Fálkinn


Fálkinn - 28.10.1949, Page 14

Fálkinn - 28.10.1949, Page 14
14 FÁLKINN Ensk konungsgröf frn sjöundu ö!4 Þrír háttsettir herforingjar. Urídanfarna datja hafa með- limir Norður-Atlanishafsráðsins setið á ráðstefnu i Washing- ton til l>ess að vinna uð samræmingu á vörnum þátttöku- rikja Atlantshafsbandalagsins. Hér sjást þrír æðstu herfor- ingjar ráðsins, talið frá vinstri: William Morgan Stóra-Bret- landi, Omar Bradley Bandarikjiumm og Paul Ely Frakklandi. Fyrir tíu áruni fannst skij) í jörðu í þeim hluta Englands, seni kunn- astur er undir nafninu East Anglia. Haugurinn var við þorp sem nefnist Sutton Hoo. Fundust í þessum haugi meiri fornleifafjársjóðir en nokkurn- tíma hafa fundist í enskri mold. Rannsókn fornleifanna drógst á langinn vegna striðsins, en það varð bráðlega ljóst, að leifarnar höfðu alþjóðlega þýðingu. Flestir mun- irnir úr liaugnum eru nú komnir á British Museum. Allt í þessari einstöku gröf var með sérstöku sniði, hæði að þvi er snerti stærð og fjölbreytni og svo vegna þess hve sjaldséð ])að var. Skipið sjálft —- en af því var ekki annað eftir en járnboltar og nagl- ar, var meira en 80 feta langt eða helmingi stærra en skip þau af þess- ari gerð, sem fundist Jiafa í Vendli og Valsgerði á Upplöndum i Sví- þjóð, og jafnlangt og stærstu skip, scin notuð voru síðar á víkingaöld. Þetta var opið sjóferðaskip, fyrir 38 ræðara, „klinkubyggt“ með sömu aðferðinni og notuð hefir verið við iiið fræga Nydam-skip á safninu í Kiel. Miðskipa liefir verið liús með bröttu þaki; og þó iangt sé síðan það sligaðist undir þyngd moldar- innar, sem orpið hafði verið yfir, er hægt að gera sér grein fyrir hvernig það hefir litið út. í gröfinni fundust yfir 40 munir úr gulli. Þrettán þcirra voru úr mjög útflúruðum pyngjulás, hinir höfðu verið til skarts á herklæðum konungsins, þar á meðal sverðsbelt- inu. Þessir munir eru gerðir af gull- smið, sein hlýtur að hafa verið eink- ar mikill hagleiksmaður. í pyngjunni voru 40 gullpeningar, sem allir liöfðu verið mótaðir í mynt- sláttum í Rhondalnum eða Norðvest- ur-Frakklandi. Það var heppni að liægt var að ganga úr skugga um þetta, því að það er sönnun fyrir því, að skipið hefir verið grafið niður á árunum 650—’70. Silfurskeið arnar og silfurskálarnar sem þarna voru, hafa líklega verið gerðar í Miklagarði eða Liltu-Asíu. Stærsta silfurfatið er með stimpli býsantiska keisarans Anastasiusar I, sem ujipi var 491—-518 e. Kr. J engri annari gröf hafa fundist fornleifar í líkingu við brýnið mikla eða merkistöngina miklu, úr járni, sem þarna fannst. Þar var og stór hengiskál, sú langmerkilegasta af um 80 slíkum skálum, sem inenn vita um. Eitt af drykkjarhornunum — þau voru sjö alls i gröfinni •— er óvenjulega stórt. Enskir sagnfræðingar og fornfræð ingar eru sammála um, að þetta sé gröf eins konungsins úr Austur- Angliu, og ef talið er að gröfin sé úr heiðnum sið hiýtur það að vera gröf Aethelhere konungs, sem dó árið 655. Margt skrýtið liefir komið á dag- inn í sambandi við þennan fornleifa fund Sutton Hoo. Sérstaka þýð- ingu hefir fundurinn fyrir rannsókn þá á handritakönnun frá 7. og 8 öld, sem rekin liefir verið af miklu kappi og sýnir að saxnesk list í heiðnum sið hefir verið á miklu liærra stigi en nokkurn grunaði. Annað atriði sem fornleifarnar bera með sér er það, að viðskipti hafa verið miklu meiri milli Evrópu og Austurlanda en menn héldu áður —- o'g loks benda fornleifarnar á, að mikil viðskipti liafi verið milli Aust- ur-Englands og takmarkaðs svæðis á austurströnd Svíþjóðar. í fyrsta lagi má nefna það, að Uppland i Sví- þjóð er annar staðurinn í Evrópu, þar sem skijj liafa verið grafin á 7. öld með líku móti og í Sutton Hoo. í öðru lagi eru hjálmarnir sem fundust í haugnum í Sutton Hoo með sömu gerð og inargir, sem fundist iiafa i Svíþjóð en livergi annarsstaðar. Þessir hjálmar eru með járngrind og bronsplötum á, skreyttir myndum og teikningum. Loks eru sverðshjöltin með sér- stakri gerð. Hjölt af þessari tegund, úr skíru gulli og með skrautmynd- um eru upprunalega frá Sviþjóð. Að vísu er ein hjölt af þessari tegund i Nocera Umbra i ítaliu, en þau eru talin komin norðan úr löndum. í gröfinni i'ann Birger Nerman prófessor greinilegar sannanir fyrir sænskum áhrifum, og liann áleit að þetta hiyti að vera „gröf norræns ivöfðingja". Taldi hann sennilegt, að þetta væri gröf ívars við- feðma, hins sænska konungs sem samkvæmt sögunum rikti yfir fimmt- ungi Englands á sjöundu öld. En ekki má reiða sig á þetta. Nöfn og röð konunga í Austur-Angliu og Norðymbralandi á 7. og 8. öld eru kunn af sögunum, og í bókum Beda jirests er þess hvergi getið að nor- rænn konungur hafi verið þar á þessum tima. Prófessor Sune Lund- (jvist liefir sagt að fyrsti maðurinn, sem iét lieygja sig með þessum hætti i skipi i Vendli hljóti að hafa haft síðinn sunnan að og að vopn hans liafi verið þaðan. Það er ekki ó- sennilegt að iiann hafi fengið fyr- irmyndina frá Englandi. En hvað sem því líður þá er til- vera sérstaks viðskiptasambands milli Engilsaxa og Norðurlandabúa, á þeim tíma sem hér er um að ræða. alger nýung fyrir vísindin. Egiis ávaxtadrykkir Tekur Lcopold konungur við völdum á ný? Forsætisráð- he.rra Belgíu, Gaston Eyskens, hefir átt viðræður í Genf við Leopold konung og náð sam- komulaþi um það að þjóðarat- kvæðagreiðsla verði látin fara fram til að skera úr því hvorl konungurinn skuli snúa aftur og taka við völdum í ríki sínu. Hér sést ráðlierrann fyrir fram- an hótel það í Genf er hann gist ir á leið til viðræðna við Leo- pold konung. t'il hæc/ri: Sumarfrí í París. John Garfield og kona hans vörðu sumarleyfi sínu í París. Myndin er tekin af þeim þar. má af þessari mynd hefir sam- komulagið einu sinni verið prýði legt með kvikmyndastjörnunni Shirley Temple og manni henn- ar John Agar, en nú vill hún skilja við hann. Giftingin fór fram árið l'Jáö, en þá var hann undirforingi í flughernum. Þau eiga nú eina litla dóttur.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.