Fálkinn


Fálkinn - 09.02.1951, Side 5

Fálkinn - 09.02.1951, Side 5
FÁLKINN 5 lega til liægri og vinstri, en ekki megum við staldra lengi á hverjum staö né hnýsast i of margt, þvi að ef svo væri gert þá yrði þetta bók en ckki grein, sem hann er að lesa. Við komum með bifreið frá Ábo og höfum ekið hratt þessa 3 tíma, sem ferðin hefir staðið. Á Jeiðinni skiptast á skógar og akrar, en akr- arnir eru ekki nema lítill hluti móti skógunum. Því að svo er ástatt í Finnlandi, sem er liér um bil þrisv- ar sinnum stærra en ísland, að tæpur tíundi hluti landsins er stöðu- vötn og rúmlega tíundi hluti lands- ins ræktað land. Það sem afgangs er, er að langmestu leyti þakið skógi, þvi að enginn frádráttur verður fyr- ir jöklum eða öræfum. Finnland er allt þakið gróðri ■— jafnvel norður á íshafsströnd er Finnland þakið skógi. Afsakið útúrdúrinn, en hann kem- ur til af því að maður sér svo litið til höfuðborgarinnar fyrr en mað- ur kemur alveg að henni, og það er skóginum að kenna. Bændabýlin með ökrum í kring hverfa smám saman eða verða smærri og smærri, en í staðinn fer riíaður að taka eftir að inni í skóginum þéttast liúsin, sem eru í námunda við höfuðborg- ina sumarbústaðir og ársheimili fólks scm vinnur í borginni. Og áð- ur en maður veit af opnast Manner- heimsvegurinn — lengsta strætið í Helsingfors, sem er mun lengra en neðan úr miðbæ í Reykjavik og upp að Árbæ. Og nú erum við komin til Jlelsingfors. — — — Mannerheimsvegur er cftirt'ektarverður, þvi að hann sýnir hvernig borgin hefir vaxið úr litilli liöfuðborg í stóra. Efst i honum eru engin stórhýsi, þar sem sjálfur borg- arjaðarinn er, síðar koma háreist hús, sem flest eru byggð á árunum sem liðu eftir fyrri heimsstyrjöld- ina, er Finnar fengu að vera í friði um stund. Þetta eru háreist hús, flest 7—8 hæðir og mikil um sig, og maður hefir nóg að gera að horfa út um gluggann á vagnnum, því að þó að allt sé í samræmi með liúsin þá bera þau þó hvert sinn sérlcennileg still. Og áður cn varir nálgast maður miðdepil höfuðborgarinnar. Neðar- lega á Mannerheimsvegi sér maður fyrst hinn mikla turn á Stadion, íþróttavangi Finnlands, þar sem Olympíuleikarnir áttu að lialdast 1940 en verða haldnir 1952 (ef ekki verð- ur nýtt strið, segja Finnar). Eg skal i annarri grein segja lesandanum frá vígbúnaðinum þar, sem þegar er hafinn, en reyna að lialda áfram ferðinni inn Mannerheimsveg og vera fáorður, því að nú er ekki nema lVa km. inn i „Centrum" eða Kcslcus, — en svo heitir það á finnsku. Á hægri liönd sér maður í fjarlæáð liús, sem líkist einna mest kirkju. Það er þjóðminjasafnið, með háum turni, en i byggingunni sjálfri má greina sundurleitan byggingarstíl, sem á að sýna mismunandi viðhorf Finna til þess hvernig eigi að byggja hús. Því að það viðhorf hefir undanfarið breyst á fárra áratuga fresti. Hér á Mannerheimsvegi sér maður margra ungra mcistara verk, en öll eiga þau það skylt, að þau eru í „stóru broti“, og afkvæmi þessara aldar. Þegar innar dregur og maður kem- ur inn undir Stadion, blasir við sjón- um einkennileg bygging. Þak hennar er í hólfgerðum braggastil, eða öllu heldur er það svipað þriðjungi af fim- leikahúsi Háskólans, því að hvolfið á þakinu nær aldrei helmingi af tunnu, eins og braggarnir gerðu. En bygging- in er í stærra broti, þvi að liún er yfir 200 metra löng og að sama skapi breið. Eg átti eftir að kynnast þessu mikla bákni síðar, því að þetta er „Messu- halli“, sem svo heitir á finnsku, eða sýningarhöll kaupstefnunnar, er hófst nokkrum dögum eftir að ég kom til Helsingfors. — En það er best að halda áfram ferðinni inn Manner- lieimsveg. Eftiy örstutta stund kemur maður að áðurnefndu þjóðminjasafni, en steinsnar neðar og á sömu — hægri hönd, er glæsilegasta byggingin í Helsingsfors, að þvi er mér finnst: Ríki'sþinghúsið finnska. Stilhreinasta og svipmesta byggingin, sem ég hefi séð á Norðurlöndum. En ekki tjóar að staldra þar við núna í þessari yfirferð. Eg vona að geta komið þangað inn með samferða- fólk mitt einhvern tíma síðar, í ann- arri grein_En þess skal ég geta strax, að jafnfallegt og mér finnst þinglmsið — bæði að uta nog innan — jafnljótt finnst mér útsýnið úr framhliðar- glugga þess. Þar er enginn Austur- völlur. Stórt torg er að visu fyrir fram- an húsið og fyrir neðan það er Mann- erheimsvegurinn, sem er ekki mjórri en Hringbraut, en fyrir handan hann blasa við óteljandi járnbrautarspor og þar eru á ferli járnhestar, sem ekki éta liey heldur gleypa kol og geispa úr sér gufu. En ekki verður á allt kosið. Iivorki