Fálkinn - 03.12.1948, Page 8
8
FÁLKINN
Trúlofunargildið í Ábæ
Eftir Jan Fridegard
VERSTI durturinn í hreppn-
um átti heima í Ábæ. Hann hét
Gallsteinn og átti aðeins eitt
barn með kerlu sinni, upp-
kominn son, sem hét Andrés.
Hann taldi sig ekki liafa efni
á að halda vinnumann á ekki
stærri jörð, enda hafði hann
strákinn í vinnumanns stað.
Honum þurfti hann ekki að
borga kaup; hann sletti bara í
hann tveimur krónum eða svo
þegar gripasýning eða íþrótta-
mót var í sveitinni.
— Sóaðu þessu nú ekki í
kvenfólk eða annan óþarfa,
sagði hann um leið. — Þú
þarft víst ekki að lioppa eða
dansa, þegar þeir taka pen-
inga fyrir livern dans. Það get-
ur verið alveg eins gaman að
horfa á.
— Þú ert víst að liugsa um
skósólana, pápi, svaraði son-
urinn. -— Alltaf sami nurlara-
hátturinn liér, maður má aldrei
vera eins og annað fólk.
Þegar karlinn hafði grun um
að drengurinn væri i kvenna-
hópi varð hann órólegur og
hafði allt á hornum sér. Ekki
nema það þó, — liann að vera
að draga sig eftir kvenfólki,
sem ekki hafði einu sinni hirðu
á að skafa skítinn undan nögl-
unum á sér. Og þá yrði hann
annað Iivort vinnumannslaus
eða munnarnir yrðu fleiri, sen;
metta skyldi. Hvorltveggja var
bölvað.
í skógarásnum fyrir ofan
Ábæ var litið kot, sem tvær kon
ur áttu heima í. Það voru mæðg
ur og höfðu ofan af fyrir sér
karlmannslausar og sveitar-
styrkslausar. Á vetrum ófu þær
gólfdregla og gluggatjöld,
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM
Ritstjóri: Skúli Skúlason
Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested
Skrifstofa:
Bankastr. 3, Reykjavik. Sími 2210
Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6
"" -
BlaðiB kemur út hvern föstudag
Allar áskriftir greiCist fyrirfram
HERBERTSprent
þvoðu þvotta og gerðu hreint,
og á sumrum tíndu þær her og
hlóm, sem þær seldu inn í bæ-
inn. Gamla konan hafði aldrei
verið gift, en sagt var að harns-
faðir hennar hefði verið flag-
ari úr næstu sveit, sem síðan
fór til Ameriku og forðaði sér
þannig undan meðlaginu.
Dóttirin var alls ekki falleg,
eins og þær eru í flestum sög-
um, en liún var vel vaxin og
viðfelldin. Dálítið hlédræg, sem
stafaði af uppeldinu og því
hvernig liún var tilkomin. Hún
hét Lína, en móðir hennar hét
Finna.
Einn vordag voru þeir feðg-
arnir að herfa akurinn, sem lá
upp að skógarási þeirra mæðgn
anna, og Linu sást hregða fyrir
á skurðbrúninni livað eítir ann-
að. Kartöflugarður mæðgnanna
lá upp að garði Gallsteins. Þau
Andrés og Lína skiptust á
nokkrum orðum í hvert skipti
sem hún fór hjá, og karlinn
hlustaði óvær og önugur á
þetta, en gat ekki heyrt hvað
þau sögðu. -— Andrés! hrópaði
hann á soninn, sem stöðvaði
hestana þegar stúllcan fór hjá,
— Andrés, sérðu eklci að klár-
arnir sofna hjá þér!
En hann sá vel hvernig and-
litin brostu hvort framan í ann-
að þangað til liestarnir fóru að
mjakast áfram aftur og stúlk-
an greip kartöflukörfuna sína,
sem hún liafði sett frá sér.
Gallsteinn karlinn hafði aug-
un lijá sér eftir þetta, og nú
tók liann eftir að sonurinn var
farinn að vatnskemba liárið
fyrir framan spegilinn á laug-
árdagskvöldum. Og bráðum á
miðvikudagskvöldum líka. Svo
gekk liann blístrandi og lét eins
og ekkert væri út á stétt og stóð
þar um stund. Hann tók ekki
reiðlijólið sitt og fór á dansinn
eins og fyrr, lieldur reikaði
hann úti á engi meðfram görð-
um og skurðum. Hann fór
langa króka, en lenti alltaf ná-
lægt kotinu í ásnum.
Karlinn nöldraði og jagaðist
sýknt og heilagt, en sonur hans
tók því í-ólega.
— Eg er nú orðinn svo gam-
all og ég þykist mega ráða því
ofurlitlu sjálfur, hvar ég geng,
sagði hann.
— Þú ert bölvaður kálfur,
sagði faðirinn. — Gastu ekki
snuðrað uppi éinhverja fátæk-
ari gálu en liana þarna í kot-
inu. Ekki skuluð þið fá eyri hjá
mér!
