Fálkinn


Fálkinn - 09.03.1951, Qupperneq 7

Fálkinn - 09.03.1951, Qupperneq 7
FÁLKINN 7 Övenjulegir félagar. — Oft sjást mijndir af dýrum, sem ætla mætti að ekki kæmi vel saman. Þessi er þó einstök í sinni röð. Þar sjást kötturinn Mitzi og höggormurinn Bubi, sem eru bestu vinir. Myndin er tekin á heimili jþeirra skammt frá Wien. Ráð við húsmaur. — Nýtt ráð hefir fundist til að útrýma hús- maur, sem er liið versta óféti, því að han nnogar fundur tréð í húsunum. Til þess að finna hvar maurinn er að verki er notuð „hlust', sem gerir hljóð 10.000 sterkara en það er, og eftir að fundist hefir lwar maur inn heldur sig er eitri sprautað í tréð til að drepa hann. Hér sést „hlustin“. Herstjóri á vígstöðvunum. - Nýi yfirboðarinn í 8. ameríska liern um í Kóreu, Ridgeway gener- allautinant, er herforngi af nýja skólanum og fylgist með orrust- unum í nálægð. Hér sést hann í hertygjum sínum á vígvellin- um, með liandsprengju hang- pndi um hægri öxl. Hitabyrgi fyrir hunda. — Lækn- ir nokkur í Frankfurt hefir lát- ið gera hitabyrgi fyrir hunda, og byggir það á þeirri reynslu sem fengist hefir af sams kon- ar byrgjum fyrir fólk. — Hér sjást hundar í þessu býrgi lækn- isins, en þar er hægt að breyta hita- og rakastigi loftsins frá því sem það er á hæsta tindi Þýskalands í það sem það er á sólskinsdegi í Sahara-eýðimörk- inni. Til vinstri: Gamall en seigur. — Eimknúin bifreið frá 1873 sást nýlega á ferð um göturnar í París, og vakti skiljanlega mikla athygli. Annars er vagn þessi á safni, en fékk útgönguleyfi til að sýna, að lmnn getur gengið enn, þó orðinn sé liann 78 ára. Tit þess að allt skyldi vera í stíl voru mennirnir sem voru í bílnum klæddir samkvæmt tískunni 1873. Dýrasýning í Madrid. — Skepn- urnar í Madrid eiga sína árs- hátíð. Eru þau blessuð í San Antonskirkjunni og síðan fer fram sýning með verðlaunaveit- ingum. — Luisito Salmeron sést hér á fallegum gæðingi í sýn- ingunni. Hesturinn fékk önnur verðlaun. Óhugnanlegur leikfélagi. — Það eru víst ekki margar telpur, sem vilja hafa skipti á leikfélaga við Pauline litlu hér á myndinni, sem hefir stóra kirkinöðru til að leika sér við. Faðir Paulne á heima í fíarking í Englandi, og hefir þar krókódíla og nöðrur, þar á meðal þrjár kirkinöðrur, sem Pauline leikur sér við eins og brúðurnar sínar. Til hægri: Ungur ljósmyndari. Rahimtoola stjórnarfulltrúi Pakistans í Lon don sést hér vera að leiðbeina ungum landa sínum um tjós- myndun, nefnilega syni forsæt- isráðherrans í Pakistan, sem er aðeins 13 ára og er staddur á fhigvellinum í London ásamt bróður sínum til þess að kveðja föður sinn, sem er að fara heim af bresku alríkisstefnunni. Ljón í útvarpi. — Það er víst ekki oft, sem tjón eiga viðtal í útvarpi, en þetta sirkusljón hefir hlotið þá frægð, og kann- ske tekist alveg eins vel og sum- um manneskjum. Stúlkan sem hjálpar Ijóninu til að urra á réttum stað er Ijónatemjari. Honum skal ekki stolið. — / til- efni af því að krýningarsteinin- um fræga í Westminster Abbey var stolið um jólin hefir lög- reglan afráðið að halda vörð um annan merkan stein, nfl. saxneskan krýningarstein á torg inu í Iíingston-on Thames. Hér sést þessi steinn. Er nú lögregl- an á verði við hann dag og nótt.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.