Fálkinn


Fálkinn - 09.02.1951, Síða 13

Fálkinn - 09.02.1951, Síða 13
FÁLKINN 13 fundist hann vera neyddur til þess að taka til greina. Johnnie, kvennagullið. Johnnie, hinn ómótstæðilegi. Johnnie, flagarinn. Já, Johnnie hafði verið þorparinn í leik- þætti Janet. Lina fór að gráta. Hún fór nú alltaf að gráta þegar henni varð hugsað til Fredu (auðvirðilega, litla uppskafn- ingsrófan Freda, en hvað hún hlaut að hafa helgið dátt), til Mary Barnard, er hún naum- ast hafði munað eftir að var til, til Olive Red- mire, til sveitastelpnanna — til sinnar eigin þjónustustúlkna! Henni fannst eins og hún hafði sjálf haft með höndum hlutverk mang- arans í hinum viðbjóðslegu saurlífisleikjum Johnnies, með því að trúa blint á hinn ímynd- aða, betri mann hans. Henni fannst hún vera andlega saurguð jafnt sem líkamlega. Hún þvingaði hugann aftur að Ronald. Ætti hún að gerast ástmey hans eða ætti hún ekki? Þess gerðist engin þörf, að brjóta þá miklu spurningu til mergjar fyrstu tvo til þrjá mán- uðina, en Lina hafði undantekningarlaust og stöðugt, áhyggjur af viðfangsefnum sínum löngu áður en þau urðu raunverulega tíma- bær. Þessu úrlausnarefni gerði hún skil á örfá- um mínútum. Hún ætlaði að gerast ástmey Ronalds. Þannig myndi hún geta hefnt sín rækilega á Johnnie. Hún fagnaði yfir þeim möguleika að geta hefnt sín á Johnnie. Því að Johnnie hafði verið álveg sama. Það var það, sem Linu gramdist meira en allt annað. Johnnie hafði haft þessar fráleitu hugmyndir um hana og Mártin Caddis — og honum hafði verið alveg sama. Ástin hlýtur vissulega að vera steindauð þegar eiginmann- inum stendur alveg á sama þó að konan hans hvíli i fangi annars manns. En Johnnie hafði aldrei elskað hana. Hún hafði ekki verið nógu lagleg fyrir hann. En hvað hún haf ði varið ævi sinni illa! En nú ætlaði hún að bætá fyrir það. Hún var nógu lagleg, að því er virtist, fyrir Ronald. Hún ætlaði að gefa Ronald allt. Allt sem hún gat. Allt. Lina, er aldrei fyrr á ævi sinni hafði hugs- að um kynferðismál, sökkti sér niður í hug- renningar, sem myndu hafa skelft hana fyrir mánuði ef slíkt hefði svo mikið sem flögrað að henni þá. Hún sá sjálfa sig, undir blygðunarlausum kringumstæðum, með Ronald. Hún þurfti að vera blygðunarlaus. Hún þráði að gera óhugn- anlega hluti — ótrúlega, óhugnanlega, óskilj- anlega hluti. Og enn þá heitar þráði hún að Johnnie fengi vitneskju um, að hún hefði að- hafst þessa hluti. Ronald hvarf í móðu. Lina flæktist um göt- urnar, fór knæpu af knæpu, gaf sig feimnis- laust á vald karlmannanna. Sérhver kvenmað- ur veltir því stundum fyrir sér hvernig sér myndi reiða af sem vændiskona. Lina hafði sjálf velt þessu fyrir sér, afar varfærnislega. Nú sá hún sjálfa sig sem slíka, ákaflega greini- lega, sem framúrskarandi skæða vændiskonu, sem drottningu vændiskvennanna. — Hvað myndi Johnnie segja um það? Myndi honum þá standa alveg á sama? Hún sneri sér á hina hliðina. Hún myndi aldrei verða vændiskona og aldrei geta orðið það. Sumar konur fæðast skækjur. Hinum verður aldrei breytt í skækjur. Hvers vegna að vera að þreyta hugann á fjarstæðum? Ronald birtist aftur. Lina myndi aldrei verða vændiskona, en hún ætlaði að gerast fyrirtaks ástmey. Það gæti hún orðið. Það þráði hún að verða. Það ætlaði hún að verða. Hún hugsaði um það af miklum áhuga hvort Ronald væri á nokkurn hátt afbrigðilegur í kynferðismálum. Eftir því sem Johnnie sagði, höfðu allir karlmenn afbrigðilegar tilhneigingar, meiri eða minni. Hann hafði af og til reynt að vekja athygli hennar á sínum eigin tilhneigingum hvað þetta snerti, en Lina hafði aldrei viljað þýðast hann í þeim efnum. „Það venjulega er mér nóg,“ sagði hún alltaf. Hún var sérlega fáfróð um þessa hluti. Hún hafði að vísu ekki neinn sérstakan viðbjóð á að slikt skyldi eiga sér stað, en henni geðjað- ist bara einfaldlega ekki að slíkri staðreynd. Hún hafði lesið eina bók eftir Kraft-Ebbing, og fundist hún vera með ólíkindum bæði aula- leg og heimskuleg. Mikinn hluta bókarinnar hafði hún hreint og beint ekki skilið, þar á meðal latnesku setningarnar. Vissulega hafði lesturinn ekki örvað hana til þess að gefa Johnnie færi á að leysa frá skjóðunni um þessa hluti. Allt í einu kom henni það til hugar hvort það hefði verið af þessum sökum að hún missti hann. Af venjulegri hreinskilni varð hýn að viður- kenna, að hún hefði getað verið eftirlátari við Johnnie. Að minnsta kosti hefði hún getað hlustað á hann af skilningi. Og auðvitað hafði henni alltaf verið Ijóst, að karlmennirnir leita til annarra kvenna eftir því, sem