Fálkinn


Fálkinn - 09.02.1951, Blaðsíða 11

Fálkinn - 09.02.1951, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 Kragi og líningar STJORNULESTUR Eftir Jón Árnason, prentara. Nýtt tungl 6. febr. 1951. ALÞ J ÓÐ A YFIRLIT. Loftmerkin eru yfirgnæfandi í áhrifum. Mikið verður hugsað, rætt og ritað um heimsmálin, en fram- kvæmd minni. Tilfinningar koma og til greina, en megna minna. •—• Satúrn er enn við austursjóndeildar- hring hins íslenska lýðveldis og hef- ir slæmar afstöður. Óánægja og urg- ur meðal almennings í garð ráðenda og háttsettra manna. Mun þingið eiga sinn þátt í þeim afleiðingum. Lundi'inir. ■— Góðbgerðastarfsemi vinnuhæli, spitalar og betrunarhús undir athyglisverðum áhrifum og endurbætur gerðar. Venus, Mars og Júpiter í 1. húsi. Þetta er að ýmsu leyti sterk aðstaða og hefir almenn- ingur mikil áhrif á fjárhagsmálin og atvinnuafstöðuna. Þó má búast við ágreiningi nokkrum og baráttu. — Úran í 5. liúsi. Sprenging gæti orðið i leikhúsi eða skemmtistað. Mörg óvæænt atvik koma til greina. Ágreiningur um fræðslumál. -— Sat- úrn og Neptún i 7. húsi. Ekki lieppi- leg afstaða til utanríkismála. Óvænt atvik koma i ljós. Berlín. — Góðgerðastarfsemi, vinnuhæli, sjúkrahús, fangelsi og þvilíkar stofnanir verða undir at- Iiygli, þvi að Sól, Tungl, Venus, Mars og Júpíter eru í 12. húsi. Saknæm áhrif geta jafnvel gert verulega vart við sig. •— Merkúr í 11. húsi. Um- ræður miklar og óánægja kemur í ljós í þinginu út af fjárhagsmálum og hernaðarmálum. ■— Satúrn og Neptún i 7. húsi. Slæm áhrif á utan- ríkismálin og þá þjónustu og óvænt atvik koma til greina i þeim málum, sem vekja athygli. •— Úran i 4. húsi. Sprcning gæti átt sér stað í opin- berri byggingu, einkum viðvikjandi sjávarútvegi eða landbúnaði. Moskóva. — Sól, Tungl 'og Venus i 11. húsi. — Æðsta ráðið og störf þess munu mjög á dagskrá og vekja athygli. Munu afstöðurnar sæmileg- ar, en þó koma örðugleikar i ljós frá hendi verkamanna og vinnu- þiggjandi. — Merkúr í 7. húsi. Hefir slæmar aðstöður. Stjórnin á í örðugleikum, sem stafa frá ókunn- um aðstæðum, sem koma i Ijós fyr- irvaralaust.— Satúrn og Neptún í 6. liúsi. §læm afstaða fyrir verka- menn og þjóna. Tafir og óvæntir örðugleikar koma í ljós. — Úran i 3. liúsi. Vandkvæði geta komið til greina, sprengingar ög eldur í flutn- ingatækjum,. sem stafa frá liendi verkamanna. Tokyó. — Sól og Tungl i 7. Jiúsi. — Utanrikismálin mjög á dagskrá og þeim veitt almenn athygli. Af- staða fremur góð, en þó munu trufl- anir eiga sér stað frá samgöngum og flutningum. — Plútó í 1. húsi. Slæm afstaða fyrir almenning og misgerðir geta komið i ljós, sem nú eru í myrkrum liulin. — Satúrn og Neptún i 3. húsi. Slæm afstaða fyrir flutninga og ferðalög, póst og síma, fréttir, útkoniu bóka og blaða. Tafir og Jruflanir koma i Ijós í þessum greinum. — Úran i 12. húsi. Spreng- ing og eldur gæti komið upp i sjúkrahúsi, vinnuhæli eða betrun- arhúsi. Washington. — Sól og Tungl í 3. luisi. Samgöngur innanlands ættu að vera sæmilegar, þó geta hindranir og tafir átt sér stað vegna slæmr- ar afstöðu frá Satúrn. — Merkúr í 2. húsi. Þetta er ekki góð afstaða til fjárafla, banka og tekjuöflunar ríkisins. Ágreiningur gæti átt sér stað í meðferð þessara mála og barátta um þau. — Satúrn og Neptún í 10. húsi. Stjórnin á i ýmsum örð- ugleikum og hindranir og ófyrir- séð atvik geta komið í veg fyrir áætlanir liennar. •—• Úran i 7. húsi. Hefir slæm áhrif á gang utanrikis- mála og sprenging gæti átt sér stað í opinberri byggingu eða eldur kom- ið upp af völdum rafmagns. — Plútó i 9. húsi Siglingar og utanrík- isveirslun undir athugaverðum á- hrifum. ÍSLAND. 1. hús. — Nýja Tunglið er í húsi þessu ásamt Merkúr. •— Aðalafstaða þjóðarinnar mun mjög á dagskrá og vekja athygli. Þá er ein afstaða mjög slæm frá Satúrn i 8. húsi. Dauðfall mun hafa slæm áhrif í þessu efni og sjúkleikar gætu átt sér stað. Merkúr hefir sterka að- stöðu og bendir á örðugleika mikla i fjárhagsmálum. Barátta og umræð- ur miklar um þessi efni. 2. hás. — Venus ræður húsi þessu. — Eru ástæðurnar fremur slæmar í fjárhagsmálunum og tekjur munu rýrna, en útgjöld aukast. 