Fálkinn


Fálkinn - 09.02.1951, Page 2

Fálkinn - 09.02.1951, Page 2
2 FÁLKINN VÉLAVERKSTÆÐI SIG. SVEINBJÖRNSSON H.F. Skúlatúni 6 - Sími 5753 SMÍÐUM ALLS KONAR VARAHLUTI FYRIR: JARÐÝTUR VÉLSKÓFLUR SKURÐGRÖFUR DRÁTTARVÉLAR. Gerum upp bensín- og dieselmótora. Höfum varahluti fyrir N EW E N G L AN D togvindur, og tökum að oss viðgerðir á þeim. Framl. botnvörpurúllur af öllum stærðum fyrir togbáta. Framl. vélar, hitara og gufukatla fyrir saltfiskþurrkhús. — öll vinna er framkvæmd með fúllkomnustu vélum. — „FRIÐARÞINGIÐ". Ensku yfirvöldin reydust áll- ströng gagnvart „friÖarvinum“ þeim, sem œtluöu aö sækja „frið- arþingiö“ í Sheffield. Flestir voru kommúnistar og stjórnin neitaÖi þeim um vegabréf. En meðal þeirra, sem fengu innfararleyfi var spánski málarinn og surreál- istinn Picasso, og sést hann hér á myndinni, er hann kom til Lon- don, og lögregluþjónar í baksýn. Langflestum var neitaö um land- gönguleyfi, svo að hætta varö viö aö hafa þingiö í Sheffield og var það síðan haldíð í Varsjá. ASNA-FRUMSÝNING. Kvikmyndin um asnann Francis er nú komin til Þýskalands. — Á frumsýningunni í Múnchen tók kvikmyndahúseigandinn upp á því aö byggja rétt fyrir asna fyr- ir utan kvikmyndahúsið, svo aÖ essrekar ættu hægara meö aö koma inn og sjá myndina. Þeir uröu ekki margir asnarnir, sem umsjónarmaöurinn þurfti aö hafa gát á, en hins vegar þurfti hann að hafa gát á mörgum krökkum, sem komu til aö skoöa þá. Og vitan- lega var þetta góö auglýsing fyrir myndina. # HKESSANVl COLA DMKKUK tamr Þjóðleikhúsið: „Flekkaðar hendur“ Þjóðleikhúsið liefir nú hafið sýn- ingar á leikritinu .„Flekkaðar hend- ur“ (Les mains sales) eftir Jean- Poul Sartre og hefir því verð vel tekið. Leikritið, sem er i sjö sýningum, er að efni til ádeila á kommúnism- ann og lýsing á hinni ævarandi baráttu, sem höfundurinn telur, að eigi sér stað á inilli persónuleikans og ábyrgðartilfinningar einstaklingsins. Jean-Poul Sartre er heimspeking- ur og prófessor, sem stendur einna fremst í flokki yngri rithöfunda Frakka. Hann er fæddur árið 1905. Hann hefir ritað ýmislegt heimspeki- legs og sálfræðilegs eðlis og kenn- ingar lians eru kenndar við „exi- stentialisma.“ Meðferð hlutverka er góð og yfir- leitt sviðsetning öll. Mest mæðir á Gunnari Eyjólfssyni (Hugo), Gesti Pálssyni (Hoederer) og Herdísi Þor- valdsdóttur (Jessicu), en einnig nokkuð á Hólmfríði Pálsdóttur (Olgu) Aðrir leikarar eru Valur Gislason (Lúðvik), Jón Sigurbjörnsson(Slick), Ævar Kvaran (Georg), Indriði Waage (prinsinn), Ilaraldur Björns- son (Karsky), Baldvin Halldórsson (Karl) og Klemens Jónsson (Franz). Leikstjóri er Lárus Pálsson, og liefir hann leyst hlutverk sitt vel af hendi. UMFERÐASTANS í RÓM. Það gerðist í Róm á Antoníusar- messu að páfagaukur, api, þrír kan- aríufuglar, sjö múldýr, fjórir asnar, hestur og 157 liundar urðu til þess að stöðva umferðina á Piazza Vitt- orio. Eigendurnir höfðu komið með þessi lnisdýr sin á torgið til þess að láta prestinn lýsa blessun yfir þeim eins og vandi er til á Anton- íusmessu. Presturinn gekk á milli og blessaði dýrin og stökkti á þau vígðu vatni, en þá fór einn hund- urinn að spangóla og vitanlega tóku liinir undir, sömuleiðis páfagauk- arnir og innan skamms tók öll hers- ingin þátt í samsöngnum, svo að ckki heyrðist neitt til prestsins og vitanlega stöðvaðist öll umferð um torgið meðan á þessari skemmtun stóð.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.