Fálkinn


Fálkinn - 10.03.1950, Side 4

Fálkinn - 10.03.1950, Side 4
4 FÁLKIM N Þaut nú vélstjórinn upp stigann og stýrimaðurinn og hásetinn á hælunum á lionum. Einnig kom nú kokkurinn upp þrátt fyrir sinn lasleika. Vélstjórinn hlóð nú byssurnar, og voru þær hafðar til taks ef á þyrfti að halda. Hinir fóru út á dekk. Um kl. 61/2 vorum við komnir að kafbátnum. Eins og fyrr get- ur var hann algjörlega einkenna- laus, en hrátt töldurn við okkur þó vissa um, að hann væri þýsk- ur. Við komum fyrst að bak- borðshlið kafbátsins og liafði hann ca. 40% slagsiðu til sljórn horða. í turni kafhátsins voru nokkrir menn og utan á turnin- um hékk liópur af mönnum. Veifað var með rauðu flaggi af Vélbúturinn Skaftfellingur. Skipstjórinn á v.b. Skaftfelling, Púll Þorbjarnarson. Þegar v.b. Skaftfellingur bjargaði 52 Þjóðverjum úr sökkvandi kafbáti. í byrjun ágústmánaðar 1942 tók ég við skipstjórn á v/b Skaftfellingi. Skipið var hlaðið ísfiski í Vestmannaeyjum, og var ferðinni lieitið til Fleetwood með farminn. Skipshöfnin var 7 menn. Við létum í haf rétt eft- ir miðnætti liinn 19. ágúst. Við höfðum það liagstæðan vind, að liægt var að Iiafa fokkuna uppi, og létti það talsvert undir með vélinni og tók sérstaklega velt- una af bátnum, en talsvei*ður hliðarsjór var. Matsveinninn reyndist sjúkur og urðum við hinir að skiptast á um að elda fyrsta daginn, en allt gekk þetta slysalaust. Þegar fór að líða á kvöldið þann 20. fór veður versnandi og jókst sjórinn. Gekk báturinn nú ekki nema 4%—5 mílu á klukkustund, þótt liðugt væri frekar. Siglt var algerlega ljóslaust. Eg tók við vakt kl. 4 um morguninn hinn 1. Veður- hæðin var þá ca. 6—7 vindstig og mikill sjór. Laust fyrir klukk- an 6 um morguninn þóttist ég sjá einhverja fleytu á sjónum allfjarri framundan á stjórn- borða. Virtist mér fyrst í stað þetta einna líkast því, að þar væri björgunarbátur á seglum á ferð. Taldi ég víst að um skipbrols- menn væri að ræða og beygði þegar í áttina til þeirra. Þetta færðist nú óðum nær og jafn- hliða birti af degi. Þegar klukk an var um það bil eitt kortér yfir sex, bar ég kennsl á, að þarna var kafbátur á ferð ofan- sjávar, en engin einkenni voru sýnileg á honum. Þóttist ég nú vita að um tvennt gæti verið að ræða. Óvinakafbát, sem væri laskaður og gæti ekki kafað, eða þá kafbát frá bandamönn- um. Sendi ég nú háseta, sem var á vakt, út á dekk til að fella fokkuna og draga upp þjóðfánann, en kallaði samtím- is niður í vélarúm til 2. vélstjóra, sem liafði vörð, og sagði honum að vekja frívaktina og segja þeim að koma upp þegar í stað. Fyrstur kom út úr káetunni 1. vélstjóri og ætlaði hann beint inn í vélarúm til að taka við stjórn vélarinnar. Kallaði ég þá til bans og bað hann að koma upp og hlaða byssurnar, því að kafbátur væri að nálgast okkur. Við höfðum 1 vélbyssu sem tók um 100 skot í einu, enn fremur liöfðum við riffil, sem tók 5 skot. Þá er rétt að' geta þess, að ég hafði skammbyssu, en í hana voru engin skot til. turninum. Á framþilfari var stór fallbyssa en rétt fyrir fram- an liana var stórt gat á dekkinu Gatið var óreglulegt og stóðu trjáflísar út í gatið. Virtist okk- ur dekkið eingöngu úr timbri, en ekki að um trjáklætt járn- dekk væri að ræða. Önnur fall- byssa var á afturdekki og dingl- aði hún laus og var sýnilegt, að kafbáturinn var einnig lask- aður að aftan. Eftir að hafa athugað aðstæður kallaði ég yf- ir til kafbátsmanna á ensku, að ég mundi reyna björgun með því að láta bjargfleka reka til þeirra. Var nú bjargflekanum varpað útbyrðis og við liann fest lj4 tommu tó. Þegar flekinn var kominn miðja vegu á milli slitnaði tóið af sjóganginum og sá ég' þá, að björgun mundi ekki lánast á þann hátt. Fór ég nú eins nærri og unnt var og bað þá að vera viðbúna. Sigldi ég nú aftur fyrir kafbátinn og beygði fram með stjórnborðssiðu og nam staðar í ca. 2—3 faðma fjarlægð. 5 kastlínum var kastað frá okkur yfir á kafbátinn og náðu allar, en enginn virtist þora að sleppa sér frá turnin- um til að taka línurnar og dróg- ust þær út af kafbátnum. Þrisv- ar var tilraun þessi gerð en allt kom fyrir elcki, enginn virtist voga sér frá turninum. Kom ég nú enn í fjórða sinn og bað ixienn mína að liafa kastlínurn- ar aðeins til taks, en kasta þeim ekki yfir. Kallaði ég nú yfir og skipaði þeim að lienda sér í sjóinn, en skilja öll vopn eftir. Fyrst i stað virtist enginn ætla að lireyfa sig, en þar kom loks að einn henti sér til sunds og var samstundis lient til lians línu og liann dreginn að Skaft- fellings og innhyrtur. Gekk þetta svo rösklega, að maðurinn lief- ir ekki vörið meira en 1 mínútu í sjónum. Leitað var að vopn- um á honum um leið og hann var tekinn inn. Við þetta virtist kjarkurinn aulcast hjá Þjóð- verjum, því að nú hentu um 40 menn sér í sjóinn samtímis. Fæstir þeirra voru syndir, en kastlínum og bjarghringum var kastað til þeirra og geklc greið- lega að ná þeim inn, en aðgæta verður, að aðeins voru 4 menn frá Skaftfelling við að innbyrða og ekki yfir 3—4 menn af Þjóð- verjum lijálpuðu lil að innbyrða félaga sína. Á öllum var leitað að vopnum og þeir síðan reknir fram undir hvalbalc eða niður í hásetaklefa. Þrátt fyrir það þólt greiðlega gengi að innbyrða hrakti þó G menn af hópnum í hurtu og varð að keyra eftir þeim j>ó nokkurn spöl. Allir voru Þjóðverjarnir í bjargbeltum og flestir í tvennum. Þegar komið var að kafbátnum aftur frá jiví að sækja jiessa sex menn, petlaði sama að endurtaka sig. Þeir voru ragir að henda sér í sjó- inn. Loks höfðum við jió náð Kafbúturinn kemur upp á yfirboðiö. Nokkrir menn komnir upp.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.