Fálkinn


Fálkinn - 28.10.1949, Side 6

Fálkinn - 28.10.1949, Side 6
6 FÁLKINN - LITLA SAGAN - (Höfundur þessarar Jitlu sögu dó úr tæringu í fyrra, aðeins 27 ára ganiall. Hann var tólf ára þegar Hitler náði völdum og 18 ára þegar stríðið hófst, og slapp úr fangabúðum 1946 og kom heim að öllu í rúst- um. Myndin sem hann bregð- ur upp í þessari smásögu er óliugnanleg en sönn). ÞAU tóku eftir honum í langri fjar- lægð, er liann kom á móti þeim, þvi að ekki var annað hægt en að taka eftir honum. Andlitið var afar gamallegt, en á göngulagi hans mátti sjá að liann var ekki nema um tvít- ugt. Hann settist þarna lijá þeim á bekkinn, með gamla andlitið sitt. Og svo sýndi hann þeim það sem liann var með í hendinni. „Þetta er eldhúsklukkan okkar,“ sagði hann og leit snöggvast til þeirra, þar sem þau sátu og sleiktu sólskinið. „Jú, ég fann liana. Henni hefir verið hlíft.“ Hann Iiélt fram glerhvítri ldukk- unni og þurrkaði með fingrunum rykið af bláum tölustöfunuin. „Hún er ekki mikils virði,“ sagði hann afsakandi, „ég veit það svo sem vel. Og ekki er hún falleg held- ur. Hún er svipuðust diski með hvít- um glerung á. En bláu tölusafirnir eru ansi fallegir, finnst mér. Vísirarn ir eru vitanlega úr blikki. Og nú get- ur liún ekki gengið lengur. Nei, inn- maturinn í henni er skemmdur, það er alveg rétt. En hún litur út eins og hún liafi gengið til þessa. Þó hún sé hætt að ganga.“ Hann renndi varlega fingurgómn- uin í liring á skífunni og sagði svo hljóðlega: „Og henni var hlift!“ Þau sátu þarna á bekkum og sleiktu sólskinið, litu ekki á hann. Einn leit á skóna sína og konan horfði á barnavagninn sinn. Svo sagði einhver: „Þér munuð liafa misst allt?“ „Já, já,“ sagði hann glaðlega, „livert tangur og tetur. Allt, nema þetta hérna — því var lilift.“ Og svo tók hann klukkuna fram aftur, alveg eins og hann hefði ekki séð hana fyrr. „En hún getur ekki gengið,“ sagði konan. „Nei, nei, hún getur það ekki. Hún er ónýt, ég veit það. En að öðru leyti er hún alveg eins og hún hefir alltaf verið, hvít með bláum tölustöfum." Og svo sýndi hann klukkuna einu sinni enn. „Og, best af öllu,“ sagði liann hrærður, „er það sem ég hefi ekki sagt ykkur enn- þá. Þið liafið ekki heyrt það besta ennþá. Hugsið þið ykkur, hún hefir liætt að ganga klukkan hálfþrjú. Ná- kvæmlega klukkan hálfþrjú — hugs- ið þið ykkur!“ „Þá hefir heimilið yðar líklega orðið fyrir sprengju klukkan hálf- þrjú,“ sagði maðurinn og skaut spek- ingslega fram neðri vörinni. „Eg hefi svo oft heyrt talað um það. Þegar sprengjurnar springa hætta klukk- urnar að ganga. Það kemur af loft- þrýstingnum.“ Hann lcit á klukkuna sína og liristi höfuðið. „Nei, herra minn, •— nei, yður skjátlast. Það er sprengjunum óviðkomandi. Nei, — klukkan hálf- þrjú, það var allt annað, en það er ekki von að þér vitið það. Það er nefnilega það skritna, að klukk- an skyldi einmitt stansa klukkan hálfþrjú. Og ekki kortér yfir fjögur eða kringum hálf sjö. Hálfþrjú kom ég nefnilega nærri því alltaf heim. Að nóttinni, meina ég. Nærri þvi alltal’ klukkan hálfþrjú. Það er ein- mitt það skrftna.“ Hann leit á fólkið kringum sig en ekkert þeirra leit á bann. Svo kinkaði hann kolli til klukkunnar: „Á þeim tima' nætur var ég auðvitað svangur. Og ég fór alltaf beint inn i eldhúsið. Og þá var klukkan hér um bil alltaf kringum liálfþrjú. Og svo — svo kom nefnilega hún móð- ir mín. Það stóð á sama hversu hljóðlega ég opnaði dyrnar — hún heyrði alltaf til mín. Og þegar ég fór að leita að einhverju að borða í myrkrinu var Ijósið alltaf kveikt. Og þá stóð hún þarna í sloppnum sínum og með rautt sjal. Og ber- fætt. Alltaf berfætt. Þó að hellugólf væri í húsinu. Og hún pírði augun- um þvi að ljósið var svo bjart. Hún var nefnilega nývöknuð. Og þetta var um hánótt. „Svona seint á ferðinni, enn sinu sinni,“ sagði hún svo. Meira sagði hún ekki. Bara þetta: „Svona seint á ferðinni!