Fálkinn


Fálkinn - 11.11.1949, Síða 5

Fálkinn - 11.11.1949, Síða 5
FÁLKINN 5 corona, coronillo, corao, crown o. s. frv. Á 18. öld var mótuð mynt, sem kölluð var ríksort. Orðið ort þýðir fjórðipartur. Annað heiti var og til sem hét hvíting- ur (í dönsku er enn sagt, að maður eigi ekki „en liviid“). Nafnið kom af litnum á mynt- inni, og tilsvarandi nöfn voru til í þýsku (Witten) og latínu: cilbus. Myntheitið klippingur er auð- skilið. Þessar myntir voru sem sé klipptar sundur með skær- um. Til er á Norðurlöndum mynt- heitið ertog (á sænsku örtug). Það er talið samsett úr orðun- unum ,argenteus“ (rómverskur silfurdenar) og orðinu „vog“. Allir hafa heyrt nefndan skerf ekkjunnar i guðskistuna. Þýska orðið „Scherf“ þýðir brot, og i Norður-Þýskalandi kölluðu mennminnstu myntirnar Selierfe. A Norðurlöndum jafngilti þessi minnsta mynt, sem líka var kölluð obol, hálfum penning. Árið 1643 lét Kristján IV. slá peninga sem kallaðir voru „he- hrear“ og kom nafnið af því að orðið Jehova var mótað á peningana á liebresku. NÚ skal vikið að peningum ýmsra fjarlægari þjóða og er j)á rétt að byrja á þeim fræg- asta. Það er dukatinn. Frá 1284 var sleginn i Feneyjum gull- peningur og á bakhliðinni var þetta letrað: „Sit tibi Christi datus quem tu regis iste du- catus.“ Illaut myntin síðasta orðið í setningunni sem nafn. Orðið gyllini hefir verið notað um margskonar mynt. Uppruna lega var það ekki annað en Jjýðing á latneska myntheitinu aureus, sem var nafn á hin- um rómverska gullpeningi er er var næstur á undan solidus. Latneska orðið aurum þýðir gull. í Ítalíu var svo gullmynt- in kölluð fiorino, í Frakklandi florin. Fyrstu gyllinin, sem voru mótuð i Flórenz eða Firenze, voru sem sé með liljunni úr skj aldarmerki borgarinnar á framhliðinni. Nafnið „gyllini“ hefir þó ekki aðeins verið not- að um gullmynt liefir einn- ig um stóra silfurpeninga, t. d. i Hollandi. 1 Englandi er orðið „florin‘ notað um ákveðna silf- urmynt enn þann dag í dag. Allir þeir sem í æsku hafa hámað í sig sögur Alexanders Dumas munu hafa rekist á myntheitið pistol. Óvíst er livað an j)að nafn er komið. Ýmsir halda að það sé smækkunarorð úr piastra. En nafnið táknaði mynt, sem var tvöfalt stærri en spanskur escudo og 5-dala silfurpeningar voru kallaðir þessu nafni í ýmsum löndum. Nýnefndur escudo var með skjaldarmerki á framhlið. Skjöldur heitir á latínu scutum og þaðan er komið hið spanska nafn escudo, hið franska écu og hið ítalska scudo. Annað algengt spánskt mynt- heiti er dublone. Orðið þýðir ekki annað en tvöfaldur, enda var þessi mynt jafngild tveim- ur pistol. Á 15. öld kemur fram ítölsk mynt, sem nefnist testone. Á framhliðinni var mynd af höfði, en höfuð heitir á latínu „testa“ og skýrir nafnið sig ])á sjálft. Tilsvarandi nöfn eru til í frönsku: teston, og í ensku: testoon eða tester. Á Spáni og Portúgal er til mynt sem heitir real, sem er afbökun úr latneska orðinu „regalis". „Regalis Moncta“ þýðir þvi konungleg mynt. Nú víkur sögunni til Rúss- lands. Allir kannast við heitið rubel eða rúbla, en uppruninn er fáum kunnur. Ef til vill er orðið skylt orðinu „rubitj“, sem þýðir að skera eða höggva. Rúblan var nfl. upprunalega skorin af langri silfursöng og merkt með stimpli. Og orðið kopek. Fyrrum var oft mynd af riddara með lensu mótuð á peningana í Rússlandi. En lensan lieitir á rússnesku „koplejka“ svo að sýnt er livað- an nafnið er runnið. Pólverpjarhafa mynt sem heitir zloly. En zloto þýðir gull eða gyllini. Ensku myntnöfnin eru flest auðskilin en sum þeirra þurfa skýringar við. Penny er sama orðið og i)enningur eða pen- ingur en er táknað með bók- stafnum d (denarus). Guinean, sem var helsta gull- mynt Englendinga frá 1663 til 1816 hlaut nafn