Fálkinn


Fálkinn - 09.02.1951, Side 6

Fálkinn - 09.02.1951, Side 6
6 FÁLKIN3N Spennandi framhaldssaga. 5. AMOK Eftir Stefan Zweig. „Læki>ir getur ekki ævinlega fundið fullgildar ástæður. Betur sjá augu en auga. feg gæti svo sem ráðfært mig við einhvern starfs- bræðra minna.“ „Eg kæri mig ekkert um starfs- bræður yðar. Eg er að leita til yðar.“ „Hvers vegna að leita til min, má ég spyrja?“ Hún horfði á mig kuldalega. Sið- an sagði hún: „Eg skal segja yður það. Eg kom til yðar af því að þér búið á af- skekktum stað, af því að ég liefi aldrei séð yður, af því að ég veit, að þér eruð góður læknir, og af þvi að . . . .“ Hún hikaði augnablik .... „af því að ég býst við að þér verðið ekki miklu lengur hér á Java, ekki sist ef þér gætuð haft talsverða pen- inga með yður heim.“ Kalt vatn rann mér milli skinns og hörunds. Mig hryllti meira en orð fá lýst við þessu blákalda, pen- ingalega mati á jafnviðkvæmu efni. Engin tár. Engar grátbænir. Hún hafði lagt mig á vogaskálar, reiknað út hvers ég myndi krefjast í pen- ingum og siðan komið til min í fullu trausti þess að ég í einu og öllu myndi fara að hennar vilja. í sannleika sagt vár ég sem steini lostinn, og framkoma hennar særði mig djúpu sári og ég lagði mig all- an fram til að láta sem ekkert væri og tala í sem kuldalegustum og bitr- ustum tón: „Þessa stóru peningaupphæð, sem þér talið um, bjóðið þér mér fyrir ......?“ „.... Fyrir að hjálpa mér núna, og fara síðan tafarlaust frá hollensku Austur-Indíum.“ „Þér vitið náttúrulega, að ég myndi missa eftirlaunin mín?“ „Launin, sem ég býð yður, myndu meira en bæta yður það.“ „Það væri synd að segja að þér töluðuð rósamál, en þó mætti ég máske biðja yður að vera enn opin- skárri. Hvað hefir yður dottið í hug að bjóða mér?“ „Eitt hundrað þúsund gyllini, með ávísun, sem greiðist í Amsterdam." Eg skalf bæði af reiði og undr- un. Hún hafði reiknað dæmið til enda, verðlagt greiðann og bauðst nú til að greiða fyrirfram gegn því skilyrði að ég ryfi samning minn við hollensku nýlendustjórnina. Hún liafði greitt mér, áður en hún sá mig, fyrirfram viss um samþykki mitt. Mér fannst að ég ætti að löðr- unga hana fyrir þessa niðurlægjandi meðhöndlun. En þegar ég stóð upp í reiði minni (hún var líka enn einu sinni staðin upp), og varð litið á þennan fagra kuldalega munn sem ekki gat beðið um greiða, og glampann i stoltum augunum, kom villidýrið fram i mér og ég varð skyndilega gripinn ómótstæðilegri þrá eftir þessari konu. Eg hlýt að liafa komið upp um tiflinningar minar, þvi að hún hnyklaði brýnn- ar eins og þegar betlari er of á- leitinn. Á því augnabliki hötuðum við hvort annað og skynjuðum þá tilfinningu hvort hjá öðru. Hún hataði mig af því að hún þurfti að hafa gagn af mér, og ég hataði liana af því að hún skipaði mér að hjálpa sér i stað þess að grátbæna um það. Á þessari þögulu stundu töluðum við af fullkominni hreinkilni i fyrsta skipti og án þess að segja eitt orð. Hræðilegri hugsun skaut upp i huga mér eins og ég hefði verið bitinn af eitruðum ormi, og ég sagði við hana .... ég sagði við hana ....“ Hann liikaði andartak. Síðan sagði hann: „Eg tala allt of hratt, of liratt til þess að þér getið fylgst með. Fyrst verð ég að gera tilraun að skýra fyrir yður hvernig stóð á þessari brjáluðu hugmynd minni.“ Hann þagnaði. Meira whisky. Röddin var sterkari, þegar hann hóf mál sitt á ný. „Eg er ekki að reyna .