“ Og svo hitaði bún upp kvöldmatinn minn og horfði á mig meðan ég var að borða. Og svo néri hún saman ijjunum því að hell- urnar voru svo kaldar. Hún setti aldrei upp skó á nóttinni. Og bún sat hjá mér þangað til ég var orð- inn saddur. Og þegar ég var kom- inn upp í herbergið mitt og hafði slökkt ljósið, heyrði ég að hún tók diskinn af borðinu. Svona var það á hverri nóttu. Og oftast nær klukk- an hálfþrjú. Og mér fannst það of- ur eðlilegt að bún gæfi mér mat klukkan hálfþrjú á nóttinni. Þvi að hún gerði það alltaf. Og hún sagði aldrei annað en: Svona seint á ferðinni, enn einu sinni! En það sagði bún á hverri nóttu. Og ég hélt að það mundi aldrei taka enda. Mér fannst það svo sjálfsagt. Það hafi alltaf verið svona.“ Nú varð þögn á bekknum augna- blik. Svo sagði liann blítt: „Og nú?“ Hann leit á hitt fólkið en það var- aðist að líta á hann á móti. Svo sagði hann undurblítt og horfði á klukkuna: „Nú veit ég að þetta var Paradísin. Virkilega Paradisin". Enn varð hljótt á bekknum. Svo spurði konan: „Og fjölskyldan yð- ar?“ Hann brosti feimnislega til henn- ar. „Nú, þér eigið við foreldra mína? Já, þau eru liorfin líka. Allt er horf- ið. Allt, skiljið þér — allt er horf- ið!“ Svo tók hann klukkuna fram aft- ur og hló. „Nú hefi ég þetta hérna. Því var hlíft. Og það besta er að klukkan skyldi hætta að ganga hálf- þrjú. Einmitt hálfþrjú,“ Svo þagði hann. En andlit hans var mjög ellilegt. Og maðurinn sem hjá honum sat horfði á skóna sína. En hann sá þá ekki. Hann var alltaf að hugsa um þetta eina orð: Paradís. VITIW ÞÉR . . . . ? Jivaöun óplum kemur? Til er ræktuð tegund al' valmú- um, sem nefnist ópíumvalmúa og vex hún einkum i Kina, Indlandi, íran og Litlu-Asíu. Opium er þurrk- aður valmúasafi, sem unnin er úr aldini jurtarinnar. Er gerður skurð- ur í aldinið svo að það þornar að innan og safinn siðan skafinn úr og hnoðaður saman í einskonar deig. — Ópíum er læknislyf, sem linað liefir þjáningar fjölda manna, en jafnframt er ópíumnautnin ein af plágum mannkynsins, einkum í aust- urlöndum. Og vestrænar þjóðir verja stórfé til þess að berjast gegn ópíumsnautninni. aö víöa í veröldinni eru klettar, sem líkjast mjög mannsandlitum. Margir liafa séð myndina af Matt- hiasi þjóðskáldi i Almannagjá, og i Þrengslunum i Jökulgili á Land- mannaafrétt er fjöldi af svona and- litum. Þessir tveir karlar sem eru að spjalla saman hér á myndinni, eru hins vegar austan frá Kina, nokkur hundruð kílóinerta frá Pek- ing. Til hæqri: aö i sumum tœkjum eru kiduleg meö kúlum, sem eru minna en 3 mm. i jivermál, en verða aö vera svo jafn stórar aö ekki má skakka meiru en 1 /bOO.OOO úr millimetra? Á myndinni sést áhald, sem notað er til að mæla, hvort stærðin á kúlunum sé nákvæmlega rétt. Leg- urnar eru settar í tilraunavél, sem er í sambandi við málmtrumbu, en magnar núningshljóðið úr legunum og gerir það hundrað sinnum sterk- ara en venjulega. Og þá heyrist undir eins hvort galli er á einhverri kúlunni í legunum. aö margar lilraunir hafu veriö geröar til að smíöa skip, sem ekki velta? Með ýmsum tilfæringum, svo sem gyroskópi, má draga talsvert út velt- ingnum,en séu öldurnar stórar hlýt- ur skipið ávallt að lyftast og siga á víxl, svo að sjóveikt fólk þolir illa hreyfinguna. Á teikningunni sést eimferja, sem þótti gott skip á sinni tið. Ilún gekk yfir Ermarsund, milli Dover og Calais á árunum eftir 1880 og þótti fara mjög vel í sjó. En hún lét illa að stjórn og vildi rekast á önnur skip i höfnunum, svo að um síðir varð að hætta að nota hana. hvaðan ,,kapok“ er komiö? „Kakop“ er notað í stopp i kodda, húsgögn, sundbelti og björgunar- vesti, og er einskonar bómull af kapok-erénu. Þetta tré verður mjög liátt og greinarnar á því eru upp- leitandi og mynda 45 gráða horn við stofninn, svo að það er ekki ólikt trjánum, sem krakkar gera sér til gamans að teikna fyrir jólin. — Hér á myndinni sést litil stúlka frá Java, sem hefir verið að safna kapok.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.