3. hús. — Venus ræður húsi þessu. Samgöngur munu sæmilegar. Trufl- anir koma þó til greina frá Mars, sem benda á baráttu og jafnvel verkföll. 4 hús. — Venus ræður liúsi þessu. — Veðurfar ætti að vera sæmilegt og þó fremur milt. 5. hús. —■ Merkúr ræður húsi þessu. — Ágreiningur og blaðaskrif munu koma í Ijós í sambandi við leikhús, leikara og leiklist. Barna- fræðsla mun undir athugaverðum áhrifum. 6. hús. — Merkúr ræður húsi þessu. — Óáran mun nokkur í fólk- inu, óánægja, þjófnaðir og blaða- ummæli koma til greina i sambandi við afstöðu vcrkamanna og þjóna. 7. hús. — Úran er í húsi þessu. — Óvæntir örðugleikar koma i ljós í utanríkismálum og alvarleg við- fangefni koma til greina og undan- brögð eru til staðar í þeim við- skiptum. 8. hús. — Satúrn og Neptún eru í húsi þessu. — Dauðsföll munu með al háttsettra manna og embættis- manna, sem eru utan ábyrgðarem- bætta. .9. hns. — Mars ræður húsi þessu. —Siglingar og viðskipti við aðrar þjóðir ættu að vera undir sæmileg- um áhrifum, en þó er liklegt að árekstrar og urgur komi til greina i þeim efnuin og blaðaummæli verði um þau málefni. 10. hús. — Mars ræður lnisi þessu. -— Stjórnin á í örðugleikum og urg- ur og ágreiningur kemur í ljós um tiltektir hennar. Barátta mun nokk- ur gegn henni. 11. hús. — Júpiter ræður liúsi þessu. — Þingmál æltu að ganga sæmilega, jafnvel þó að þau ekki gangi án ágreinings og baráttu. 12. hús. — Engin pláneta er í húsi þessu. Hefir það þvi minni álirif en ella. Heildarafstaðan sýnir fremur í- haldsöm áhrif og jafnvel tafir. Ritað 29. jan. 1951. prjónar nr. 5. Prjónamynstur: Slétt prjón fram og aftur. Perlumynstrið: 1. 2. og 3. prj. slétt. 4. prj. brugðinn (allar 1.) 5. prj. brugðið (1 sl. 1 br.) (>. prj. brugðinn (allar lykkjur). Kraginn. Fitja upp 180 1. og prjóna 6 prj. slétt. Prjóna 2 prj. slétt, (rétt fram og brugðið til baka). Aðeins 4 fyrstu og 4 síðustu lykkjurnar eru prjón- aðar slétt fram’og aftur (garðaprj.) til þess að mynda kant. Á 3. prj. er aukið þannig út: 1. Útaukningin: Prjóna 7 1. slétt, auka út í 8. 1. * prjóna 3. 1. slétt, auk út í 4 1., endurtak frá * til síðustu 4 1. sem prjónast slétt (223 1.). Prjóna perlumynstrið fyrst frá 4. til 6. prj. og svo allt mynstrið. Þeg- ar búið er að prjóna mynstrið tvisv- ar er aukið þannig út á 1 mynstur- prjón. ■2. útaiikning: Prjóna 8 I. auk út 9 1.* prjóna 4 1., aulc út í 5. 1., end- urtak frá * til síðustu 4. 1. sem eru garðaprjón (26G 1.). Prjóna þar til kornnir eru 5 mynsturbekkir 4 cm. Prjóna svo slétt, eftir 4 fyrstu að 4 síðustu og prjóna 2 1. saman innan við kantinn á rétthverfuprjóninum til þess að fá beygju á hornin. Þeg- ar búnir eru 7 prjónar á þennan hátt cr fellt af. Líningarnar. Fitja upp 90 1.. og prjóna 6 prj. slétt. Prjóna 2 prj., slétt brugðið til baka, aðcins 4 fyrstu og 4 síðustu eru garðaprjón. 3. prjóni cr aukið þannig út. 1. útaukning: Prjóna 7 1. slétt, auk út i 8 1., * prjóna 3 1. auk út i 4. 1. endurtak frá * að 6 siðustu lykkjunum sem prjónast slétt 110 1. Prjóna perlu- mynstrið, fyrst frá 4 til 6 prj. og svo allt mynstrið. Þegar búið er að er að prjóna mynstrið þvisvar er aukið þannig út á 1. mynstur- prjóni: 2. Útaukning: Prjóna 8 1., auk út 9 1. * prjóna 4 1. auk út i 5 1., endurtak frá * að 6 síðustu lykkj- unum (130 1.). Eftir aftur 3 heila mynsturprjóna byrjar 3. útaukning: Prjóna 9 1. auk út i 10 1. * prjóna 5 1. auk út í 6 1., endurtak frá * að siðustu 6 1. sem prjónist slétt (150 1.). Prjóna liar til komnir eru 8 mynsturprjónar (6 cm.). Prjóna svo slétt ncma 4 fyrstu og 4 siðustu 1., sem eru garðaprjón og tak um leið saman 2 1. næst kantinum, fyrst og síðast á slétta prjóninum til þess að mynda beygjuna á hornin. Þeg- ar komnir eru 7 prjónar er fellt af. Mynd b I. kragi. II. Líning. 50 —

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.