Fálkinn


Fálkinn - 09.03.1951, Blaðsíða 3

Fálkinn - 09.03.1951, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 BÍLSTJÓRINN, SEM VARÐ' VARAFORSE^TI. J. W. Barklcy, hinn nýi varafor- seti Bandarikjanna er 71 árs. Fædd- ur i Graves County í Kentucky og sonur tóbaksræktunrmanns, sem var svo fátækur, aS Barkley varð að vinna fyrir sér sjálfur á stúdents- árunum sem bílstjóri og þjónn. Um skeið var hann málaflutningsmað- ur og 18 mánuðum áður en fyrri heimsstyrjöldin hófst var hann kos- inn i öldungadeildina. Varð hann hrátt lielsta máttarstoð demokrata- flokksins og Roosevelts. Hann varð formaður þingdeildarinnar og varð sérstaklega vinsæll í þeirri stöðu. Löngu fyrir árásina á Pearl Harbor varaði Barkley við Hitler og var einn þeirra, sem ákveðnast kröfðust þess að Bandaríkin létu af hlutleys- inu og gengju i lið með Vesturveld- unum, Hann var einn af frömuðum láns- og leigulagamja. Eftir að Tru- man tók við embætti studdi Bark- ley dyggilega flest þau frumvörp, sem liann bar fram. Jafnvœgislistamennirnir tveir, sem vekja geysilega nndrun og aðdáun. Þeir munu vera bestir í sinni grein á Norðurlöndum. Lord og Reeves, leiktráðar sem v'ekja mikla hrifningn með skrípalát- um og töfrabrögðum. Kdbarett sjómdnndddgsrððs Sjómannadagsráð sjómannafélag- anna i Reykjavik og Hafnarfirði sér um hátíðaliöld þau, sem haldin eru hér á sjómannadeginum á ári liverju. Ágóðinn af skemmtunum sjómanna- dagsins rennur í sjóð dvalarheimil- is aldraðra sjómanna, sem i ráði er að koma á fót. Auk þess aflar sjó- mannadagsráð svo tekna til sjóðsins með öðrum skemmtunum o. fl. Nú hefir sjómannadagsráð fengið til landsins allmarga erlenda trúða og fimleikamenn til þess að gcfa Reyk- vikingum og nærsveitamönnum kost á nýstárlegri og góðri skemmtun og •til þess að afla sjóðnum tekna. Val skemmtikrafta hefir tekist með ágætum, og eru ýmis atriðin það besta, sem sést hefir hér á landi á þessu sviði. Munu áhorfend- ur geta lokið upp einum munni um ágæti þessarar skemmtunar. Æski- legt er, að sem flestir gætu séð kabarettsýningu þessa, því að þarna eru á ferðinni fimlcikamenn og trúðar úr hópi hinna bestu á Norð- urlöndum. Af skemmtikröftunum má nefna jafnvægislistamennina tvo, sem gera hinar ótrúlegustu æfingar, enda taldir hinir bestu á Norðurlöndum, flugfimleikamennina þrjá (þar af ein stúlka), sem stökkva djarflega, töframanninn og skopkarlinn (klovn ann), sem skemmta áhorfendum liið besta með skripalátum sínum og brögðum, og linudansarana tvo með apann. Auk þess syngur Haukur Mortens og liljómsveit Kristjáns Kristjánssonar leikur nýjustu dans- lögin. Kynnir er Baldur Georgs með Konna. Það þarf víst ekki að hvetja fólk til þess að fara á kabrettsýningu þessa, því að þegar hefir mikið orð farið af henni um bæinn, svo að vafalaust á eftir að verða húsfyllir í Austurbæjarbíó mörg kvöld ennþá. „Augnabankinn“ bjargaði. — Henrik Both, þrítugur maður frá Johannesburg í Suður-Af- ríku hefir verið blindur í tíu ár, en nú hefir „augnabankinn“ í New York gert hann sjáandi aftur. Hornhimna, tekin úr manni, sem hafði verið dauð- ur í klukkutíma, var sett í aug- að á Botha. Han nsér vel nú, en augun þola ekki sterkt Ijós, svo að hann notar deyfandi gleraugu. Fjórburar. — Frú Cole, sem er 27 ára, eignaðist nýlega fjór- bura á spítala í London. Sést hún hér með dæturnar fjórar, eftir að þær voru teknar úr bómuUarumbúðunum, sem þær voru í fyrsta kastið. Auriol Frakklandsforseti efndi nýlega til dýraveiða í Rabouill- etskóginn við París fyrir alla erlenda sendiherra í borginni. Forsetafrúin tók þátt í veiði- förinni og sést hún hér með byssuna viðbúna. Forsetafrú á veiðum. — V incecnt

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.