ríkisþingið né aðaljárn- brautarstöðin verða flutt þaðan sein þau standa nú. Annars er það önnur bygging, sem blasir betur við en járn- brautarstöðin, þegar kemur niður að þingliúsinu. Það er póst- og símahúsið, byggð í mjög miklum nýtískústil og þakin utan brenndu, ljósgulu gleri — sem vitanlega er framleitt i Helsing- fors. Byggingin er mjög lítil á breidd- ina, eins og flest hinna nýju stórhýsa i Helsingfors, en að sama skapi ná — skýjaldjúfar á Norðurlandamæli- kvarða. Nú er skammt ófarið inn að „Cent- rum“. Við erum rétt fyrir ofan aðal- járnbrautarstöðina, og nú er Manner- tilsvarandi á finnsku (þar heitir Norð- ur: Pohjole), og gatan að sunnan- verðu „Södra Esplanaden“. Við end- an á Esplanaden er Sölutorgið mikla, sem veit út að „Suðurhöfn“ — eða Etelasamata" (Samata þýðir höfn og etela: suður). Þarna á sölutorginu, sem er krökkt af fólki árdegis til kl. tólf, en siðan manntómt af öðrum en þeim, sem þurfa að ganga yfir torg- ið, standa tvö minnismerki. Annað rétt niður við sjóinn: einsteinungur (obelislc) úr graniti, sem heitir steinn keisaradrottningarinnar, reistur til minja um það, er Nikulás 1. Rússakeis- ari, „stórfursti Finnlands“ kom þang- að 1833 ásamt drottningu sinni. Minn- ismerkið um þann atburð stendur ]iarna enn, en ofa^j á því var gylltur hnöttur ásamt russneska erninum. Kúlan og örninn eru horfin af stein- inum — skotin niður af rúsnneskum kvenhermönnum eftir byltinguna í mars 1917. En stöpullinn stendur enn. Hann er ekkert listaverk, hvorki í nýjum stil eða gömlum. En skammt ofar á torginu stendur listaverk, sem allir verða að sjá, þegar þeir koma til Helsingfors. Það er gosbrunnur einn mikill, með gyðju ó háum stalli, en kringum hana á brunngirðingunni eru sæljón, sem spúa vatni að gyðjunni. Á réttu máli heitir gosbrunnur þessi „Vallgrens Fontan“ oftast kallaður „Havis Amanda“. -----Skammt frá ,Havis Amanda" blasir við, neðst á Norra Esplanaden, forsetabústaðurinn, ein hinna frægu bygginga áðurnefnds Engels. Þarna hafði forðum verið bústaður ríks kaup sýslumanns, en Engel breytti höll- inni og bætti við, til þess að hún gæti orðið höll Rússakeisara þegar hann dvaldist i Helsingfors. Þegar maður stendur á Esplanaden og horfir á forsetahöllina gefur að líta á vinstri hönd byggingu, sem sker talsvert úr. Það stendur þannig á, að þarna til vinstri er höll sænska sendi- ráðsins, stærsti sendilierrabústaður, sem Svíar eiga. Þetta er gömul bygg- ing og stór — t. d. skal ég nefna, að frú Johanson, fyrrum sendiherrafrú Svía i Reykjavík, sagði mér, er ég kom þangað í hádegisverð einn dag- inn er ég var i Helsingfors, að þarna í móttökusölunum, væri liægt að taka á móti 700 manns, án þess að það þyrfti að vera þröngt um þá. f sambandi við komu mína þangað má ég til með að geta þess, að i sendi- sveitarbústað Svíþjóðar talaði ég ís- lensku í fyrsta skipti hér í Finnlandi. Sendiherrahjónin báðu mig um að Frh, á bls. Í4. Háskólinn, sií hliðin sem snýr að Miklatorgi. Til vinstri sést á end- ann á Iláskólabókasafninu, sem er fögnr bggging og með nýjn sniði. lieimsvegur að verða á enda. Við höf- um farið úr vagninum frá Abo beint á móti 9 hæða stórhýsi, sem finnsku samvinnufélögin byrjuðu að byggja 1938, en siðan stöðvaðist framhaldið vegna stríðisins og hefir orðið að fara að reglum hins finnska fjárhagsráðs og hlýta naumum skammti af efni, þó er svo langt komið að flest herbergi i liúsinu eru fullgerð, og húsið sjálft að utan. Hús þetta, sem gengur undir nafninu HOK, þegar það er rétt nefnt, er kallað „Svarta daman“*manna á milli hér i Helsingfors, sem er eitthvað ólika og „spaðadrottningin“ á okkar máli. Nokkrum skrefum neðar blasir við gafl, hringmyndaður í miðju, eins Hotel Kámp er gam alt en aðalgistihús útlendinga, sem koma til Ilelsinki. Neðarlega á mgnd- inni er líkneski þjóð skáldsins J. L. Rnneberg. og kór í Ijótri kirkju, gamalt lnis og með gráum veggjum, sem líta út eins og þeir væru úr Reykjavík, áður en fólki fór að leiðast grái steinsteypu- liturinn, og fann til þess að hann væri eins og rigningarloftið sjálft. En inni í þvi húsi hefi ég síðar verið, og það er jafn vistlegt að innan og það er ljótt að utan. En á meðan ég var að læra að rata um göturnar af eigin ramleik kom ein- mitt þetta hús sér ákaflega vel. Þarna frá Mannerheimsvegi liggur þverbraut til vinstri, sem nefnist „Esplanaden“. Þar er allt skógi vaxið og blóm í miðju, en að norðanverðu við trjá- göngin liggur „Norra Esplanaden" eða v

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.