Fálkinn


Fálkinn - 14.01.1949, Side 12

Fálkinn - 14.01.1949, Side 12
12 FÁLKINN 5. ÚT í OPINN DAUÐANN Charlton leit á klukkuna og athugaöi mælitækin. — Við erum yfir Belgíu, muldr- aði liann. En flugvélin hækkaði í sífellu, 12.000 metrar — 14.000. Þrátt fyrir hitun- artækfð, frakkann og ullarvoðina skalf Gregory. Hendurnar voru stirðar af kulda og hann öfundaði Charlton af þykku skinn- vettlingunum, sem liann hafði. Vclin hætti að stíga og nú var liæðin jöfn, 11000 metrar. Iiraðinn var mikill. Tíminn virtist óendanlegur þó að Gregory læsi á iiraðamælinum að vélin færi með 370 km. hraða á klukkustund. Allt i einu stöðvaði Charlton hreyfilinn, kjærðin sem varð nú var óviðfelldin, og Gregory hrökk upp. Er eitthvað að? — Nei. Flugmaðurinn hristi höfuðið. — Við fórum yfir þýsku landamærin fyrir nokkrum mínútum og nú ætla ég að lækka flugið. Við getum farið marga kilómetra á svifflugi úr þessari hæð án þess að nota hreyfilinn. — Eg skil. Og þá geta þýsku hlustar- tækin ekki heyrt til okkar. En þegar þér farið heim aftur? Þér neyðist til að nota hreyfilinn þegar þér hækkið flugið á heim- leiðinni. Charlton svaraði út í hött. Voruð þér í síðustu styrjöld? •—- Já, tvö síðustu árin. — Þá vitið þér að hver hreyfiltegund hefir ákveðið hljóð. Þetta er þýskur hreyf- ill, við höfum nokkrar vélar með þesskon- ar hreyflum og notum þær í svona ferðir. Ef hlustunartæki ná mér á lieimleiðinni þá lialda Þjóðverjar að þetta sé ein af þeirra vélum. -— Það var lieppni að strandvirkin okk- ar skyhlu ekki skjóta á okkur þegar við flugum yfir þau í 3000 metra hæð. -— Þeim var gert aðvart. Hlustunarstöðv- arnar lieyra hvort það eru ein eða fleiri flugvélai’, sem fara lijá. Strandvirkin sem við fórum hjá fengu skipun um að láta okkur í friði. Eg skil. En hversvegna notið þér ekki hreyfilinn núna þegar þér lækkið flugið, úr því að hann er þýskur? Gerir það ekki lendinguna öruggari? — Jú. En það er mikilsvert að lenda hljóðlaust. Ef ekki, [)á getur einhver kom- ið hlaupandi af forvitni, til að grennslast um liver sé að lenda. En þegar ég læt í loft gerir ekkert til þó að þeir heyri til min. Flugvélin leið áfram meðan liann var að tala og Gregory fann á ný nið fyrir eyrun- um. Skömmu síðar komu þeir út úr skýi og nú sáust dauf ljós undir þeim á víð og dreif. Þau voru flest á hægri hlið. — Myrkvunin er ekki eins góð hjá Þjóð- verjum og hjá okkur, sagði Gregory. — Þarna er borg. — Það er Köln, en myrkvunin er góð, Þeir eiga erfiðara en við. Það er miklu torveldara að myrkva Köln en London. Landið kringum Köln má lieita óhyggt. Að- eins nokkur þorp á stangli. En útliverfin ná margar mílur út fyrir London á alla vegu og renna saman við horgina. Nætur- flugmaður getur vel séð London sem heild, en það er mjög erfitt að átta sig á livaða borg það er, nema maður fari svo langt að Thames sjáist. Flugvélin dalaði hratt. Dreifðu ljósin urðu skýrari. Þegar komið var niður í 1000 metra hæð sveigði Charlton á lilið. Hann flaug í hring í margar mínútur þangað til hann varð ánægður en tók svo beina stefnu aftur. Á hægri hlið virtust ljósin i Köln hafa dregist saman og voru sumpart liorf- in, en þau fáu sem sáust voru skýr. Gre- gory sá að eitt af ljósunum var blátt og stefndi Charlton á það. Augnabliki síðar voru fjarlægari ljósin horfin og Gregorv sá ið blált Ijós kom úr ferhyrndum glugga. — Náunginn, sem á heima þarna í hús- nu leggur sig í talsverða hættu með að æiðbeina okkur, sagði hann. — Ilann neyðist til þess. En þetta er fá- tækur bóndi, svo að hann getur afsakað sig með því að hann hafi ekki efni á að kaupa þykkari myrkvunarpappír — fyrsta kastið, að minnsta kosti. Auk þess er ekki 1 jós i herberginu nema 15 mínútur í einu og aðeins þegar honum er gert aðvart um að ég komi. Hvergi sjást ljós annarsstaðar. Það var