— Hafðu aurana þína sjálf-
ur, svaraði sonurinn. Við kunn-
um að vinna, og gálu skaltu
ekki kalla hana oftar i mín
eyru.
Bráðum fóru þau að sýna sig
saman á almannafæri, og gamli
maðurinn varð fýldari og fýld-
ari. Svo var það eitt kvöldið,
þegar hann vissi að þau voru
úti saman, að liann sagði við
kerlingu sína:
— Eg ætla að labba út á ak-
ur og líta eftir hvernig vorsæð-
ið þrífst.
■— Já gerðu það, svaraði
kerla.
Gallsteinn gekk langan krók
og kom niður að áskotinu að
húsabaki. Hann gekk inn án
þess að drepa á dyr. Finna sat
í vefstólnum þó að þetta væri
á laugardagskvöldi. Gólfið var
nýþvegið, eldur i hlóðunum og
kaffiketillinn yfir. Kötturinn
sat á gólfinu og sleikti sig.
-— Gott kvöld, urraði Gall-
steinn.
— Gotl kvöld svaraði konan
og leil forviða á liann.
— Mér var nauðugur einn
kostur að koma og tala við
þig, úr þvi að þú sýnist ekki
hafa glirnur i hausnum sjálf.
Sérðu ekki að stelpan þín hefir
gert liann Andrés vitlausan i
sér?
— Víst hefi ég séð það, en
mér er ekki þetta mál skyldara
en þér. Eklci get ég sagt krakka-
greyjunum að þau séu hálf-
systkin. Annars skammast ég
mín fyrir að meðganga, að ann-
ar eins drumbur og þú ert
skuli vera barnsfaðir minn.
— Skilurðu ekki, manneskja,
að þetta er óðs manns æði,
grenjaði Gallsteinn. Það liggur
tugthúsvist við því að systkini
giftist.
— Segðu þeim þá frá því,
svaraði Finna og kastaði höfði.
— Gerðu það, hleyðan þín!
Ekki skil ég í að mér skyldi
nokkurntíma lítast á þig. Eg
þagði eins og steinn þegar telp-
an fæddist, og lét bóndasoninn
minn sleppa, vitanlega. Og
hvernig hefir mér verið þakkað
það?
— Vertu ekki að nöldra um
gamla daga, urraði Gallsteinn.
— Eg er ekki hingað kominn
til að láta skamma mig eins og
hund heldur til að ráðgast
við þig. Hvað eigum við að gera
við krakkana?
Eg geri ekki nokkurn
skapaðan hlut. Þeim þykir svo
vænt livoru um annað, að það
er ekkert annað en þessi leið-
inlegi sannleikur, sem getur skil
ið þau að. Og liann verður þú
að segja þeim, svo framarlega
sem þú heíir kjark í þér til að
sjá þau harmþrungin.
Hann fór og skellti hurðinni
á eftir sér. Finna gægðist á eft-
ir honum mili blómanna í
glugganum og steytti hnefann.
Svo róaðist hún og fékk sér
kaffibolla.
Gallsteinn skálmaði lieim
sótsvartur af vonsku. Ef það
fréttist að ég er faðir slelpunn-
ar í Áskotinu, fær fólkið eitt-
livað að tala um, hugsaði hann
með sér. En það kemur í sama
stað niður, því að allir hafa
skömm á mér fyrir. En ég er
hræddur um að krakkarnir
verði lágkúruleg þegar þau
lieyra tíðindin. Skyldu þau
ekki hætta að hanga livort ut-
an i öðru, ha?
Honum kom ráð i hug á heini
leiðinni, ráð sem honum fannst
svo gott að hann fór að hlæja
og augnatýrurnar í honum
Ijómuðu. Þegar hann kom heim
spurði hann kerlinguna sína
hvort hún vissi. að það væri
eitthvað á milli Andrésar og
Áskotsstelpunnar.
Já, sú gamla vissi það.
— Og hvernig líst þér á?
— Ja, hvað skal segja? Stúlk-
an er myndarleg og vinnusöm
og eins góð og hver önnur. Það
er ekki allt komið undir pen-
ingunum.
Hafi kerling búist við að
karlinn fengi ofsakast, þá brást
lienni það. Hann muldraði bara
i skeggið: — Jæja við sjáum
nú til.
— Kannske að hann fari að
sjá að sér með aldrinum, hugs-
aði kcrla ánægð með sér. En
ef hún hefði séð augnaráðið
hans þá stundina, hefði hún
ekki látið sér detta neitt slíkt
í hug.
Svo var það eitt kvöldið að
Andrés kom inn, hnyklandi
brúnir og bitandi á jaxl, svo
að það var auðséð að hann var
i vigaliug. Meðan þau voi’u að
snæða kvöldmatinn sagði hann
þurrt og þyrrkingslega:
— Við Lína í Áskoti höfum
komið okkur samajn, og svo
getið þið sagt hvað sem þið
viljið.
Heyr á emdemi, sagði