Fálkinn


Fálkinn - 05.11.1948, Blaðsíða 12

Fálkinn - 05.11.1948, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN FREDERIK MARSCH: ELDFLUGAN Q> ð- 13. Amerísk lögreglusaga „Það er orð að sönnu, systir“, sagði hann. Hann dansaði vel en fremur dóna- lega eins og þeir gerðu á knæpunum í BoAverj". Hún var ekki í vafa um hvers- konar maður það var, sem hún var að dansa við, þrátt fyrir að hann var snyrti- lega til fara. Hún renndi augunum til horðsins, sem Cornell sat við. Þar var enginn maður! Ben Cornell var horfinn. En áreiðanlega ekki af frjálsum vilja. Það var fífldirfska að hætta sér hérna inn tæpum hálftíma eftir að lögreglan hafði komið í heimsókn. En ef til vill þóttust bófarnir vissir um að lögreglufulltrúinn og menn hans væru að eltast við geggjaðan mann með skammbyssu i hinum enda hæj- arins. Lock Meredith var horfinn lika. Var hann eitthvað við þetta riðinn? Hún leit örvæntingaraugum kringum sig í salnum. Þarna — rétt hjá hljómsveitinni — var Dave Dotts að dansa við ungu stúlkuna sem skammbyssumaðurinn hafði ætlað að nema hurt með sér. Helen varð rórra, liún þóttist viss um að blaðaljósmyndarinn mundi hafa gát á henni. En liann varð lika að hafa gát á ungu stúlkunni. sem hann var að dansa við. Og livernig gat hann komist yfir það hvorttveggja i senn? „Gættu að þér, systir!“ sagði hinn ógeðs- legi danslierra liennar. Hann þrýsti henni fastar að sér, eins og hann væri hræddur um að henni mundi vei’ða fótaskortur. 1 sama bili slokknaði Ijósið. Það var kol- dimmt i öllum salnuni. „Eg sagði að þú skyklir gæta að þér,“ urraði dansherrann. Hún bárðist um á hnakka og hæl til að losa sig en hann tók liana á loft eins og hún væri krakki. Helen fann livernig hann hrinti öllum frá, sem á vegi hans urðu, er liann var að ryðjast út úr dyr- ununi. „Dave .......! lirópaði hún allt í einu. „Dave Dotts ......!“ Harður og lirjúfur lófi tók þrælataki um munninn á henni. í sama bili og ljósið slokknaði tók Dave Dotts eftir að eitthvað hart var rekið í bak- ið á lionum. „Hingað með lúkurnar!“ hvíslaði liás rödd. Hann hlýddi viðstöðulaust. Undir þess- um kringumstæðum liefði það verið vís dauði að gegna ekki. Þarna var dimmt, fjöldi fólks samanþjappað á litlu svæði — það var hægt að skjóta hann á svip- stundu og morðinginn gat gert sig ósýni- legan án þess að vekja athygli, áður en ljósið kæmi aftur, Dave heyrði lága smelli og fann að verið var að læsa handjárnum um úlnliðinn á honum. Að vörmu spori fékk Jessica sömu skip- unina. — Hún stundi. „Vertu róleg,“ sagði Dave liughreyst- andi. „Þetta er einslconar samkvæmisleik- ur, sem er leikinn liérna i Albany á hverju fimmtudagskvöldi. Þegar Ijósið kemur fær sá verðlaiínin hjá forstjóranum, sem er glópaldalegastur í andlitinu.“ „Gakk!“ sagði hása röddin hak við hann. Og skammbyssuhlaupinu var stungið í öxl- ina á honum. Hann fór að ganga og sér til mikillar furðu rakst liann ekki á neinn hinna gestanna, sem lilutu að vera þarna allt í kringum hann. Maðurinn sem skipaði fyrir ldaut að þekkja húsakynnin vel. Eftir litla stund var liann kominn út í húsagarð.' Hann heyrði yalelás í hurð smella að haki sér. „Upp í þennan vagn!“ sagði varðmaður hans og ungu stúlkunnar. Maðurinn með skammbyssuna skipaði þeim háðum að fára inn fram i. Svo læsti hann hurðinni og gekk kringum bifreiðina og kom inn í stýrissætið hinumegin. Á sama augnabliki sem ljósið kviknaði á mælitöflunni sá Dave í andlit hans. Þetta var Spoke. „Eg hljóp ekki eins langt og þið hélduð. Nú ökum við út í skóg.“ Eftir nokkrar mínútur voru þau komin út fyrir bæinn og voru á steinsteypuvegi, sem lá upp til fjalla. Það leið ekki á löngu þangað til Spoke þversneri á stýrið. „Við förum ekki sérlega langt,“ sagði liann leiðbeinandi. „Eldflugan verður að finna okkur.