líkast og þeir mundu lenda heint á glugg- anum þegar flugvélin beygði allt í einu upp i vindinn, nam létt við grundina og nam staðar eftir skannna stund. Þegar Gregory fór út úr vélinni sagði Chai’lton: — Það er nú það! Þér sjáið stjörnurnar þarna við sjóndeildarhringinn hak við yður. Stefnið á hana. Það verður ekki góð færð, því að þér verðið að fara yfir plægðan akur, en þegar þér hafið gengið nálægt þrjá kílómelra komið þér á veginn milli Gladbach og Köln. Beygið til vinstri og eftir tíu kílómetra göngu eruð þér kominn til Köln. Þakka yður fyrir. Gregory tók í hönd- ina á lionum. — Eg gal ekki fengið betri mann til að fylgja mér fyrsta áfangann. Eg óska yður góðrar heimferðar. Hann skellti aftur hurðinni og Charlton setti hreyfilinn í gang. Hann murraði svo- litla stund, svo sneri Charlton vélinni og hún rann yfir imúskótlan akurinn þangað til hún hvarf i myrkrinu. Þegar Gregory leit við sá hann að ljósið í glugganum var horfið. Allt í kringum liann var myrkur, kalt og óvistlegt. Hvergi sást nokkur Ijósglæta. Nú var starf hans hvrjað. Hann var einmana úlfur, matar- laus og skjóllaus. Ekkert nema fyrirhvggja og hugkvæmni lians sjálfs gat bjargað því að hann yrði ekki tættur í agnir af óvin- unum, sem hann liafði verið settur til liöfuðs. V. kap. Einmana úlfur. Gregory stefndi á stjörnuna, sem Charl- ton hafði bent lionuin á og héll af stað úl á akrana. Slígvélin voru fullstór honum. Það væri betra en skókreppa úr því að hann átti svo langa göngu fyrir höndum. Hann nagaði sig í handarhökin fyrir að hafa gleymt að lála sir Pellinore vita um skónúmerið. En maðurinn sem hafði tekið að sér að útvega einkennisbúninginn liafði dugað vel. Því að þarna mátti eklcert út ai’ bera, smávægileg yfirsjón gat kostað Gregory lífið á þessum næstu dögum eða vikum, sem hann átti að verða í óvina- landi. Þegar hann hafði gengið nokkur liuiidr- uð metra rakst liann á girðingu en fyrir liandan hana var ræktað land. Uppsker- unni var lokið. Meðan hann staulaðist þarna áfram í myrkrinu jiakkaði hann forsjóninni fyrir að veðrið skyldi hafa verið gott fyrstu ófriðarvikuna og að veðr- ið var svo gott í nótt. Ef leirinn liefði ver- ið votur og klesstst á skóna iians liefði gangan orðið miklu örðugri. Eftir iiálfs kílómetra göngu kom liann aftur á gras, en víða voru nýplægðir geir- ar á leið lians uns liann kom að djúpum skurði. Þegar liann hafði klöngrast yfir hann kom liann á þjóðveginn. Hann beygði til vinstri og stefndi til Köín. Landið var l'Iatt o'g alger kyrrð. í þeim fáu húsum sem liann fór hjá var livergi ljós í glugga. Fólkið notaði eflaust svefn- tímann eins vel og það gat lil að livílast undir næsta mæðudag, annan mánudag styrjaldarinnar. Hvergi sá hann móta fyrir neinum liern- aðaraðgerðum, enda hafði liann ekki bú- ist við því þar sem liann var 60 kílómetra frá landamærum Belgíu og enn var friður milli þeirra landa. Næslu herstöðvarnar voru 150 km. undan, á landainærum Þýska lands og Frakklands, fyrir sunnan Luxem- burg. Eina herliðið sem hann gat búisl við að rekast á á þessum slóðum var loft- varnaliðið, sem verja skyldi Köln og Iiin miklu stóriðjuliéruð þar fyrir norðan. Smiðjurnar i Diisseldorff, Crefeld og Essen störfuðu dag og nótt að framleiðslu skol- færa og vopna. Af rauðum hjarma á himn- inum mátti ráða livar bræðsluofnarnir í Dusseldorff voru; þá var ekki hægt að fela með myrkvun. Við og við skrölli í malarvagni sem fór hjá eða bifreið með hyrgð ljós kom á móti honum í myrkrinu. Líka mætti hann hóp af góðglöðum drykkjubræðrum, sem voru að koma frá að skemmta sér og sungu drafandi. Og svo gamalli konu, sem dró kerru. En umferðin var lítil og í Iiverl skipti sem liann sá einlivern koma fór liann út af veginum og faldi sig i myrkr- inu.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.