Fálkinn


Fálkinn - 10.03.1950, Side 3

Fálkinn - 10.03.1950, Side 3
3 FÁLKINN Þegor hcegt v«r nð gango d ís frá Garðskoga til Ahraness Viðtal við Sigurð í Görðunum 85 ára. Maður þekkir menn, án þess að þekkja þá. MaSur veit ekki nöfn þeirra, en svipir þeirra greipast í hugann og geymast. Maður sér hvern- ig árin færast yfir þá, hvernig göngu lagið breytist, líkaminn svignar, hár- in grána og andlitsdrætirnir dýpka. Og einn morguninn, þegar maður opnar hlaðið sitt sér maður mynd. Iiann er farinn og þar getur að lita æviágrip hans. Um leið hverfur dráttur úr andliti reykvíkskra daga. Þessi maður mætir manni aldrei framar. — Og einhvern veginn er það svo að manni finnst, sem maður liafi misst eittlivað. í áratugi liefi ég einstaka sinnum mætt manni, sem ég man, þekki andlitsdrætti hans, göngulag, allt svipmót hans. Hann er rúmlega mið- aldra maður, lieldur grannur en spengilegur, vörpulegur mjög, and- litið nokkuð stórt, augun róleg, festa í svipnum. Eg hefi ekki mætt honum oft, en þó nokkrum sinnuin og árin liafa ekki hreylt lionum mjög og þó finnst mér, eins og hann hafi, þegar ég sá hann fyrst, verið farinn mjög að fullorðnast, án þess þó að ellimörk - væru mikil á iionum, og breytingin virðist mér sáralítil siðan. Eg vissi ekki nafn þessa manns, heldur ekki stélt hans eða störf fyrr en á laugar- daginn var, er ég liitti hann i stofu eins kunningja míns. Þar fékk ég að vita, að þessi sam- ferðamaður minn, þó að við höfum aldrei heilsast fyrr, var Sigurður Jónsson, Sigurður í Görðunum, skip- stjóri, skútumaður. og sjósó'knari. Við hittumst af tilefni þess, að hann verður 85 ára 11. mars — mér var sagt frá því og örlitlu broti af lífs- ferli lians, og mig langaði að eiga við liann viðtal af þvi tilefni. Sigurður er sonur Jóns Einarsson- ar, útvegsbónda að Skildinganesi, og konu hans Ástu Sigurðardóttur. Jón stundaði fyrst og fremst sjó, en hafði nokkurn landbúnað. Sonur- inn fetaði dyggilega í fótspor föður sins, hann varð útvegsbóndi í orðs- ins fyllstu merkingu, en hafði jafn- framt landbúnað, sótti hey upp í Borgárfjörð og hafði eitt sinn 14 kýr i fjósi. •— Sigurður hóf sjó- mennsku 10 ára gamall. Að vísu brosir liann þegar liann nefnir það, en það er sannleikur, þá byrjaði hann að róa á Skerjafjörð með hrognkelsanet og hann virðist ætla að enda ævi sína með þeirri iðju, því að undanfarin 11 ár hefir hann stundað hrognkelsaveiðar á firðin- um. Eg fullyrti við hann, að nú hefði hann þvi stundað sjóinn í 75 ár, en liann vildi heldur draga úr því. Var auðfundið að honum finnst þetta heldur lítilfjörleg sjómennska, en liann varð samt að játa, að sjó- mennska væri það samt. í 7 ár var hann liáseti, eða svo gott sem, frá 10 ára aldri og til 17 ára, en þá fékk hann skip og gerðist for- maður og svo var hann formaður, og síðan skútuskipstjóri og einnig á kútterum en aldrei fór hann á togara. Þegar hann fékk skip, vorið 1882, reri hann frá Skildinganesi all- ar vertiðir næstu árin, liaust og vor, en framan af vetrarvertíð suður í Garðsjó. Urðu þeir þá að hafa við- legu þar syðra. Sigurði gekk vel formennskan, aflaði vel þessi ár og lenti aldrei i hættu, að því er hann segir. Hann minnist sérstak- lega ársins 1886. Það ár var unnið það