^ð afsaka sjálfan mig. En ég kæri mig heldur ekkert um að vera misskilinn af yður. Eg hefi vístaldrei verið það sem kallað er „góður maður". Samt hefi ég, að ég held, ævinlega reynt að ltjálpa þeim, sem til mín liafa leit- að, ef það stóð í mínu valdi. Eina ánægjan, sem mér gat veist á þess- um auðvirðilega stað var sú, að nota reynslu mína og þekkingu til þess að blása veikum vesalingum í brjóst von um að fá heisu á ný og reyna svo af öllum mætti að láta þær vonir rætast. Það var skapandi ánægja, einsog þér vitið. Ófullkomn- um manninum finnst sem verði hann guðlegs eðlis. Mér var yndi að því, þegar komið var til mín með Ijósbrúnan, fallegan Javabúa, sem t. d. haði orðið fyrir höggormsbiti og var með stokkbólginn fót, hljóð- andi af skelfingu og kvíða yfir því, að eina vonin um að halda lífinu væri bundin við að fórna fætinum, — og ég gat oft bjargað bæði lífi og lim. Eg liafði oft lagt á mig margra daga ferðalög inn í frum- skógana til þess að lækna hita- sótt karla og kvenna. Á sjúkrahús- inu hafði það borið við að ég væri beðinn að gera það, sem þessi kona hérna ætlaðist til af mér, — og ég hafði stundum orðið við þeim beiðnum, meira að segja fúslega. En það hafði alltaf verið augljóst, að konan var í sárri neyð, henni varð að forða, hennar beið annað tveggja örvænting eða bráður bani. Það var vissan um neyðina, sem gerði mig fúsan að hjálpa. En þessi kona, — hvernig i ó- sköpunum get ég látið yður skilja mig? Hún rekst inn undir því yfir- skini að hún fari hér fram hjá af hreinni tilviljun. Það var frá fyrstu byrjun alveg óþolandi og reytti mig til sárrar reiði. Hroki hennar hafði vakið i mér mótþróa, en látbragð hennar og fas hafði sömuleiðis vak- ið í mér illan anda, liinn gamla Adam, sem blundar innst inni með hverjum okkar. Hér kemur hún til mín með svip kærulausrar tildur- drósar, reynir að láta, sem henni sé fullkomlega rótt innanbrjósts, þótt um íf eða dauða sé að tefla, alit þetta gerði mig hamslausan. Kona verður auk þess ekki barns- hafandi á því einu saman að leika golf eða þess háttar. Með æsandi nákvæmni dró ég upp fyrir hug- skotssjónum mínum mynd af því, að einmitt þessi ríkiláta kalda og frá- hrindandi kvenvera liefðiþó fyrir í mesta lagi tveim til þrem mánuð- um ekki verið með öllu ástríðulaus, þegar hún hvildi í örmum föður þess ófædda barns, sem liún nú vildi láta mig búa banaráð, — en í aug- um hennar væri ég dautt verkfæri og að því undanskildu ekki meira virði en skarnið undir fótum henn- ar. Þessi hugsun gagntók mig. Mér sýndi hún þóttafulla fyrirlitningu, en ég vildi g'era hana mér undir- gefna af sama karlinannlega ríki- lætinu, ákafanum og' ofsanum og þessi ókunni maður. Það er þetta, sem ég vil láta yður skilja. Aldrei áður hafði ég reynt að nota mér aðstöðu mina sem læknir; sú liugs- un hafði aldrei hvarflað að mér. Gerði ég það núna var það ekki af girnd, ekki af kynferðislegum hvöt- um. Eg fullvissa yður um það. Eg þráði aðeins að brjóta á bak aftur dramb hennar, sanna mér og henni yfirburði míns kyns og staðfesta drottinvald persónuieika mins yfir iiennar. Eg sagði yður, að lirokafullar, að þvi er virðist kuldalegar konur hafa alltaf haft einkennilegt vald yfir mér. Hér við bættust þær sérstöku aðstæður, að í sjö ár hafði ég ekki verið kenndur við hvita konu. Inn- fæddar stúlkur eru feimin, litil grey, sem skjálfa í undirgefinni leiðslu, þegar hvítur karlmaður, „tuan“, sýnir það lítillæti að fá þær til fylgilags við sig. Þær eru fullar auð- mýktar, gefa sig á vald hins hvita manns mótþróalaust, með þjóns- lund, sem rænir nautnina öllum styrkleika. Arabastúlkurnar eru öðru vísi, held ég, og jafnvel lika hinar kínversku og þær á Malakkaskagan- um, en ég liefi aðeins komist í