Fálkinn - 03.12.1948, Síða 13
FÁLKINN
13
án þess að taka tillit til hvar þeir standa
í metorðastiganum eða hve mikils herinn
missir við fráfall þeirra.
— Haldið þér í raun og veru að leið-
togar hersins fái fœri til að koma saman?
— Eg hefi ástæðu til að halda að ýms-
ir herforingjar hafi þegar komið sér sam-
an um uppreisnaráætlun. Og nú bíða þeir
eftir tækifæri til að hefjast handa, steypa
Ilitler og fylgihnöttum hans, taka völdin
sjálfir og binda enda á stríðið.
— Hvers vegna gerðu þeir það ekki,
þegar Hitler skipaði þeim að ráðast á Pól-
land? Þar var besta tækifærið. Það hefði
gefið þeim ágæta átyllu til byltingar að
reyna að bjarga landinu frá nýrri heims-
styrjöld. Þá hefði sjálfsagt meirihluti
þýsku þjóðarinnar fylkt sér kringum þá.
— Það eru tvær ástæður til að þeir gerðu
það ekki. Sú fyrri, að í Gestapo er eins-
konar kjarni, sem eingöngu er skipaður
foringjum úr hernum. Áður en lireinsað er
til í honum hlýtur hver uppreisnartilraun
að verða til þess, að óánægði hópurinn,
er handtekinn og líflátinn áður en hægt
er að hefja byltinguna. 1 öðru lagi eru
þessir menn ættjarðarvinir. . Þeir krefjast
réttlætis Þýskalandi til handa. Þeir vilja
ekki steypa Hitler fyrr en þeir hafa feng-
ið loforð um að lýðræðislöndin nemi Ver-
salasamninginn úr gildi undir eins og þeir
hafi tekið völdin. Þeir heimta nýja og rétt-
láta friðarskilmála.
Hvers vegna i ósköpunum hafa þeir
ekki fengið það loforð?
— Vegna þess, hlátt áfram, að við höf-
um ekki getað grafið upp nöfn hershöfð-
ingjanna, sem í flokknum eru. Og þó vitum
við að flokkurinn er til.
— Er það eg, sem á að grafa upp þessi
nöfn?
— Já.
•— Og hvaða gögn fæ ég í hendurnar til
þess?
— Þau eru skrambi lítil, býst eg við.
Innan stundar skuluð þér fá að heyra það
sem eg veit. En fyrst vil eg einu sinni enn
leggja álierslu á hve afar miklisvert það
er, að þér takið þetta erindi að yður. Það
er mál málanna, ekki aðeins fyrir England
og bandamenn okkar, heldur lika fyrir
Þýskaland og allan lieiminn að yður takist að
finna mennina, sem hafa forustuna fyrir
byltingunni. Þegar við höfum fengið að vita
hverjir þeir eru, þá getum við í raun og
veru ábyrgst þeim fullt öryggi. Fyrir furðu
lega hendingu tókst nefnilega einum af
starfsmönnum okkar að hafa með sér frá
Berchtesgaden fullkomna skrá yfir hers-
höfðingja þá, sem viðriðnir eru Gestapo.
— Eg skil. Og el' samsærismennirnir fá
þessa skrá geta þeir vinsað úr alla þá, sem
eru í Gestapo-lcjarnanum, áður en þeir
liefjast handa. Þella fer að verða fróðlegt.
Látið þér mig heyra, hvernig eg á að taka
á málinu.
— Hafið þér lieyrt nefnda konu, sem
heitir Erika von Epp? Ljómandi lagleg
stúllca, sem ekki er liótinu betri, en liún
á að vera.
-— Jú. Er hún ekki frilla Hugo Falken-
steins, júðska vopnasalans og milljónamær-
ingsins?
— Hún var það þangað til nýlega. En
Gyðingurinn, unnusti hennar var sendur
í fangahúðirnar í Dachau og er talinn dauð-
ur. Að minnsta kosti giftist hún i vetur
von Osterberg greifa. Hún ferðast mikið
og síðast, þegar við fréttum af henni, var
hún á leið til Bandaríkjanna. Hún var
stödd hér í London fyrir hálfum mánuði.
Var eitthvað í tygjum við ungan varðliðs-
foringja. Lögulegan strák og ekki eins vit-
lausan og hann sýndist. Eitt kvöldið, sem
þau voru saman, sagði hún dálítið, sem
varð horium umhugsunarefni. Hún er vit-
anlega af þýsku herforingjakyni, og skál-
aði fyrir hinum keisaralega þýska her með
orðunum: — Það líður ekki á löngu, þang-
að til liúsamálarinn er kominn þangað,
sem hann á heima og gömlu ættirnar komn-
ar til valda og marka stefnu i nýja og
réttari átt. Hershöfðingjarnir þurfa ekki
að segja nema eitt orð og þá eru nasistar
úr leik.
— Það sem eg segi yður nú er vitanlega
söguburður, en Erika von Epp var bráð-
skotin í piltinum og bæði voru þau þétt-
kennd, þegar hún sagði þessi orð. Til allr-
ar lukku sagði hann réttum hlutaðeigend-
um frá þeim. Erika veit um svo margt,
sem gerist bak við tjöldin, að maður hlýt-
ur að álíta, að það hafi verið annað meira
en óskin tóm, sem fólst bak við orð henn-
ar.
— Ef það hefði verið venjuleg þýsk
stúlka, sem sagði þetta, hefði ekki verið
mark á þvi takandi, en úr þvi það kom frá
henni getur vel verið eitthvað hæft í því.
Og hvað kemur svo?
Sir Pellinore hugsaði sig um. — Þér haf-
ið heyrt talað um Tom Archer? spurði
liann.