heimskuverk að banna með öllu þorskanetalagnir i Garðsjó, en áð- ur gilti sú samþykkt að leggja ekki þorskanet i Garðsjó eða Leirusjó fyrr en 14. mars og hafði sú sam- þykkt verið vel lialdin. Formenn vildu ekki hlita þessum fyrirskip- unum og lögðu eins og áður netum sinum 14. mars eftir sömu reglum sem áður gitur. Var vitað um netin nokkrum sinnum og sást ekki fisk- ur. Var þó vitað að Garðsjórinn var fullur af fiski, enda kom það. í ljós þegar samþykktin var brotin og netin lögð í Garðsjó, þvi að þau voru full af fiski. En daginn eftir að netin liöfðu verið lögð Vvar öllum hinum brotlegu stefnt til Keflavík- ur og næsta dag voru netin flutt á land, en margir Inn-Nesjamenn fóru heim til sin, enda vissu þeir að fiskur var þá genginn hér á miðin. Aðrir urðu eftir og héldu áfram að brjóta reglurnar. En því var svar- að með þvi að skip, mönnuð völd- um mönnum, voru send á miðin til þess að taka netin af bannsvæðinu. Við það koin til átaka og drógu menn netin sinn frá hvorum enda, en er þeir mættust létu þeir hnifinn skipta og hélt hvor sem hann hafði dregið. Næst gerðist það, að þeir, sem brotið höfðu voru dæmdir i sektir. Ýmsir borguðu sektirnar, aðrir ekki, en sátu þær af sér og létu jafnvel einhverjir upphæð, sem samsvaraði sektarfénu, ganga til fá- tækra. — „Þetta var ljóta heimsk- an,“ segir Sigurður og brosir. „Eftir að Bretar fóru að toga í Garðsjón- um var netabannið úr sögunni. Þarna kom fram vanþekking þeirrar aldar, en slíkar vanþekkingarsyndir hefi ég séð fleiri — og sé enn.“ „Um 1886 var komin nokkur hreyfing á þilskipaútgerð, einkum á Seltjarnarnesi, enda var Seltjarnar- nes á þessum tíma forystusveit i út- gerð —• og hafði verið um langan aldur. Eg, réðst á þilskipið „Von- ina“, en það hét áður “Eyvindur." Var þetta fyrsta för min á þilskipi, en ekki sú siðasta. — Nú fór þil- skipaútgerð mjög i vöxt og árið 1887 voru gerð út fjögur þilskip af Seltjarnarnesi. Eitt þessara skipa liét „Agnes“ og hafði Guðmundur Kristjánsson komið með hana frá Kaupmannahöfn og var hann skip- stjóri. Gerðist ég nokkru eftir að skipið hafði hafið veiðar, stýrimað- ur á henni og var það í fyrsta sinn, sem ég varð stýrim^ður á þilskipi. Skipstjóri varð ég á skipinu 1891, en siðan tók ég önn- ur skip. Árið 1898 tók ég mér ferð á hendur til Skotlands í þeim til- gangi að kaupa mér skip og varð það úr. Eg keypti mér kútter og skýrði liann „Svan“. Var hann rúm- ar 80 lestir. Meðeigandi minn var Jón Guðmundsson. Siðar eignuðumst við annað skip, sem liét „Haffari“. Gerðum við út bæði skipin um hrið i félagi, en skiptum siðan með okk- ur, kom „Haffari‘“ í minn hlut, en „Svanur“ í hlut Jóns. Þá skal ég geta þess, að ég keypti ásamt öðr- um vélbát frá Noregi, sem hét „Hrólf ur“. Friðrik Ólafsson var skipstjóri á „Haffara“ næstu fjögur árin. En ég var á ýmsum skipum. Um 1912 var liugur manna mjög farinn að snúast til togaranna og Frh. d bls. Í4. Axel Thorsteinsson rithöfundur varð 55 ára 5. þ. m. Þann 7. þ. m. áttu (10 ára afmœli bræðurnir Guðni Árnason, verslunar- stj. hjá Sláturfél. Suðurt. og Ingvar Árnason bóndi á Bjalla, Landi. — Frú María Jóhannsdóttir, Lauganes- veg 48, varð 70 ára 9. þ. m.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.