Fálkinn - 21.10.1949, Blaðsíða 14
14
F ÁLKINN
Hrífandi saga - sönn og látlaus:
Sveitin okkar
eftir Þorbjörgu Árnadóttur.
Með litprentuðum myndum eftir
Halldór Pétursson listmálara.
Þetta er saga um lífið í
sveitinni okkar, um lífið
í sveitinni þinni og sveit-
inni minni, eins og það
var á öðrum tug þessar-
ar aldar, þegar þjóðin
var ung á ungri öld og
vorbjarmi frelsisins lék
um fjallatindana. Fólkið gladdist við dagleg störf, við
fegurð náttúrunnar og við samveruna við aðra menn. •—
Astir og vonir, sorg og gleði skiptust á eins og skin og
skúrir í gróðri lífsins.
Það var kátt í sveitinni okkar og fólkið átti mörg
hugðarefni. Söguskáld og ljóðskáld ólu þar aldur sinn,
og stjórnmálamenn og trúmenn þar hver á sínum bæ.
Á löngum vetrarkvöldum var lesið uppbátt í baðstofunni
og í rökkrinu var sungið, dansað, eða farið á skauta,
skíði eða sleða. Fólkið i sveitinni okkar var íelagslynt,
hraust og glaðvært. Það var eins og stór fjölskylda, sem
gladdist saman, syrgði saman og stóð saman í stormum
og sólskini lífsins.
Átthagaástin og virðingin fyrir samtíð sinni og ís-
lensku þjóðlífi speglast í hverri línu bókarinnar, í
birtu þeirri og hlýju, sem hún er þrungin af samfara
„rómantík“ unga fólksins, sem varpar ævintýrahjúp
raunveruleikans yfir allt líf þess og starf.
Sveitin okkar
Hér birtist íslensk sveit
í seiðandi töframyndum
látlausrar fegurðar í leik
og starfi, sorg og gleði,
söng og hlátri, framtíð-
ar víðsýni og vonum.
er bókin, sem töfrar hvern einstakling og veitir
yl og birtu inn á hvert íslenzkt heimili.
BARÁTTAN GEGN SJÚKD.
Frh. af bls. 5.
þessari grein hefir vísindunum miS-
að vel áfram. Afskiptalausir sjúkl-
ingar, sem ekki virðast hafa orðið
fyrir áhrifum af neinu árum saman
hafa fengið mikinn bata við insulin-
sprautur. Hafi þeir verið veikir í
mjög mörg ár verða þeir að vísu
sjaldan albata. En i mörgum tilfell-
um geta þessir andlega dauðu bók-
staflega horfið aftur til lifsins og
gert sama gagn við létta vinnu eins
og fullheilbrigt fóik.
Parahjsis generalis er hættulegur
taugasjúkdómur, sem áður var tal-
inn ólæknandi — venjulega stafaði
hann af syfilis •— en nú er hægt að
lækna mann með því að láta súkl-
inginn frá hitasótt, ýmist með því að
sprauta mýraköldusóttkveikjum í
sjúklinginn eða þá með rafmagni.
Sumar tegundir firruhyggju eða
kvíða er hægt að lækna með upp-
skur.ði.
Loks skal drepið stuttlega á svo-
nefnd „reagensrör-börn“ og sæð-
ingu. Það kemur oft fyrir að hjón
geta ekki átt börn saman, og er þá
oft gripið til sæðingar. Sæði úr
manninum er sprautað í konuna, ef
það dugir, en annars er það fengið
að — hvaðan það er fær enginn
nema læknirinn að vita. Hjónum
þykir meira gaman að ala upp börn
sem eru komin undir svona en að
taka sér kjörbörn.
Sumir halda þvi fram að þetta
geti dregið dilk á eftir sér. Alexis
Carrel hefir sannað að hægt er
að láta frumur lifa árum saman í
nærandi vökva og einhverntíma
verður hægt að halda svona frum-
um lifandi í mörg hundruð ár.
Þannig verður liægt að lialda lif-
andi sæði frá afreksmönnum í
margar aldir eftir að þeir eru dauð-
ir. Ef þessi aðferð liefði verði kunn
fyrrum gætu þeir nú verið sem óð-
ast að eiga börn núna Miclielangelo,
Newton, Beethoven, Goethe og fleiri.
