Fálkinn


Fálkinn - 11.11.1949, Side 6

Fálkinn - 11.11.1949, Side 6
6 FÁLKINN - LITLA SAGAN - Hver silkifiúfan upp af rniMrí TLlANN PÉTUR i Norðurgarði varð -*• þess áskynja af ýmsu, að jólin voru farin að nálgast. Litli bærinn hans uppi í hlíðinni hafði verið þveg- inn endanna á milli og upp í rjáfur, og Matja, konan hans, var að bardúsa frá morgni til kvölds við bakstur, ketsuðu og kertasteypu. Jú, það var að koma jólasvipur á heimilið og Pét- ur naut lífsins á flauels-sófanum við ofninn. Um að gera að geta komið sér þægilega fyrir í veröldinni, hugsaði hann með sér og hann vann aldrei meira en nauðsynlegt var. — Hefirðu liugsað þér að vera iðju- laus í dag líka! Pétur hrökk nokkra þumlunga til á sófanum, þegar hvöss kvenrödd boraðist inn í hlustirnar á lionum. — Hér er ég önnum kafin alla daginn en þú liggur inni, enginn vatnsdropi í bænum og mjaðmahá fönnin i bæjardyrunum og stéttinni. Ef það kemur ekki fjörkippur í boss- ann á þér þá skal verða önnur öld hér i Norðurgarði. Hún reiddi renn- votan gólfklútinn til höggs, en Pétur varð fljótari að skríða undir sófann. —Það liggur ekkert á þessu! Eg skal saga í eldinn á morgun, svo sannar- lega sem ég heiti Pétur, og vatn skaltu fá eins og þú vilt, bæði í bolla og trog og kirnur, og snjórinn skal hverfa af stéttinni, ef þú bara ert ekki með þennan asa. Hann gægðist varlega undan sófanum en skreið til baka upp að þili, þegar hann sá eldinn brenna úr augum Mötju sinnar. — Komdu framundan, letiblóðið! Matja náði taki um öklann á honum og dró liann fram. — Og peninga! Matja hélt áfram lestrinum. Eigum við nokkra peninga hér á heimilinu? Bráðum koma jólin og þú hefir ekki VITIÐ ÞÉR . . . . ? hrært legg né lið til að verða þér úti ufn aura. Hún tók málhvild til að draga andann og þá kom Pétri ráð í hug. — Peninga, vist skaltu fá pen- inga, og það undir eins í dag. Matja hrökk við þegar hún sá hve Pétur varð ákafur, en svo rétti hún úr sér. — Og hvernig? — Hænurnar okkar. Pétur spratt upp og sagðist geta far- ið í kaupstaðinn með hænurnar og ungana og selt þær Olsen kaupmanni. Þau hefðu svo mikið af hænsnum að það sæi ekki högg á vatni, þó að liann seldi eins og tólf. Matja mót- iiiælti freklega. Hænurnar væru lienn- ar eign. Hún hefði keypt þær fyrir sína eigin peninga, og það væri of snemmt að drepa þær. En Pétur skýrði lienni frá að sér hefði dottið heillaráð í hug meðan hann lá á sófanum. Nú skyldu þau græða mikla peninga, en til þess þyrfti liann að fá bæði verð- lausu kjúklingana og svo verðlauna- hænurnar. Og svo ólíklega vildi til að Matja féllst á þetta og Pétur var ekki seinn á sér út í liænsnahúsið og fór að liálshöggva. Svo sló hann saman stóran kassa og raðaði hænunum og kjúklingunum í liann. Lagði smæstu kjúklingana neðst en feitustu hænurnar efst. Og innan skamms var hann kominn af stað með kassann á sleðanum. Hann ók beint heim til Olsens kaup- manns. Fékk tvo sterka menn til að bera kassann inn í eldhús hjá kaup- manninum. Hann vildi gjarnan kaupa. — Hvað viltu fá fyrir .hænurnar þín- ar, Pétur? spurði hann. — Eg verð að fá 5 krónur, ef þér veljið hænurnar úr, en ef ég fæ að velja úr sjálfur skuluð þér fá þær fyrir tvær. Olsen féllst á það. Og nú fór Pét- ur að kafa niður á botn eftir kjúkl- ingunum. Olsen hafði aðeins séð verð- launahænurnar. Nú tíndi Pétur úr allt það, sem hann taldi óseljanlegt og Olsen fékk