“ Jessica bældi niður i sér óp. Dave hristi höfuðið. „Þú þarft ekkert að óttast, Jess. Það er ekkert annað en hjátrú þetta með merkið á öxlinni á þér, og allt það. Eldflugan og hyski hans eru valdir heimskingjar .... þeir tefla fulldjarft með þessu.“ Og um leið leit hann á vangann á Spoke. Það var eins og þessi athugasemd hefði haft áhrif á hann. „Forstjórinn veit hvað liann syngur,“ sagði Siioke hranalega. „Hann vill ekki liafa lieila lialarófu hangandi aftan i sér. Þegar hann hefir afgreitt hina kemur röð- in að ykkur ......“ „Hefir afgreitt .... ?“ Dave hnyklaði brúnirnar. „Já. Afgreitt Ben Cornell og stelpuna hans. Það er skratti erfitt að koma tauti við þau. Hún virðist vita allt of mikið, og Cornell er svo liræddur að liann er vís til að kjafta frá hvenær sem vera skal....... Veistu livað maður gerir við þessháttar lömb ?“ „Maður slátrar þeim,“ sagði Dave. „Einmitt," sagði Spoke og kinkaði kolli. „Hversvegna tekur hann okkur ekki öll i einu?“ spurði Ijósmyndarinn. Hann taldi ekki sérlega milda von um, að hann mundi sleppa lifandi úr þessu, en þvi nieira sem maður fékk að vita, því hetur undirbúinn var maður þó. „Heldur þú að liann láti Jessicu sleppa svona umtalslaust. Eftir minni meiningu hefði þér verið hetra að drepa hana lang- ömmu þína en að reyna að skjóta skjóls- liúsi vfir aðra eins telpu og hana Jessicu. Hún er hættulegri en dynamít.“ „Af því að hún er með merki eldflug- unnar?“ sagði Dave. „Já, einmitt.“ „Þú ert ragur afglapi,“ sagði blaðaljós- myndarinn fyrirlitlega. „Eldflugan liefir vaxið þér í augujn, það er mergurinn máls- ins. Hann er ekki öðruvísi en þú og ég.“ „Þú þekkir hann ekki,“ tautaði Spoke. Dave fann livernig unga stúlkan, sem sat hjá honum, skalf af kulda og ótta. „Vertu róleg, Jess,“ hvislaði hann. „Það er ekkert skeð ennþá.“ „Spoke liefir rétt að mæla,“ sagði hún upphátt.,, Það eru aðeins þeir sem þekkja Eldfluguna vel, sem eru hræddir við hann.“ „Ilann er mesti blekkingamaður. Það getur vel verið að hann dygði sem sjón- hverfingamaður í sirkus,“ sagði Dave til þess að reyna að hugga hana. ,Hvernig skyldi hann gera upp reikning- ana við Cornell — og .... stúlkuna hans,“ sagði Dave skömmu síðar, eins og hann væri að tala við sjálfan sig. „Eldur!“ tautaði Spoke. „Þessi bölvaði öskrandi eldur, sem öllu eyðir.“ „Þetta er fróðlegt. Hafið þið þegar fengið pantanir i Albany?“ Spoke kinkaði kolli. „Þegar þeir brenna kofann situr Cornell og gælir við stelpuna — með ábyrgð: Eld- flugan vil ekki eiga neitt á hættu, hann vill ekki hafa fólk á lausum hala, sem blaðrar og þvaðrar .... annars heldur hann að þessi stelpa sé starfandi við eittlivert hlað. Hann hatar blöð og blaðamenn eins og pestina.“ „Það er ofur skiljanlegt,“ sagði Dave. „Ljós og myrkur eru sjaldnast á eitt sátt.“ Spoke snörlaði. Það var kalt úli. Og við hlýjuna frá hreyflinum kom dögg á rúð- urnar. Bófinn þurrkaði hana af með ermi sinni, en samt gat hann ekki séð nema skammt á veginn. Spolce ýtti upp hurðinni og fór út í kuld- ann. Nóttin var stjörnubjört. Hann lokaði dyrurium vandlega. Það var engin hætta á að fangarnir kæmust út, því að þeir voru háðir með hendurnar bundnar á bak aftur. Bófinn stakk höndunum í vasana og gekk nokkur skref áfram frá bifreiðinni, til þess að gela séð betur niður á aðalveginn og til bæjarins, sem lá þarna eins og ljóshaf með dimm fjöllin að baki. Hann stóð þarna tals- vert lehgi — að minnsta kosti svo lengi að Dave fékk ráðrúm til að láta sér detta dálítið í liug. Mundi liann geta stýrt bifreiðinni án þess að nota hendurnar? Spoke sneri hliðinni að þeim. Dave flutti sig að stýrinu. Hann snerti „slartarann“ með fætinum og um Ieið ýtti hann með hnénu við gírstönginni. Bófin hrökk við. Hann hafði staðið þarna hugsandi og liorft niður veginn. En liann ranlcaði fljótt við sér þegar liann lieyrði hljóðið í lireyflinum. Hann sá ljósin tvö koma brunandi að sér og rak upp ferlegt

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.