________________________-___
II. Spádómar sem hafa komið
fram.
Samkvæmt u-msögn Nostradamus-
ar sjálfs ná spádómar hans yfir
tímabilið frá árinu sem þeir komu
fit, 1555, til ársins 3797. Flestir þeir,
sem um þá hafa skrifað eru sam-
mála um, aö þorrinn af þeim viti
að frönsku stjórnarbyltingunni og
viðburðunum þaðan í frá til ársins
1870, og að þetta tímaskeið hafi
verið það, sem Nostradamus sá
best. Það er ef til vill þetta tima-
bil, sem hann kallar „le commun
avenement", sem líklega ber að
skilja sem „lavenement du com-
mun“, þátttaka almennings í stjórn
landsins.
í „centurium“ Nostradamusar eru
mörg vers, sem gefa samanbangandi
lýsingu lit í æsar á ástandinu á
stjórnarbyltingartímunum frönsku.
Samandregin verður lýsingin svona:
„Orð sem berast frá Genéve-
vatni munu vekja hneyksli. Hætt
verður að skipta dugiinum í vik-
ur, síðan munu mánuðir og ár
verða skírð upp, og loks verða
allar þessar nýjungar afnumdar
aftur, því að embættismennirnir
munu dœma þær óhæfar til franir-
búðar.
Fölsk skipting á landinu verð-
ur tekin upp. Grafirnar í kirkj-
unum verða opnaðar, það morar
af kreddutrúarflokkum, heimspek-
in verður auglýst heilög, hinir
svörtu styðja þá hvítu og hinir
grænu þá fornu.
Menn loka augunum fyrir raun-
verunni og opna þau aðeins til
þess að dást að fornlistinni, bún-
ingar sem skylda menn til ein-
tifis verða afnumdir, konungur
hegnir fyrir þessa fásinnu, en þá
hefir dýrgripum kirkjunnar þeg-
ar verið rænt. I hinum helgu
musterum gerast hneykslanlegir
atburðir, sem eiga að teljast hrós
og til lieiðurs upphafsmönnum
þeirra. Þetta leiðir til hræðilegra
atbnrða með óvenjulegum hætti.
Úrskurður kemur fram um að
guðsdýrkun skuli tekin Upp aft-
ur, eftir að hafa verið afnumin
um tíma. Þeir sem beita sér gegn
þessu verða gerðir að píslarvott-
um.
Munkar og prestar eru ekki
framar til. og hunang er miklu
dýrara en vax. Iíin heilögn must-
eri verða ummynduð samkvæmt
gömJum rómverskum hœtti. Menn
útskíifa iindirstöðuverðmætunum
með því að hverfa aftur til hinna
upprunalegu lögmála sem eru af
manntegum uppruna, en hœtta þó
ekki til fulls að tigna hið heilaga.
Um stuttan tíma verða kirkjurn-
urnar, sem tilheyrðu hinum svarta
og hvíta lit rændar litum sinum
af hinum rauðu og gulu. Jörðin
kem'st öll í uppnám með blóði,
pest, hungursneyð, eldi og vatni.
í ORÐUNUM um Genévevatnið þyk
ist Jobannes Hobenberg þekkja radd-
ir Rousseaus og 'Voltaires, sem öll-
öðru fremur ruddu byltingunni
braut. Sá fyrri var fæddur i Genéve
en hinn átti lengi heima í Ferney.
Upptaka tíu daga skeiða i stað vik-
unnar, nöfn mánaða og ára, afnám
þessara ráðstafana á tímum Napóle-
ons og binna gömlu fylkja í Frakk-
landi kemur allt heini við veruleik-
ann. Þetta hefir lika ræst: Konunga-
grafirnar í St. Denis voru opnaðar,
fjöldi trúarflokka var stofnaður,
heimspckin var sett í hásæti í stað
trúarbragðanna, kirkjan studdi Bour-
bon-ættina, en nvju flokkarnir að-
hylltust ríkisskipulag fornaldarinn-
ar. Aðdáunin að fornlistinni kom
fram i ýmissi mynd, klæði prestanna
voru afnumin, Napóleon tók upp
náið samband við Róm og margar
kirkjur voru rændar. Guðsdýrkun-
in varð á borgaralegum grundvelli,
prestarnir neituðu að sverja nýja
skipulaginu holluslu, voru settir af
og fengu refsingu, flest kirkjuleg
embætti voru afnumin, vaxið lækk-
aði í verði vegna þess að hætt var
að nota vaxljós í kirkjunum þegar
kaþólska trúin var afnumin 1793.
