Fálkinn


Fálkinn - 10.03.1950, Síða 2

Fálkinn - 10.03.1950, Síða 2
2 FÁLKINN Hörmulegt sjóslys Það sló óhug á alla landsmenn við hin geigvænlegu sorgartíðindi, sem spurðust þriðjudagsmorguninn 28. febr. s.l. Tuttugu og sjö menn •— 20 Kínverjar og 7 Bretar — týndu iífinu, er olíuflutningaskipið Clam frá London strandaði við Reykjanes. Nitján var hjargað af björgunar- sveitinni Þorbjörn í Grindavík og var veður orðið nokkuð illt, sjór úfinn og straumur talsverður. Skipti það engum togum, að Clam slitnaði aftan úr dráttarbátnum og rak upp að klettaströndinni við Reykjanes nokkru fyrir sunnan Valahnúk. Akkeri skipsins megnaði ekki að halda þvi og forða strandi. Neyðarkall var sent til Slysavarna- félags íslands, en það liafði liið bráðasta samband við slysavarna- deildina Þorbjörn í Grindavík, vita- vörðinn á Reykjanesi og fleiri aðila. Formaður björgunarsveitarinnar í Grindavík fékk tilkynninguna kl. 0,30 f. li., og kl. 7,10 var lagt af stað hina löngu og torsóttu leið út á Reykjanes á nokkrum vörubifreið- um og jeppum. Ferðin gekk vel fyrstu 5 kílómetrana, enda er sæmi- lega greiðfær vegur út i Staðarhverf- ið, en síðan kemur 8—10 kílómetra leið um apalhraun, mela, sanda og hverasvæði, þótt ruddur vegur eigi að heita, því að síðustu árin hefir lionum ekkert verið haldið við, enda umferð eiígin að heita má. Jeppi fór fyrir leiðangrinum til þess að finna færa lcið vörubifreiðinni með. björgunartækin alla leið á strand- stað, og völdust til þess starfa þeir, er öllum leiðum voru þar kunnug- astir. Á strandstað var komið kl. 8,40, og má sérstaklega róma við- bragðsfiýti og gott skipulag hjá Grindvíkingum við för þessa, svo og snarræði og öryggi við björgun þá er i hönd fór. Clam var strandað um það bil Clum hverfur í brimlöðrinu. Annar siglutoppurinn stendur aðeins upp úr og myndar táknrænan kross yfir dánarreit þeirra 27, sem fórust. — Ljósm.: Jón Tómasson. Mynd þessi er tekin á Flug- valtarhótelinu af skipverjum þeim, sem var bjargað af Clam. Skip- sljórinn er fjórði maður frá vinstri í fremri röð. 1500 metrum sunnan Valahnúks uridir kletabelti nokkru. Hið fyrsta, sem Grindvíkingarnir urðu varir við, þegar til Reykjaness kom, voru tveir skipbrotsmenn, sem Hannés Sigfússon, aðstoðarmaður vitavarðar hafði bjargað úr flæðarmálinu. Sig- urjón Ólafsson, vitavörður, bar einn- ig skipbrotsmann á bakinu. Honum hafði einnig skolað á land. 31 skip- verji hafði farið í björgunarbáta skipsins, en holskefla hafði grand- að báðum bátunum og einum fjórum skolað til lands með lifsiriarki, sum- um talsvert meiddum. Einn þeirra bar að landi undir háum kletti og Frh. á bls. 15. fjórum. skolaði lifandi á land. Þetta er einn mesti mannskaði, sem orðið liefir liér við land um margra ára »skeið. Olíuskipið Clam var 10 þús. tonn og í eigu Anglcsaxon Petroleum Company. Það var- 30 ára gamalt. Skipið hafði komið með olíufarm til Oliuvershmar íslands og Shell h.f. frá Suður-Ameriku, og það urðu örlög þess að biða ófarir við Is- landsstrendur. Fyrsta áfallið, sem það varð fyrir, var strand við Köll- unarklett við Reykjavík. Hafði ver- ið unnið að uppskipun úr því við olíustöðina i Laugarnesi, er ofsarok skall á og sleit skipið upp svo að það rak til lands. Stýri skipsins skemmdist mjög og var dráttarbát- urinn Englishman frá Hull fenginn til að draga skipið til Cardiff. Mánudagskvöldið 27. febr. var sú örlagaríka ferð hafin. Þegar komið var í Reykjanesröst, r, \r V, \r \r \r -wj JJ? ; 'w ® 'i,' ' ff HOOVER j\ r r \r % ' M ■: vs f ■ imjLÍ þvottnvélín \r \r \r nýtur vaxandi vinsælda. / \r 11 f KOSTAR AÐEINS: 'r 'r —rKfli «1 Ivr. 340.00 í erlendum gjaldeyri. ^ \r Kr. 600.00 í útsölu hér. jl \r \r fj|' HÉ£/ líCÍEÍ í m Úlveguð gegn nauðsynlegum leyfum. \r \r \r gpfrJg \ ***** Sýnishorn fyrir liendi. / J\ \r \r \r \r MAGNtS KJABAN £ \r sr Hafnarstræti 5. ^ j\ \r V

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.