ÓÐUR DAGSINS.
Frh. af bls. 9.
Amanda ekki haft neitt fólk. Og
svo befir allt vaðið á súðum.
Kornið grotnaöi niður og kart-
öflurnar urðu að graut í inold-
inni. Heyið ekki liirt og verk-
færin stóðu úti allan veturinn.
Því að þau gátu aldrei komið
sér saman um hvenær ætti að
gera nokkurn hlut, hvort held-
ur var á nótt eða degi. Amanda
liefir verið á fótum á daginn,
en liún ræður ekki við vélarnar.
Og Hans er á fótum á nóttinni,
og þá situr hann í fjósinu eða
hann situr við eldstóna. Þetta
gat ekki lialdið svona áfram.
Við ókum fram hjá gamla
bænum. Það lagði bláan reyk
upp úr strompinum og ég hugs-
aði til Ilans og rottuveiðanna
og Amöndu, sem kannske ein-
mitt núna var að hreyfa sig
uppi á loftinu svo að Hans yrði
að flýja úr eldhúsinu.
Hvernig færi þegar þau yrðu
að fara af bænum. Mundu þau
koma sér fyrir með sama lag-
inu og áður. Það er illt að kenna
gömlum liundi að sitja.
.BRAUTARLEST MEÐ GLERÞAKI.
Milli Chicago og San Francisco
ganga nú sex járnbrautarlestir, sem
sérstaklega eru ætlaÖar skemmti-
ferðamönnum. Vagnarnir eru allir
úr gleri að ofanverðu, svo að hægt
er að njóta fjallasýnar, en hún kvað
vera dásamiega fögur, á vesturliluta
leiðarinnar. Að öðru leyti eru vagn-
arnir úr ryðfríu stáli. Og í gjallar-
horni er farþegunum sagt frá stöð-
um er fyrir augun bera og eitthvað
er frásagnavert um.
i
i
I
Vetrirdcetlun
Frá Reykjavík til:
AKUREYRAR
alla virka daga kl. 10.
ÍSAFJARÐAR
alla virka daga kl. 10.
VESTMANNAEYJA
alla virka daga kl. 10.
SIGLUFJARÐAR
mánudaga fimmtud.
PATREKSFJ ARÐAR . .
þriðjudaga — föstud.
ÞINGEYRAR
miðvikudaga.
FLATEYRAR
miðvikudaga.
BtLDUDDALS
laugardaga.
HÓLMAVÍKUR
mánudaga.
BLÖNDUÓSS
þriðjudaga.
HELLISANDS
fimmtudaga.
Áætlun þessi gildir frá
1. október Í949 tit 30.
apríl Í950.
I
THURSTON KOM EKKI.
Claude Noble í Columbus, Ohio,
reyndi nýlega í 11. skipti að kom-
ast í samband við sál töframannsins
Iloward Thurston. Og í Jl. skipti
fékk hann ekkert svar. — Svo er
mál með vexti, að áður en töfra-
maðurinn dó fyrir 12 árum urðu
þeir sammála um það hann og Noble
að þeir skyldu hittast á ákveðnum
degi í apríl kl. 12%. Fundarstaður-
inn var ákveðinn við gröf töfra-
mannsins i kirkjugarðinum í Green-
lawn. Og á þeim stað var Noble á
tiltekinni stundu í april og hrópaði
hátt: „Howard Thurston, hér er ég
eins og við töluðum um. Eg efni það
sem ég lofa!“ Svo að töframaðurinn
gæti verið viss um að þetta væri
Noble en ekki einhver svikahrapp-
ur, liöfðu þeir talað um að Noble
skyldi hafa með sér mynd af Caiwetli
Wells, sem hafði verið vinur þeirra
beggja. Nohle beið í tíu mínútur eft-
ir að andi töframannsins gerði vart
við sig og tæki myndina af Noble
— það var merkið um að samband
hefði náðst. En þegar Noble varð
ekki neins var stakk hann myndinni
á sig aftur og fór á burt en sagði
um leið: „Eg kem aftur næsta ár.“