Kirkjurnar voru gerðar að róm-
verskum musterum og Robespierre
lýsti yfir dýrkun „hinnar æðstu
veru“ og lét tilbiðja gyðju skynsem-
innar. Kirkjurnar. sem höfðu til-
heyrt liinum svörtu prestum og
livítu Bourbon-konungum, voru um
tíma undir yfirráðum hinna fölsku
skynsemistrúboða.
í öðrum versum er nákvæm lýs-
ing á flótta Lúðvíks XVI. og Mariu
Antoinettu til Varennes, fangelsun
þeirra og aftöku. Svo kemur vers
þar sem koma Napoleons er boðuð
berum orðum:
„Keisari mun fæðast nálœgt ítal-
iu, og hann verður landinu dýr.
Fólkið, sem hann hefir kringum
sig mun segja að i homun sé
meira af státrara en fursta."
Sv.o er öll saga Napoleons sögð
fram að andláti hans á St. Helena.
Ennfremur er sagt frá Napoleon III.
Parísarkommúnunni og bruna Tuil-
erieliallarinnar.
EINN af bestu túlkendum Nostra-
dannisar, Rigaux ábóti, sendi Ná-
poleon III. aðvörun árið 1867 og
sagði honum að hann mundi missa
Elsass og Lothringen ef hann færi
i stríð. Byggði hann þetta á þess-
uin orðum Nostradamusar:
„Hið mikla keisararíki verður
eyðilagt og landamærin færð til
inn i Ardennaskóg.“
Ennfremur segir að keisarinn
muni verða svikinn og að einn af
liershöfðigjum hans muni gefast upp,
undir grunsamlegum kringumstæð-
um.
Napoleon svaráði Rigaux með því
að banna honum að koma fram
með svona spádóma.
Eftir að Eugenie drottning var
flúin til Englands sendi liún oft
trúnaðarmenn sína til Rigaux á-
bóta. Á þann hátt fékk hún að vita,
að Nostradamus liafði sagt fyrir
dauða sonar hennar. Prinsinn var
drepinn i Zululandi.
í borðstofu sinni á prestsetrinu
í Argoeuves hafði Rigaux ábóti
látið liengja upp koparstungumynd-
ir af ýmsum kunnum mönnum, sem
Nostradamus liafði minnst á i spá-
dómum sínum. Árið 1872 kom ung-
ur kapteinn, Patrice Mac Mahon
þangað og þekkti þegar mynd föð-
ur síns, hershöfðingjans. Hann furð-
aði sig á þessu en þá fór Rigaux
leggja fyrir hann ýmsar spurn-
ingar.
— Er faðir yðar höfðingi?
— Já, hann er hertogi.
■—• Er hann af breskum ættum?
Já, liann er af írskum ættum.
— Iiann var útnéfndur hertogi
af Magenta í Magenta?
— Já.
— Sigur hans í Magenta var að
þakka stjórn hans á 2. hersveit við
Buffalora, þar sem brú er yfir Nav-
iglio-Grande?
— Já.
— Jæja, sagði Rigaux. •— Lítið
þér nú á hvað Nostradamus hefir
skrifað;
,Prins af bresku blóði mun
sjást á brunni við .Duffalora og
verða gerður að hertoga i landi
Mantua. Hann mun verða fremst-
ur mzðal franskra.“
Þetta gerðist árið 1872. En árið
eftir var Mac Mahon kosinn forseti
Frakklands eftir fall Thiers.
