Fálkinn


Fálkinn - 09.02.1951, Blaðsíða 8

Fálkinn - 09.02.1951, Blaðsíða 8
8 FALKINN Konurnar tvær livíldu á bak- inu í sandinum og fylgdu flugi mávanna með augunum. I fjör- unni fyrir ofan þær lágu tvær baðkápur, önnur gúl, hin blá. 1 sjónum nálægt hundrað metra frá ströndinni syntu tveir karlmenn. Öðru hvoru lyftu konurnar höfðinu og gáfu þeim gætur. Frá raddböndum sundmannanna bárust hróp og hlátrar út yfir víkina. „Hvaða bréf er þetta, sem liggur þarna i vasa Eiríks?“ spurði fegurri konan og sveifl- aði hendinni um leið letilega í áttina til bláu kápunnar, sem lá á sandinum. „Eg veit þaið ekki,“ svaraði hin konan kæruleysisjega. „Hefirðu spurt hann eftir þvi?“ „Nei.“ Konurnar lágu þögular um stund. Sólargeislarnir sindruðu á bláum sævarfletinum. Loftið yfir sandfjörunni var mollulegt og lieitt. „Þetta bréf ér frá konu,“ sagði konan sem fyrr hafði talað. Ef það er rétt, að vinátta milli tveggja kvenna byggist á þeirri nautn sem það veitir að kvelja og pína náungann, mátti með sanni segja, að þær konur, sem hér áttu hlut að máli væru hinar bestu vinkonur undir sól- inni. Árum sainan höfðu þær rækt vinskap. Þær liittust aldrei án þess að faðmast með hin- um mestu kærleikum, og þær skildu aldrei án þess að faðm- ast og kyssast á ný. En á milli lieilsunar og kveðju lá löng keðja af stórum eða smá- vægilegum meingerðum, dulin tár og faldar liefndarhugsanir. Bændur þessara kvenna, lieið- ursmennirnir Eirikur og And- rés, sem nú syntu kappsund í svölum sævaröldunum, höfðu fyrir löngu komist að þeirri niðurstöðu, að ein ástæðan til þess, að konur þeirra liöfðu ekki fyrir löngu kvalið hvor aðra í hel væri sú, að enginn hefði iengur ánægju af því að pína þann sem þegar væri dauður. „Hvers vegna Iieldurðu að bréfið sé frá kvenmanni?“ spurði Kristín. „Það ihnar,“ svaraði Eva. Kristín hló við. „Já, þá er það sjálfsagt frá konu, og má gjarnan vera það mín vegna. Eiríkur fær svo mörg bréf á hverjum degi. Flest eru það viðskiptabréf og við þeim hlífir liann mér til allrar hamingju. Sum eru þó skemmti legri og þau er liann vanur að lesa fyrir mig.“ „Heldurðu að hann lesi þetta # MISSKILNINGUR ÞÝDD SMÁSAGA bréf fyrir þig líka?“ Rödd Evu var mjúk og ísmeygileg. „Já, sannarlega, ef hann held- ur að ég hafi gaman af því.“ „Hann hefir samt sennilega ekki minnst neitt á það í dag.“ „Nei.“ „Þá heldur hann liklega að þú hafir ekkert gaman af því. Eða--------“ „Eða hvað?“ greip Kristín skarpt fram 1. „Eða hann er að fela það fyr- ir þér, vegna þess — —“ ,Vegna hvers?“ „Vegna þess að liann kærir sig ekkert um að þú fáir nokk- uð að vita um konuna, sem hef- ir skrifað það.“ Kristín leit upp til hálfs og leit á bláu kápuna, þar sem liún lá á livítum sandinum. Horn á gulu umslagi sást upp úr vasanum. „Hamingjan sanna. Hvað ætli sé svo sem merkilegt við bréf- snepilinn þann arna? Eirikur fær bréf svo þúsundum skiptir á hverju ári.“ „En liann er ekki vanur að taka þau með sér niður i bað- fjöruna," sagði Eva. Kristín lagðist út af og teygði úr sér í sandinum. „Hann hefir sennilega fengið það í morgun, þegar þeir And- rés fóru á undan okkur ofan í fjöruna. Hann hefir mætt gamla póstinum á leiðinni og tekið við bréfinu af honum. Auðvit- að er þetta eitthvert ómerkilegt bréf af þvi að hann hefir ekki sagt mér frá því, •— og senni- lega hefir hann alveg gleymt að það er í vasanum á baðkáp- unni.“ Eva rétti letilega út hendina og tók gula bréfið. Hún bar það upp að andlitinu og lét lyktina af ódýru ilmvatni leika i vit- um sínum. Síðan hló hún. „Það hefir ekki komið með póstinum,“ sagði hún með ofur- litlum sigurhreim í röddinni. „Á því eru engin frímerki, enginn póststimpill og ekki einu sinni utanáskript. Sennilega liefir sú, sem skrifaði bréfið fengið Eiríki það sjálf og----------“ „Hættu.