kynni við þessar Javastúlkur. Þér getið þess vegna ef til vill sltilið, hversu þessi kona töfraði mig, drambsöm, grinim og dulúðug, og þó með ávöxt óútslokknaðrar á- stríðu undir belti. Þér getið reynt að gera yður í hugarlund, hver á- hrif liafði koma slíkrar konu inn í dvalarstað manns af mínu tagi, — reglulegrar skepnu, einmana, svelt- andi, úr tengslum við mannlegt samfélag. Þetta segi ég yður allt, einungis til þess að þér skiljið bet- ur það, sem á eftir fer. Þessar hugs- anir þutu í gegnum huga minn, þetta voru hvatirnar, sem bergmál- uðu i rödd minni þegar ég með kæruleysi og kulda sagði: „Eitt hundrað þúsund gyllini? Nei, fyrir það verður þetta ekki gert.“ Hún liorfði á mig, fölnaði lítið eitt. Enginn efi á, að hún fann á sér að neitunin stóð ekki i sam- bandi við peningaupphæðina. Hún sagði ekkert annað en þetta: „Hverrar þóknunar óskið þér þá?“ „Við skulum vera hreinskilin hvort við annað,“ sagði ég. „Eg er ekki kaupmaður. Þér þurfið ekki að líta á mig eins og bláfátæka lyf- salann í „Romeo og Julia“, sem seldi eitur fyrir „verra eitur“, gull. Þér þurfið ekki að búast við að ég geri það, sem þér ætlist til af mér, eins og hver annar verslunar- maður.“ „Þér viljið þá ekki gera þetta?“ „Ekki fyrir peninga." Það varð augnabliksþögn. Kyrrð- in var svo alger, að ég heyrði and- ardrátt hennar. „Hvers krefjist þér þá?“ Eg svaraði með áherslu: „Fyrst og fremst að þér farið að mer sem manni, en ekki sem kaup- manni. Þar eð þér þurfið á hjálp minni að lialda, eigið þér að bera fram þá bæn til mín, mannlegrar veru, að ég hjálpi yður, mannlegri veru, í stað þess að koma i trausti fjármuna yðar, gullsins, „sem er eitri verra mannlegum sálum“. Eg er ekki einungis læknir. Viðtalstim- arnir mínir eru ekki þeir einu, sem ég ræð yfir. Máske þér hafið ein- mitt hitt á mig utan þeirra." Stutt þögn. Hún kípraði saman varirnar og sagði: „Þér mynduð sem sagt gera þetta, ef ég grátbændi yður?“ „Það voru ekki mín orð. Þér er- uð enn að reyna að versla, og vilj- ið ekki fara bónarveginn nema að fá samþykki mitt fyrirfram. Biðjið fyrst. Síðan mun ég veita yður svar.“ „Eg bið ekki um lijálp yðar. Heldur vildi ég deyja.“ Mér sortnaði fyrir augum og ég sagði hörkulega: „Viljið þér ekki biðja, mun ég skipa. Eg held að hér þurfi engin orð. Þér vitið þegar, hvers ég krefst. Þegar þér hafið gefið það, mun ég hjálpa yður.“ Hún einblíndi á mig stutta stund. Síðan (hvernig get ég lýst fyrir yð- ur þeim hryllingi, sem gagntók mig) varð lnin skyndilega alveg slöpp og brast í lilátur. Hún liló með þeirri fyrirlitningu, að ég hvort- tveggja í senn varð að dufti og fylltist brjálsemi. Hláturinn dundi yfir mig með óskiljanlegum ofsa, þessi smánandi, sundurkremjandi hlátur. Og áhrif hans á mig voru slik að ég fann til sárrar löngunar til að auðmýkja mig fyrir henni, kyssa fætur hennar. Krafturinn í fyrir- litningu hennar sló mig sem elding, — og i sama bili sneri hún sér við og gekk á dyr. Ósjálfrátt elti ég hana. Tautaði af- sakanir, grátbað fyrirgefningar, svo andlega niðurbrotinn var ég. Hún sneri sér snökkt við og sagði skip- andi röddu: „Dirfist ekki að veita mér eftirför, eða að reyna að komast éftir, hvcr ég er. Ef þér gerið það, munuð þér iðrast þess.“ í einu vetfangi var liún horfiní“ Enn varð hlé, ný þögn. Síðan hélt liann áfram að tala utan úr myrkr- inu: „Hún hvarf út um dyrnar og ég var sem negldurvið gólfið. For- boð hennar lamaði mig. Eg heyrði hana ganga niður stigann, heyrði útidyrnar lokast, lieyrði allt. Eg

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.