Fálkinn


Fálkinn - 28.10.1949, Blaðsíða 7

Fálkinn - 28.10.1949, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 — Fyrrum þýskt. — „Eagle“ heitir þetta fallega þrímastraða bark- skip, sem einu sinni var þýskt skólaskip.en nú er eign amerísku flotamálastjórnarinnar, er not- ar það sem æfingarsldp handa strandvarnaliðinu. Myndin er tekin í enskri höfn, er skipið var í heimsókn þar nglega. Marion Anderson, hin fræga söngkona gerir lítið að því að taka sér frí, en þó brá út af því nýlega. Hún hefir verið í sumár- fríi í París undanfarið til að safna kröftum undir veturinn. Furðulegt jarðlíkan. — Enska filmdísin Phyllis Calvert gerir sér það til gamans að safna ýmsum hlutum, sem standa i Emir Said Idris el Senussi heit- ir hinn nýi hæstráðandi Araba- ríkisins Cyrenaice, sem m. a. Bretar hafa viðurkennt sem sjálf stætt ríki. Jakib Kaiser heitir ulanríkisráð- herrann í hinni nýju stjórn Vestur-Þýskalands. Undir hann heyra öll „alþýsk“ málefni. Burt úr borgarstyrjöldinni. — Einn af helstu mönnum Kína, fyrrverandi forsætis- og utan- ríkisráðherra E. V. Soong, lýsi ekki á blikuna í Kína núna eftir sigra kommúnista og hefir flúið land og farið til Ameríku. Hér sést hann stíga á land í flug- höfninni í New York. Sir David Kelly sendiherra Breta í Moskva var fyrir nokkru falið að leita hófanna hjá Stalin um að taka þátt í nýjum utanríkis- ráðherrafundi stórveldanna, sem Bandarikin höfðu stungið upp á að kalla saman í New York 22. september, til að koma sér sam- an um friðarsamninga fyrir Austurríki. Var áformað að vara utanrikisráðherrar hinna fjög- urra stórvelda mættu þar. Stalin félls á að senda utanríkisráð- herra sinn á fundinn — Visjin- sky sjálfan — með því skilyrði að Bevin og Dean Acheson rnættu þar sjálfir en sendu ekki varaskeifút fyrir sig. einhverju sambandi við kennslu. Hérna sýnir hún einn af dýr- gripum sínum: hundrað ára gamalt jarðlíkan, sem er hægt að leggja saman og þenja út eins og regnhlíf. Þegar jarðlík- anið er þanið út sjást öll lönd jarðarinnar í fögrum litum — en lögunin er ekki alls staðar nákvæmlega réttl Rétta leiðin. Vitanlega er þægilegt að aka dýrum bifreið- um, en til þess þarf miklar tekjur. Þessi þýski verkfræðing- ur í nýjasta bílnum sínum, seg- ist vera á réttri leið til að finna bíl handa öllum. Bifreiðin á myndinni er ódýr, með diesel- vél (98 rúmcm) og fer 50 km. klukkustund. Neðst til hægri: Uppþot út af götunafni. — í júni stóð til að skira götu eina í París eftir Leclerc hershöfð- ingja, sem frelsaði borgina úr klóm Þjóðverja og nú er látinn. Athöfnin fór líka fram og stjórn aði henni Pierre de Gaulle borg- arstjóri bróðir hins alkunna hershöfðingja. En samtímis þvi sem skírnarathöfnin fór fram hélt hershöfðinginn útifund á næstu grösum til þess að minn- ast þess að níu ár voru liðin frá því að hann stofnaði andstöðu- hreyfingu frjálsra Frakka. Kommúnistar töldu þetta óvirð- ingu við Leclerc og að de Gaulle misbrúkaði nafn hans til fram- dráttar flokki slnum. Efndu þeir því til mólmælasamkomu, sem varð til þess að utanríkis- ráðherrann bauð út 20.000 manna lögregluliði og mörg þús- und mönnum úr öryggisliðinu. — Hér sjást tveir af þessum 20.000 vera að handtaka komm- únista. Ekki fyrir rusl! — Nýjasta tísk- an er sú að bera ekki töskuna sína í hendinni heldur sem bak- poka. Þægilegt er þetta ekki því að í hvert skipti sem fara þarf í töskuna verður fyrst að ná henni af bakinu á sér. En auðvitað vekur „bakpokinn“ at- hygli, og þrifnir borgarar, sem ckki vilja fleygja bréfarusli á götuna, kynni máske að freist- ast til að stinga því ofan í þess- ar labbandi ruslakörfur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.