þeir verða ekki aðnjótandi, eða veigra sér við að fara fram á, við eiginkonur sínar. Joyce hafði upp- lýst hana um allt þess háttar fyrir mörgum árum. Joyce hafði sagt, mjög eindregið, að það væri í níutíu og níu tilfellum af hundrað, ein- göngu undir konunni sjálfri komið hvort henni tækist að halda hylli eiginmanns síns eða ekki. Sú staðreynd, að Joyce hafði vissulega tek- ist að halda hyili Cecils, varð henni nú enn þá ljósari en áður. Jæja, hún ætlaði ekki að gera sig seka um þá yfirsjón aftur, ef það á annað borð var yfirsjón. Hún vonaði næstum því að Ronald væri ofurlitið afbrigðilegur til þess að sér gæfist kostur á að hafna villu sinni. Henni stóð alveg á sama. Ronald skyldi að minnsta kosti aldrei fá ástæðu til þess að segja að hún væri tepruleg. Hún reyndi að rifja upp fyrir sér það, sem hún hafði lesið í bókinni eftir Kraft-Ebbing, Já, hún skyldi vera langtum eftirlátari við Ronald en hún myndi nokkurn tíma hafa ver- ið við Johnnie. Langtum eftirlátari! Og ein- hvern veginn — einhvern veginn skyldi Johnn- ie fá vitneskju um það, hvað hún virkilega gat verið eftirlát við annan karlmann. Þetta var alveg ákveðið mál. Lina fór að sofa. Daginn eftir boðaði Ronald að hann ætlaði að giftast henni. Snemma um morguninn (alltof snemma, fannst Linu, er var rifin upp af værum blundi til þess að tala við hann í símann) hringdi hann til þess að bjóða henni til hádegisverðar með sér. Lina afþakkaði, dálitið stutt í spuna vegna þess að heitt rúmið freistaði hennar enn. Hann bað hana að hitta sig. Hún neitaði. „Vertu ekki svona hlægilegur, Ronald. Eg get ekki fundið þig á hverjum degi. Við er- um þar að auki boðin út í kvöld.“ „Þú munt finna mig á hverjum degi,“ sagði Ronald. Að lokum lofaði Lina að drekka te með honum í vinnustofu hans, og skoða myndirnar hans um leið. Ronald bjó í smábýlishúsi í West- minster, en hafði leigt sér vinnustofu í Chel- sea. Fyrirmyndir hans vildu láta mála myndir af sér í Chelsea. Lina kom þangað stundvísiega klukkan hálf-fimm. Hún hafði orðið að bíða fullan stundarfjórðung á járnbrautarstöðinni til þess að geta-mætt stundvíslega. Ofurlítill eftirvæntingartitringur fór um hana þegar hún bankaði á dyrnar, sem nafn Ronalds var letrað á. Meiri varð titringurinn, sem um hana fór þegar Ronald opnaði fyrir henni. Því að Ron- ald sóaði ekki tímanum. Hann tók hana um- svifalaust í fang sér og kyssti hana alveg eins og hann hefði ekki beðið eftir neinu öðru all- an daginn. „Ástin mín!“ Hann hélt henni frá sér og horfði á hana. „Þú töfraveran sjálf! Þú hefir gert það!“ Hann hafði samstundis tekið eftir fjöðrinni í hattinum hennar. ,Það gerir allan muninn. Eg sagði þér að þú myndir verða ómötstæði- leg, og það ertu.“ „En sú vitleysa,“ sagði Lina fegin. Ronald hjálpaði henni úr kápunni. Hann vildi líka að hún tæki af sér hattinn, en Lina var undarlega treg til þess. Henni fannst það óviðeigandi. Suðan var næstum því komin upp á katl- inum, og Lina lagaði te. Þau notuðu horn eitt á hásæti fyrirmynd- anna fyrir borð. Lina* gekk um vinnustofuna, með teköku í annarri hendinni og skoðaði myndir Ron- alds. Henni létti við að veita þvi athygli að áhrifin frá nútíma listastefnu voru ekki á- berandi. Ronald málaði ekki fyrirmyndir sin- ar rauðnef jaðar, eins og til þess að gefa rudda- lega í skyn að þær drykkju of marga cock- taila, eða alveg hvirfilslausar og með gríðar- lega miklar mjaðmir. En málverk hans líkt- ust á hinn bóginn heldur ekki ljósmyndum. Enginn ljósmyndari myndi geta verið jafn réttlátur gagnvart viðskiptakonum sínum. Lina varð hrifin. Án nokkurs efa var Ron- ald listamaður. Og hann starfaði. Það var Joyce, er hafði sagt, og lagt mikla áherzlu á orðin: „Og hann starfar.“ „Eg ætla að mála mynd af þér undir eins og ég hefi lokið við þær pantanir, sem liggja fyrir,“ sagði Ronald við hana. „Einmitt eins og þú ert núna.“ „I þessari treyju?“ Hún var klædd grænni ullartreyju með hvítum kraga og afar löng- um, hvítum ermum. Fjöðrin var valin með hliðsjón af treyjunni. „Já, ég ætla að kalla myndina „Græna fjöð- urin.“ En ég er hræddur um að hún muni eyðileggja orðstír minn að fullu og öllu.“ „Þá ættirðu að varast að mála mynd af mér. Af hverju myndi hún eyðileggja orðstír þinn?“ „Vegna þess að ég lifi á hégómagjörnu kvenfólki, sem hefir unun af að gera umheim- inum skiljanlegt, með aðstoð málverkanna, hversu heimskar og lastafullar þær eru. Svo virðist sem ég hafi einhvern hæfileika til þess að endurspegla það í andlistdráttum þeirra.“

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.