Fálkinn


Fálkinn - 21.10.1949, Blaðsíða 8

Fálkinn - 21.10.1949, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN FYRIR stríðið vann ég í tólf ár við það sama. Það er ekkert met en þó virðingarvert, finnst ykkur ekki ? En eftir stríðið hvarf ég ekki aftur að gamla starf- inu. Eg tók upp á einstakri fá- sinnu: ég varð umferðarbók- salil Eg er þannig gerður að mér verður að finnast að ég geri eitthvað gagnlegt, jafnframt því sem ég geri það er mig langar til. Og mig langar til að ferðast um landið og kynnast fólkinu. Yar það ekki það, sem Gorki gerði? Og mér féll betur að selja bækurnar en skrifa inn í vöru- birgðabókina. Og svo má ekki gleyma einu: ég neyddist ekki út í bóksöluna af örvæntingu eða atvinnuleysi. Mér stóð nýtt starf til boða undir eins og ég hætti að skipta inér af hvað fólk læsi. Atvik það úr bókaflakkinu, sem ég ætla að segja frá bér, gerðist ekki í upphafi bóksala- tilveru minnar. Eg hafði selt upp birgðir mina nokkrum sinn um, og gæðin voru orðin miklu lakari en i fyrstu, er ég lcom í sveitina, sem þetta gerðist i. Sannast að segja var innihaldið i kofíortinu mínu þannig, að það var ekki verjandi né sam- boðið þeirri menningarstarf- semi sem ég hafði helgað mig. Og hugsæismaðurinn í mér gerði uppreisn. Svo að þetta máttu heita sölumannslokin hjá mér. Áætlunarbifreiðin spýtti mér út úr sér á vegamótunum einn hröllkaldan morgun í febrúar! Svo lióstáði hún og var horfin Óður dagsins áður en ég vissi af, Þarna stóð ég. I hvítum og ógestrisnum lieimi. Sléttlend sveit með fá- um bæjum. Þegar ég hafði áttað mig eftir aksturinn skildi ég að nú var dagurinn runninn upp. Dagur- inn sem eigingirndin hafði orðið yfirsterkari í mér! Þess vegna fór ég heim á reisulegasta bæ- inn sem ég sá. Hann stóð á hól, ekki langt undan. Langt hús, sem einu sinni hafði verið mál- að gult, tvö stafbúr sem liölluð- ust sitt í hvora áttina og stór peningshús. Þetta leit allt nokk- uð hrörlega út, og það ekki lít- ið, en þetta var næsti bærinn og ég var svangur. Það sem heillaði mig mest var ofurmjór blár reykjarstrókur, sem stóð beint upp úr strompinum. Þegar ég var kominn heim á lilað sá ég betur að hér var talsvert einkennilegt umhorfs. Hestahrífa og eitthvað sem hlaut að vera sláttuvél stóð i fönn undir húsveggnum. Og síðasta spölinn upp að bæjardyrunum var engin akbraut. Bara mjór stígur. Af hlaðinu var stígur út í fjósið og annar sem hverf fyr- ir hornið og ég giskaði á að mundi liggja að náðhúsinu. Annars voru ýmiskonar amboð á víð og dreif í snjónum á lilað- inu og nú sá ég að engin tjöld voru fyrir gluggunum. Merkilegur staður þetta! hugs- aði ég með mér um leið og ég gekk upp skúrþrepin og barði að dyrunum. Enginn svaraði. Eg ýtti upp liurðinni. Skúrinn var siginn og hurðin skekkt, en mér tókst þó að ýta lienni svo mikið upp að ég komst inn. Þarna var daunn af gömlum skít og myglu, en ég stóð ekki lengi við þar í ganginum. Eg barði á fyrstu dyr, og þegar ég hafði beðið um stund lieyrði ég hljóð að innan, líkt og staf væri stungið liart niður. Eftir að stafn um liafði verið stungið tvisvar eða þrisvar sinnum liélt ég að þetta ætti að tákna að ég ætti að koma inn. Og það gerði ég. Eldhúsið var líkt og gerist á stærri bæjum og náði þvert yfir húsið. En þó var skuggsýnt þarna inni, svo að ég gerði ekki betur en grilla i borðið og inn- anstokksmunina. Við eldavél- ina, sem stóð fram af opnum gömlum arni sat hundgamall karl. Hann studdi báðum hönd- um á gildan staf og leit ólund- arlega en þó með forvitni á mig. Köttur hoppaði ofan af eldhús- borðinu, setti upp kryppuna og strauk sér frpm að þilinu. Þó að eldur brynni i ofninum var ískalt í eldhúsinu. : — Góðan daginn sagði ég. Karlinum fannst óþarfi að svara kveðjunni. Hann pírði nigunum og starði tortryggnis- lega og illgjarnlega á mig. — Eg er með bækur liérna, sagði ég og benti á koffortið Rit til að sækja lærdóm og fróðleik í! Hann bærði varirnar ofur- Iitið, og svo gusaðist úr honum: — Hér er ekki kominn neinn skóli ennþá! — Það sem ekki er getur alltaf orðið, sagði ég vongóður. Hárin fóru að rísa á gamla manninum; ef hann hefði verið þróttmeiri þá liefði liann eflaust notað staflurkinn sinn á mig, eða svo var að sjá. Hér verður enginn skóli meðan ég lifi! öskraði hann. — Hevrir þú það — bókabéus! -t— Eg ætlast ekki til að þér farið að ganga í skóla .... sagði ég. - - Og enginn annar heldur! hrevtti liann úr sér. — Nei, nei, svaraði ég friðsam- lega. — Það er ekki þörf á að kalla það skóla, heldur. — Ætlarðu að svíkja mig inn á þig með því að nota önnur orð ? sagði liann, með allri þeirri fyrirlitningu sem honum var gefin. -— Aðalatriðið er að maður fræðist eitthvað, sagði ég, því að bjartsýnin í mér reið ekki við einteyming. Hann renndi augunum fyrir- litlega til mín en virti mig ekki svars. Dagurinn byrjaði ekki efnilega hjá mér. Eg leit á elda- vélina. Þar stóð ketill, svartur af sóti. En liann virtist hvorki heitur né aðlaðandi, eins og sót- ugir katlar eru stundum. Samt spurði ég nú: — Kannske ég geti fengið keypt an kaffibolla? — Hún Amanda ræður þvi. Það kemur bráðum að hennar vakt. Jæja, svo að Amanda ræður því, hugsaði ég án þess að setja á mig viðbótarsetninguna. Mér fannst nafnið vera svo fallegt að ég settist á kollustól innan við dyrnar og horfði á skrúð- göngu kattarins meðfram eld- húsborðinu. Hann gengur þar fram og aftur eins og herfor- ingi, sem væri að gæta leyni- fjársjóða heimilisins. Og ég hélt að liann setti upp kryppuna til hátíðabrigða út af komu minni, en þar hafði ég litið ofstórt á mig, þvi að nú hafði kisa komið löppinni innfyrir slcápdyrnar og skaust nú inn fyrir og nú hófst orraliríð inni í skápnum. Gamli maðurinn og ég höfðum ekki

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.