sitt af þvi, að gullið sem notað var í þessa peninga kom að miklu leyti frá Guineu, fyrir milligöngu afrík- anska verslunarfélagsins. Með- an á Napóleonsstvrjöldunum stóð kom fram sérstök tegund Frá vinstri: Aureus (frá tíð Nerós), Sol- idus (frá tíð Júlí- ans), Denar (frá lýð- veldistímanum), Dukat (frá Feneyj- um, um 1340) og Florino frá Flor- ens um 1440). af þessum peningum og var köll uð „spaða-guinea“. Nafnið kom af þvi að skjaldarmerkið, sem mótað var á peninginn var svo líkt spaða í laginu. Sterling-nafnitS hafa menn deilt mjög um og ein kenningin um uppruna þess er svoliljóð- andi: Á 13. öld komu ýmsir rnenn úr Austur-Evrópu mikið við myntsláttu Englendinga. Þessir menn voru kallaðir „easterlings“ eða austanvérar, og peningarnir sem þeir notuðu voru kalíaðir easterlins. Þetta orð á svo síðar að liafa orðið að sterling. Þegar hefir verið minnt á nafnið dollar. Tíundi hluti úr dollar er „kallaður dime, og er líka úr silfri. Orðið er dregið af latneska orðinu decime (pars) eða tíundi hluti. Og centið tákn- ar eins og i mörgum öðrum löndum hundraðasta iiluta að- almyntarinnar. KNGIN HÆTTA. Hagfræðingarnir benda á, að hætt sé við að með framhaldandi niann- fjölgun verði matarskortur í heim- inum, þvi að jörðin geti ekki fram- leitt öllu meira af mat en hún gerir nú. 1 því sambandi benda þeir á. að þar sem menningin sé komin á hátt stig sé að jafnaði rekin rán- yrkja svo að liið ræktanlega land gangi úr sér. En einn af ráðunaut- um FAO — matvælastofnun samein- uðu þjóðanna — segir að varla sé hætta á matarleysi fyrst um sinn og í því sambandi bendir hann á, að sjórinn geymi ógrynni matvæla, sem enginn sé farinn að nota séu enn þá. Á iniklu dýpi í sjónum lifi fisk- tegundir, sem enginn veiði nú, en séu ágætar til matar. Segir hann að Japanar hafi verið byrjaðir að rann saka þessa fiskstofna fyrir stríð, og að ó stríðsárunum hafi menn fund- ið með dýptarmæli (bergmáls) ó- grynna stórar fisktorfur. GJÖA VARÐVEITT. Skipið sem Roald Amundsen var á þegar liann fór sjóleiðis milli Atlantshafs og Kyrrahafs fyrir norð- an Kanada á árunum 1903—-’05, hét „Gjöa“. Roald Amundsen gaf San Francisco-borg þetta skip að ferð- inni lokinni, í þakklætisskyni fyrir gestrisni Bandarikjamanna, en í mörg ór lá það í mestu vanhirðu á liöfninni í San Francisco og und- ir skemmdum. Norðmenn þar i borg kvörtuðu undan þessu og nú hefir bæjarstjórnin loksins hafist handa um að varðveita þetta litla skip frá eyðileggingu og útvega því sama stað í Golden Gate Park þar í borg- inni. 100.000 dollara liefir borgar- stjórnin veitt til þess að gera við skipið, og er það miklu liærra verð en það kostaði í upphafi. Brasilíönsk gifting- í Portúgal. Joao prins af Brasilíu giftist nýlega prinsessu að nafni Fatma. líjónavígslan fór fram á óðal- inu „Quinie Dos Anjinho“ í Portúgal, sem er eign greifans af París. Myndin er tekin af hjónunum i vígslulok. Yfir Ermasund. — / sumar hafa fleiri gert tilraunir til að synda yfir Ermasund en nokkurntíma áður, en flestir þeirra hafa gef- ist upp á leiðinni. Einn af þeim fáu sem komist liafa yfir er belgiski maðurinn Ferdnand du Moulin. Hann sést hér fá heitt að drekka frá bátnum sem fylgir honum. RAUSNARLEG SKATTALÆKKUN. Fjármálaráðherrann í Kanada lagði nýlega fyrir sambandsþingið frumvarp um skattalækkun, sem er gerðarlegri en nokkur skattalækkun, sem sögur fara af. Samkvæmt frum- varpinu lækkar tekjuskatturinn nefnilega um 32% og skattskylt tekjulágmarkbreytist þannig að 75.000 framteljendur hverfa af skattskránni. Tekjurýrnun ríkisins af breytingunni er áætluð 323 milljónir dollara. Skyldi ekki marga langa að komast til Kanada þegar þeir heyra þetta?

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.