Fálkinn


Fálkinn - 09.02.1951, Blaðsíða 4

Fálkinn - 09.02.1951, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Mannerheimsvegurinn — aðalstrœti Iíelsinki. Fremst til hœgri sést á gaflinn á Svenska Teatern. Þar er miðdepill borgarinnar. HELSINKI „HVÍTA BORGIN" varÖ 400 ára í vor. En höfuðborg Finnlands hefir hún ekki verið nema í 138 ár og flest það, sem „setur svip á bæinn“ er ekki eldra en 120 ára. DAGANA 11.—13. júni í sumar hélt höfuðborg Finnlands hátiðlegt fjögra alda afmæli sitt. Það var Gustav Vasa, sem gaf borginni stofnbréf og kaupstaðarréttindi, en þá voru aðeins fimm staðir i Finnlandi sem höfðu kaupstaðarréttindi, og enginn þeirra stór. Höfuðborgin Ábo hafði orðið fyrir stórbruna árið 1545 og nú vildi konungur nota tækifærið til að koma sér upp nýjum kaupstað nær austurlandamærum Finnlands og draga úr áhrifum erlendra kaup- manna austur þar (það voru eink- um Hansastaðamenn), sem eigi að- eins voru öllu ráðandi um verslun- ina heldur seldust og til annarra valda. Hann byggði og flota til þess að halda erlendum kaupmönnum og ránsmönnum, sem lengi höfðu átt sterk vigi i Visby á Gotlandi, i skefjum. Og svo stofnaði hann Helsingfors, sem er hið upprunalega nafn borg- arinnar, því að þá var ekki farið að skrifa finnsku. En eigi stóð sá bær þar sem nú er Helsingfors held- ur nokkru austaii og ofar, við mynni Helsingsár að vestanverðu. Þar hafði risið upp dálítið þorp, sem Forsby hét og stóð neðan við smáfoss eða hávaða í ánni. Og þvi var nýi kaup- staðurinn nefndur Helsingfors. En þó að ýmislegt væri gert til að hlúa að þessum nýja kaupstað, svo sem með þvi að gefa honum réttindi, skipa fólki úr grenndinni að flytja þangað og fá kaupmenn frá Danzig og Hollandi til að setjast þar að, þá gekk honum illa að komast úr kútnum. Þegar Gustav II. Adolf liélt rikisdag í Helsing- fors 1616 var um það rætt að flytja bæinn nær alfaraleið um flóann og loks varð það úr að Helsingfors var flutt í svonefndan Suðurnesodda sem er 5 km. sunnar en liinn upp- runalegi kaupstaður. Hann var sið- ar kallaður „Gamli bærinn“, en þar eru nú engar teljandi menjar eftir um fornan frama, nema grunnur kirkjunnar, sem aðeins mótar fyrir, og legsteinn yfir hollenska kaup- manninn Hans von Sanden. En löngu eftir að bærinn lagðist niður var Gustav Adolf reistur hár bautasteinn á hæð einni í Gamla bænum. Nú tók bærinn smám saman að by.ggjast og Kristina drottning, dótt- ir Gustavs Adolfs gaf honum skjald- armerki: gullinn bát á silfurhvítu hafi og kórónu yfir, silfraða, á blá- um grunni. En Adam var ekki lengi í Paradis því að 1654 brunnu öll beslu húsin til kaldra kola. Siðan rak hvert stríðið annað, svo að flest eyddist af þvi sem gert hafði vcrið, enda var allt byggt úr timbri. Árið 1741 varð enn strið og Rússar herjuðu á Helsingfors, sem var illa búin varnarvirkjum. Sú umsát varð iil þess að hinum sænska yfirmanni stórskotaliðsins, Augustín Elirens- vard tókst að fá konunginn til að leggja fram fé til að setja upp strand virki í Vargskeri, suðaustur af borginni, og er það frægt orðið síðan, undir nafninu Sveaborg, en á finnsku er það kallað Suomen- linna eða Finnaborg. Var nú allt kyrrt i hálfa öld, enda óx bærinn og dafnaði. En 1808 hófst nýr ófriður milli Svía og Finna annars vegar og Rússa hins vegar, sem lauk með því að Finnland varð rússneskt stórfurstadæmi. Rússar tóku Sveaborg og miðbik borgarinn- ar brann til ösku. Alexander I. Rússakeisari setti Finnlandi tiltölu- lega frjálslynda stjórnarskrá og sýndi mikinn vilja á því að vilja hlynna að Helsingfors, sem enn var litill bær og lá auk þess í rústum eftir stríðið. Nú var afráðið að gera alveg nýja skipulagsáætlun fyrir borgina, með tilliti til þess að hún yrði höf- uðborg Finnlands og var Johan Al- brecht Ehrenström falið að koma þessu í framkvæmd. Hann var sænskrar ættar en fæddur i Hels- ingfors. Hinn 27. mars 1812 var Helsingfors gerð að höfuðborg og fimm árum síðar var skipulagsá- ætlunin samþykkt. Vegna þess hve stutt er síðan eru strætin i Hels- ingfors bæði reglulegri og breiðari en í öðrum höfuðborgum Norður- landa. Og það varð hinni nýju höfuð- borg til Iiapps, að það lánaðist að fá duglegan húsameistara til að gera teikningar að stórhýsunum, sem hin nýja höfuðborg þurfti að eignast. Hann hét Carl Ludvig Engel, þýskur að ætt en búsettur i St. Pétursborg cr hann hann var kvaddur til Hels- ingborg til að starfa þar að bygg- ingu höfuðborgarinnar. Það var liann sem setti svip á borgina að minnsta kosti þangað til hinir ágætu húsa- meistarar þessarar aldar fóru að reisa hinar nýju og sérstæðu opin- beru byggingar i Helsingfors. Og hvað gatnaskipun snerti býr borg- in enn að verki J. A. Ehrenströms. Nú ætla ég að biðja lesandann að vcrða mér samferða um helstu um- ferðagötur borgarinnar og líta laus- Forsetahöllin var uppriuialega bástaður riks kaupmanns, en ríkið keypti hann og fól Engel að breyta húsinu og stækka það, svo að það yrði verðugur bústaður handa Rússakeisara er hann kæmi í heimsókn. Þegar Finnland varð sjálfstætt varð höllin forsetabústaður. Sölutorgið og Suðurhöfn. Lengst til vinstri er Ráðhúsið. Til hægri gnæf- ir rússheska kirkjan í Skatudden, sem er nes austur af aðalborginni, og aðskilur Snðurhöfn og Norðurhöfn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.