Fálkinn


Fálkinn - 11.11.1949, Síða 10

Fálkinn - 11.11.1949, Síða 10
10 FÁLKINN VHCi/VV LE/&H&URHIR Indíánasagnir um eðalsteina og fiðrildi. Þegar andinn mikli hafði skapað fjöllin sagði hann: „Börnin mín munu elska slétturnar miklu, skógana djúpu og hafið. En fjöllin eru dimm og drungaleg. Hvernig á ég að fá börnin mín til að láta sér þykja vœnt um þau?“ Andinn mikli hugsaði lengi og loks datt honum í tiug að búa til gimsteina. Suma gerði liann rauða, aðrir urðu bláir, sumir grænir og sumir glitruðu með öllum regnbog- ans litum. „Ef ég fel alla þessa fal- legu steina í klettaskorum og gjót- um þá reyna börnin mín að finna þá og þá fer þeim að þykja vænt um fjöllin,“ hugsaði hann með sér. En þegar allir steinarnir voru full- gerðir og andinn mikli sá live fal- legir þeir voru sagði hann: „Eg ætla ekki að fela ykkur alla. Suma ætla ég að láta liggja á víðavangi í sól- inni, svo að hörnin sem eru svo lítil að þau komast ekki á fjöll, fái að sjá J)á líka.“ a. í sama bili blés sunnanvindurinn. „Góði sunnanvindur,“ sagði andinn mikii, Jiérna er nokkuð fallegt, sem ])ú skalt bera ineð l)ér til sumar- landsins þíns.“ Og allt í einu urðu steinarnir fyrir framan liann lifandi. Þeir lyftu sér á mislitum vængjum og flugu út i sólina en sunnanvind- urinn söng fyrir þá. Svona fæddust fyrstu fiðrildin, segja Indíánarnir. í vængjum þeirra má sjá alla liti gimsteinanna, sem andinn mikli vildi ekki fela fyrir litlu börnunum sínum. Gerfi-gimsteinar Vitið þið að hægt er að búa til gimsteina? Flestir hinna náttúrlegu gimsteina mynduðust um það leyti sem jarðskorpan fór að kólna. Hit- inn hafði verið svo mikill að allar steintegundirnar voru fljótandi. Þeg- ar steinarnir storknuðu urðu sum- ir Jieirra að kristöllum og l)eir fal- legustu af þeim hafa lent í konungs- kórónum. Nú á dögum eru gimsteinar ekki aðeins notaðir til skrauts. Þeir eru ómissandi í ýms verkfæri. í venju- legu úri þurfa t. d. að vera 7 til 23 steinar, örsmáir, í áhöld stórrar fhigvélar þarf um 100 og i herskip yfir 5000 kristalla. í verksmiðjum í Sviss, Þýskalandi, Frakklandi og Englandi er framleitt afarmikið af safírum og rúbínum til verkfæra. Þetta er gert á likan hátt og í náttúrunni forðum daga en gengur miklu fljótar. Alumini- umduft er hitað upp þangað til það verður að fljótandi aluminium- súr- efni og drýpur niður á odd og þar kólnar dropinn og verður að krist- alli. Talnagáta. Hver er fljótastur að finna summ- una af öllum tölunum í strútnum. />ad rr hægt að vökva um of. Skrftlur Nei, það er ekkert að handleggn- am á honum — — það var konan hans, sem fann npp á þessu. TILMÆLI. Svolátandi auglýsing hangir á vegg eins veitingasalsins i Calcutta: „Ef þér verðið endilega að setja öskuna af vindlingnum yðar i te- bollann,þá látið okkur vinsamlegast vita af þvi. Við munum þá færa yður teið yðar i öskubakka." - Jú, þessir hnefaglófar eru mátu- legir mér! Ekillinn sem var dýravinur. iila úti í vetur. Hún var 41 árs en vildi leyna unnustann því hve göm- ul hún væri, og breytti því ártalinu 1908 á skírnarvottorðinu sínu i 1910. Þó að hún stæli ekki nema tveggja ára uppyngingu þá fékk konugarm- urinn refsingu fyrir skjalafölsun fyrir bragðið. ALDUR KONUNNAR. Frú ein í Kaupmannahöfn, sem hafði trúlofast ungum manni, varð COLA VPyKKUR

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.