“ Kristin var hálfrisin á fætur á ný og óttaslegin augu lienn- ar hvildu á gula umslaginu í hendi Evu. „Leggðu hréfið frá þér, hróp- aði hún. Meinfýsið hros lék um fagr- ar varir Evu. „Þessu hefði ég ekki trúað um Eirik,“ saglði hún og stakk 'bréfinu aftur í vasann á bláu baðkápunni. Ivristín þagði. „Við Eiríkur erum svo liam- ingjusöm,“ sagði hún eftir stund arkorn. „Engin manneskja er þess megnug að skilja okkur, og hréfið þarna er bara þýð- ingarlaus pappirssnepill.“ „Lestu það,“ sagði Eva. Kristín lyfti hendinni frá sand inum og sagði gremjulega. „Eg stelst ekki í bréf Eiriks. Eg er heldur ekkert forvitin,“ hætti hún við hlæjandi litlu seinna. „En það er ég,“ sagði Eva. Ilálflukt augu . hennar hvíldu á bréfinu í vasa bláu baðkápunn- ar, og fingur hennar hreyfðust ósjálfrátt í áttina til þess. „Við skulum lesa það, Krist- in.“ „Nei.“ Snögglega hreyfðist hönd Evu yfir sandinn, greip umslagið og dró út úr því gula pappírsörk. Það mátti lieyra undirstraum af gleði liennar þegar hún las lágt röddu. „Ástin mín. Þú komst ekki í gærkveldi. Eg beið og beið. En ég skil, að þegar þú verður að leyna þessu fyrir konu þinni þá .... Ó þetta er svo erfitt elsku vinur. í nótt svaf ég ekki eina mínútu. Eg lá andvaka og liugsaði um þig, ástin mín, at- lot þín, kossa og------ „Hættu, liættu.“ Kristín var stokkin á fætur og blá augu liennar brunnu af reiði og örvæntingu. Hún réðst á vin- lconu sina, þreif bréfið af henni og stakk því í umslagið. Án þess að mæla orð stalck liún bréfinu aftur í kápuvasann, síðan hné liún niður í sandinn, sorgbitin og þreytuleg á svip. „Bréfið er undirskrifað Elísa- bet. Hver er Elísabet?“ spurði Eva. Kristín þagði. „Eg þekki bara eina Elísabet hér,“ hélt Eva áfram: „Það er snotra dökkhærða stúlkan, sem afgreiðir á barnum á kvöldin.“ Kristín þagði. Tvær lcarlmannsraddir bárust til þeirra með vindinum. „Halló.“ Þegar konurnar lyftu liöfðun- um sáu þær Eirík og Andrés koma lilaupandi upp sandfjör- una. „Nú koma þeir,“ sagði Eva og stalst til þess að líta á vinkonu sína. Svo teygði hún úr sér í mjúkum sandinum og augu henn ar hvörfluðu til hláu haðkáp- unnar. Meðan liún teygði úr limum sínum hló hún, lágum dillandi hlátri, síðan lokaði hún augunum og sagði. „Við Andrés erum svo liam- ingjusöm.“ Karlmennirnir staðnæmdust hlæjandi og masandi hjá kon- unum, sem hvíldu í sandinum. Andrés, hinn liávaxni og ljós- hærði sagði: „Nú förum við aftur heiin í gistihúsið, eða hvað?“ Eiríkur hló og ln isti vatnið af sólbrenndum líkama sínum með snöggum armsveiflum. Svo rétti liann Kristínu liendina. „Rístu á fætur elskan.“ Þvínæst klæddust báðir menn- irnir baðkápum sínum. Andrés bláu kápunni. Eiríkur þeirri gulu. „Heyrðu Andrés,“ sagði Eva. „Þú ferð í Eiriks kápu. Þú átt þá gulu.“ Andrés hló. Vorum við ekki búnir að segja ykkur frá því? Við Eiríkur höfðum kápuskipti í morgun. Honum þykir sú gula fallegri, og kg liefi alltaf öfundað liann af þeirri bláu, — og svo slógum við í skipti.“ Meðan Andrés talaði sáu þær Kristín og Eva að liann lcreisti saman gult umslag í kápuvas- anum. Síðan strauk hann hend- inni með fálmikenndri hreyfingu í gegnum hárið, en rétti síðan Evu handlegginn. Hjónin tvenn leiddust af stað í glóðheitum sandinum. „Veslings Eva,“ liugsaði Krist- ín. En í leynum hugans kenndi liún þó noltkurrar gleði. BANNAÐ í KÍNA. í samsœti erlendra stjórnarerind- reka i London fyrir nokkru, var haldið mikið af ræðum yfir borð- um. Enskur þingmaður sem þar var vék sér að kínverskum sendifull- trúa og spurði hann, hvort það væri til siðs að leyfa margar ræður yfir veisluborðum í Kína. „Já, þetta var plága í gamla daga,“ svaraði Kínverjinn. „En við bönnuðum borðræður algerlega fyrir 1500 ár- um.“ 4» «í*

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.