það. Siðan gæti hann selt Hansen keppinaut hans góðu hæn- urnar. Hann mundi borga vel ef hann frétti hvernig leikið hefði verið á Olsen. En Olsen sá við þessu. — Eg kaupi allan kassann, sagði hann, Nokkrum mínútum seinna var Pét- ur á heimleið á sleðanum. En nú var hann dapur og hræddur. í fimmta sinn tók hann upp budduna en hvernig sem liann taldi gátu ekki orðið nema 30 krónur og 80 aurar í henni. En aftur i sleðanum lá hálfflaska af brennivíni, sem hann hafði keypt handa Mötju. Til vinstri: Kvikmynd um Leclerc. — Á 9 ára afmæli frönsku andstöðu- hreyfingarinnar var sýnd kvik- mgnd um Leclerc hershöfðingja á kvikmyndahúsum t París. Var hann einn af frægustu herfor- ingjum andstöðuhreyfingarinnar en fórst í flugslysi 19 V7. Fyrir utan eitt kvikmyndahúsið hang- ir afarstór mynd af hershöfð- ingjanum og þar er og skrið- dreki hans en hermaður stend- ur vörð og er með gunnfána herdeildarinnar. að enska stórskipið ,,Queen Eliza- beth“ er stœrsta farþegaskip heims- irts? Stærð þessa mikla skips er 83.073 brúttó-registersmálestir, og það hef- ir klefa fyrir 2.314 farþega, nefni- lega 850 á I. farrými, 720 á II. far- rými og 744 í svonefndum „túrista- klassa“. Til samans borga farþeg- arnir þegar hvert rúm er skipað, 050.000 dollara í fargjald milli South ampton og New York, eða um 0 milljón krónur með nýja genginu, og nema fargjöldin á I. farrými talsvert meiru en á liinum farrým- unum til samans. Fyrir lúxus-far- rými verður að borga yfir 4000 krónur á dag. að amerisku vísindamennirnir gigtar lœknirinn Philip S. Hench og efna- fræðingurinn Edw. C. Kendall hafa verið 20 ár að báa til hið ntjja gigt- armeðal Cortisone? Hench komst á sporið um livaða efni þyrfti , i gigtarlyfin, með því að taka eftir því að fólk sem liefir gulu fær ekki liðagigt, og ennfremur að óléttar konur fá hana ekki. Eftir margra ára leit tókst þeim Hench ok Kendall að framleiða hormónalyf sem þeir nefndu Cortisone. Það er afardýrt og sjúklingurinn vcrður að fá það á hverjum degi, því að ann- ars hætta álirifin. — Á myndinni sést amerísk stúlka, grasafræðingur, með blómgaðan strophantuss, en sú jurt vex í Mið-Afríku. Úr fræum hennar fæst efnið, sem notað er í Cortisone. að matarsalt (natrium klorid) er eitt nauðsgnlegasta efni í heimi? Aldrei líður sá dagur að þér fáið ekki salt í næringunni og auk þess er salt notað i stórum stíl til að lialda matvælunum óskemmdum. En þó mikið sé notað af salti í ver- öldinni þarf ekki að kviða þvi að það þrjóti. Til dæmis má nefna að á botni Baskuntsjaksvatns í Rúss- landi eru 4.000 milljón smálestir at salti. Bandarikin framleiða allra landa mest af salti, en næst koma Rússland, England, Þýskaland, Ind- h.nd og Ítalía. Myndin er frá Afríku- stiónd við Miðjarðarhaf, en þar ei salt unnið úr sjó. að stunga hinna stœrri sporðdreka- tegunda i hitabeltinu er banvœn, bæði fgrir menn og skepmtr? Þannig telst til að i Mexico deyi árlega yfir 200 manns af sporðdreka biti, og liefir stjórnin því heitið verðlaunum fyrir að drepa kvikind- in. Árangurin hefir orðið sá, að yfir 100.000 af þessum hættulegu dýrum eru drepin árlega. Hinir niinni tegundir eru ekki eins hættulegar fólki, en skepnur þær, sem lenda í bitklóm þeirra clrepast af eitrinu, sem þær spýta út úr eiturbroddinum í halanum. — Hér er mynd af sporðdreka. Egils ávaxtadrykkir

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.