ÞAÐ getur ekki annar verið en
Victoría drottning og maður henn-
ar, sem Nostradamus á við í þessu
erindi:
„Konan verður skilin ein eftir í
ríkinu.
Sá seinasti deyr fyrst á verð-
inum.
Sjö ár munu líða í grátandi sárs-
auka.
Svo kemur langt líf og mikil gœfa.“
Nostradamus sá kafbátana fyrir.
Hann skrifar á einum stað: „Þetta
mun ske þegar flotinn siglir undir
vatninu." Og loftskip og flugvélar
virðist hann hafa þekkt. Fyrri heims
styrjöldinni er lýst með þessum orð-
um:
„Hinn daunilli og ferlegi viðbjóð-
ur mun, eftir að hann er orðinn
staðreynd, verða réttlættur og tal-
inn verknaður er vert sé að hrósa
sér af. Þar verða færðar fram mikl-
ar afsakanir, sem valda því að
Neptunus er ekki ldynntur því að
halda frið. í eyríkinu verður mikið
óðagot. Áður en varir heyrir mað-
ur ekkert nema hróp um strið.
Frekja bófanna er svo mikil að
gengið er í bandamannaliðið.
Þjóðin i eyríkinu verður lengi í
umsát en öðlast sinámsaman þrek
gegn óvinum sinum. Þeir sem eru
utan við munu deyja úr liungri og
lenda i meiri sultarneyð en nokk-.
urntíma áður. Hinn mikli Neptúnus
mun blandast frönsku og púnversku
blóði. Eyríkið mun verða i blóði
því að þjóð þess er allt of sein á
sér að leggja út á liafið, og þetta
verður henni til meira tjóns en
liitt, sem hið falda eða illa falda
gerir. Eftir sjóorrustu eina mun
Neptúnus ná hinum æðstu völdum.
Hinn blóðugi Óvinur mun verða
fölur af ótta og setja geig i hið
mikla heimshaf.“
Hér virðist fyrst rætt uin inn-
rásina i Belgíu, sem Þjóðverjar
reyndu að réttlæta og sem varð til
þess að Bretar fóru í stríðið. Síðan
er lýst hinum vaxandi viðnáms-
þrótti Englendinga og erfiðleikum
hlutlausu þjóðanna. Loftárásir á
England eru nefndar (eyrikið i
blóði) og sömuleiðis kafbátarnir (hið
falda eða illa falda).
Nostradamus vissi hvenær lieims-
styrjöldin mundi liefjast og liann
tiltók nákvæmlega lokadag hennar,
11. nóv. 1918. Hann segir að á Spáni
verði bylting og stríð, nefnir nafn
Franco hershöfðingja og boðar að
konungdæmið verði endurreist.
Nostrádamus sá fyrir valdaafsal
Georgs VIII. Bretakonungs. Því að
þennan spádóm er varla hægt að
skilja á annan liátt:
„Vegna þess að konungurinn
vildi ekki ganga að skilnaði, sem
.eftir á hefði verið talinn óverð-
ugur, var eyjakonungurinn rek-
inn á burt með valdi."
Nostradámus talar líka um lieið-
indóm og kynþáttaofsóknir Nasi-
Þjóðverja. En hann segir að Þjóð-
verjar snúist til kristni aftur.
Víða virðist Nostradamus hafa
aðra heimsstyrjöldina i huga. Eins
og til dæmis þar sem hann segir,
að „hliðið á hafinu mun opnast og
London sem ekki er varin skipúm,
mun skjálfa.“
Og nú er komið fram til vorra
daga. í næstu grein verður sagt frá
þvi, sem Nostradamus segir um árin
sem nú eru að lýða,og um framtiðina.
Frh. í næsta blaði.
LÖGREGLAN í LE HAVRE
á að læra esperanto, segir lögreglu-
stjórinn þar. Telur liann að með
því móti geti liún betur aðstoðað
allan þann fjölda skemmtiferðafólks,
sem kemur í borgina.