— Kommúnistaforingjann?
— Sjálfur kallar hann sig marxista, en
anarkisti væri kannske réttara. Hann og vin-
ir lians eru að minnsta kosti svo rauðir,
að sjálfur komúnistaflokkurinn vill ekk-
ert hafa saman við þá að sælda. En þetta
er duglegur maður, og liann er hættulegur.
Rétt áður en styrjöldin skall á sendi hann
forsætisráðherranum bréf. í þessu bréfi fór
hann fram á, að stjórnin frestaði stríðsyfir-
lýsingu sinni um sinn. Sem ástæðu fyrir
þessu nefndi hann, að það væri sannfær-
ing sín, að bylting myndi verða í Þýska-
landi, ef hægt væri að fresta styrjöldinni
í nokkra daga, og ef við værum fúsir til
að ganga til samninga við nýja þýska
stjórn. Hann bauðst i rauninni til að verða
milligöngumaður. En það eftirtektarverð-
asta var, að Archer lagði áherslu á, að
hann teldi ekki líkur til, að uppreisnin
mundi koma frá þýskum verkamönnum
heldur úr annari átt. Úr hvaða átt gat það
eiginlega verið, ef ekki frá hernum?
— Þér haldið þá, að jafnaðarmenn og
forustumenn hersins hafi sæst á að gera
með sér bandalag?
— Það er svo að sjá. En úrslitaboð okk-
ar höfðu þegar verið gerð opinber og það
var ekki hægt að fresta þeim, vegna Pól-
verja. Archer var vitanlega spurður í þaula
en þrátt fyrir loforð, bænir og hótanir
þagði liann eins og steinn. Hann vildi ekki
segja nokkurn hlut, af þvi að hann var
hræddur um að það bitnaði á vinum sin-
um hinumegin.
•— Nokkuð meira?
— Aðeins eitt enn. Eg geri ráð fyrir, að
þér hafið drukkið nóg af rínarvíni Rliein-
hardts um ævina? Gott. Herr Julius Rhein-
hardt, sem er eldri forstjóri fyrirtækisins,
og á heima í Traben-Trabach við Mosel,
var staddur hér í London ekki alls fyrir
löngu. Hann talaði mjög opinskált við einn
meðstjórnandann i Lundúna-útibúinu. —
Hann sagði fortakslaust, að hermálaleið-
togarnir, stóriðjuhöldarnir og jafnaðar-
menn, væru stórhuga um að steypa Hitler
sem allra fyrst.
— Því miður lét Lundúna-forstjórinn,
sem er orðinn breskur ríkisborgari, þetta
ekki berast til okkar fyrr en eftir að styrj-
öldin var hafin. En hann er viss um að
Herr Julius Rheinhardt hafi sagt þetta.
■—- Archer hefir jafnan reynst vera mjög
vafasamur heimildarmaður. Erika von
Epp eða réttara sagt, greifafrú von Oster-
berg, sem hún heitir nú, er eða er kannske
ekki í Ameriku. En Rheinhardt er áreið-
anlega kominn aftur til Trahen-Trabach.
Það er best að komast í samband við hann.
Þér verðið að lieimsækja hann og fá liann
með einhverju móti til að gefa yður nöfn-
in á höfuðpaurunum í samsærinu. Og svo
verðið þér að lialda áfram koll af kolli
þangað til þér hafið fundið sjálfan flugna-
höfðingjann.
— En hvað gerist, ef mér tekst að finna
hann? spurði Gregory Sallust. Eg hefi eng-
in skilríki að sýna og jafnvel þó að eg
hætti á að hafa slík gögn með mér, þá yrði
hann samt að eiga líf sitt undir óþeklctum
leynilegum flugumanni. Hann væri brjál-
aður, ef hann þyrði það.
— Alls ekki. Þegar þér hafið fundið höf-
uðpaurinn er erindið svo að segja rekið.
Skráin um lierforingjana i Gestapo verð-
ur geymd á öruggum stað i Berlin. Okkur
gafst ekki tími til að fá hana frá Þýska-
landi áður en styrjöldin hófst. Auk þessa
skjals er til bréf, sem sent var til Berlin
áður en sendiráðinu okkar þar var lokað.
Þetta bréf er undirritað af ábyrgum bresk-
um og frönskum ráðherrum. Það tryggir
hershöfðingjunum, að ef þeir handtaki leið
toga nasistaflokksins, hætti stríðinu við
Pólverja og styðji nýja stjórn, sem mynd-
uð sé að afslöðnum almennum kosningum,
muni bandamenn ganga til samninga við
Þjóðverja. Landið muni fá réttláta friðar-
samninga. Þetta hréf fylgir skránni um her-
foringjana, sem eru í Gestapo. Ef þér kom-
ist yfir þessi tvö skjöl og afhendið þau for-
ingja samsærisins, ])á steypir þýski herinn
Hitler og heimurinn fær frið.
—Þér hafið sannarlega ekki gert of lítið
úr því hve þessi ferð er mikilvæg, muldi--
aði Gregory. Hvenær á eg að fara?
— Málið þolir enga bið, sagði sir Pelli-
nore liratt. — Þér verðið að fara til Þýska-
lands í kvöld.
III. kap. Öfugur hakakross.
Sir Pellinore Gwain-Cust var mikill sæl-
keri, og Gregory neytti hins ágæta liádeg-
isverðar með bestu lyst. Yfir borðum töl-
uðu þeir um daginn og veginn og minnt-
ust ekki á Þýskalandsförina. En þegar þeir
voru komnir inn i bókasalinn aftur héldu
þeir áfram að þinga um undirbúninginn.