Fálkinn - 11.05.1951, Blaðsíða 6
6
FÁLKINN
JANET TAMAN
Framhaldssaga eftir Jennifer Ames. 6
Afarspennandi ástarsaga, við-
burðarík og dularfull.
Úrdráttur.
Janet Taman Wood og Jason
Brown hafa kynnst um borð i E/S
Carribean, sem er á leið til Jama-
ica. Janet œtlar að selja fasteign,
sem hún á jiar, svo að hún geti lagt
fro.m fé i liskiwerslun Madame
Ceciles í London og orðið þannig
meðeigandi. Farþegar eru fáir með
skipinu, en Janet hefir þegar
kynnst nokkrum þeirra, m. a. Sir
John Graham, frú Heathson og
Sonju, dóttur hennajr.
Ilann lyfti annarri augnabrún-
inni dálítið og brosti. — Haldið
þér, að ég kœri mig um atvinnu?
•— Hvernig í ósköpunum ætti ég
að vita það? Eg hefi ekki minnstu
hugmynd um, hvað þér gerið, sagði
lnin stamandi.
— Setjum svo, að ég segði yður
að ég gerði ekki neitt.
— Eg mundi ekki trúa því, svar-
aði hún eftir stundarþögn. Eg get
alls ckki ímyndað mér, að maður
eins og þér gangið atvinnulaus nú á
dögum.
— Traust yðar á mér hrærir mig,
kæra Janet. En ég geri nú samt
ekkert eins og stendur. Eg bara bíð.
Hún varð fyrir dálitlum vonbrigð-
um. Sjálf liafði liún alltaf verið met-
orðagjörn, og henni hafði jafnan
fundist það óhugsandi, að hún yrði
hrifin af öðrum en metorðagjörn-
um manni. En liún fyrirgaf honum
allt vegna þess, að hann liafði sagt
kæra Janet.
Samt sem áður var rödd hennar
alllivöss, þegar hún svaraði:
— Ef þér gerið ekki annað en
biða, þá ættuð þér nú að taka til-
boð Sir Johns lil yfirvegunar.
— Þætti yður vænt um, að ég
gerði það? Haldið þér, að það væri
starf fyrir mig að skipuleggja gisti-
húsarekstur?
Hann sagði þetta með alvörutón,
en eigi að síður fannst henni, að
hann væri að henda gaman að sér.
— Eg á við, að þetta væri ágætt
starf, og Sir John hefir greinilega
mikið álit á yður.
— Hafið þér sama álit á mér,
kæra Janet?
Þetta var i annað sinn, sem hann
kailaði hana kœru Janet. Orðið fór
uin líkama hennar sem rafmagns-
straumur, en þó fannst henni enn-
þá, að hann væri að henda gaman
að sér. — Eg veit svo lítið um hæfi-
leika yðar, og auk þess koma þeir
mér ekki við.
Hann hló. — Jú, vitanlega koma
hæfileikar mínir yður við, kæra
Janet. Allt, sem snertir mig, kemur
yður við, vona ég. Og allt, sem snert-
ir yður, kemur mér við — vona ég.
Janet, ég elska þig!
Hann tók hana í faðm sér — —
og hún minntist þess síðar með
blygðun, live fúslega hún hafði svar-
að ástaratlotum lians í sömu mynt.
Hún minntist þess líka hve viss
hann hafði verið um hana. En
það eina, sem skipti máli og hún
skynjaði þessa stundina, var það,
að hún livíldi í örmum lians, og
það hafði liún þráð næstum þvi frá
þvi þau sáust fyrst. Hún fann, að
liún liafði elskað hann frá því augna-
bliki.
— Eg elska þig! livíslaði hún.
— Ástin mín! Og svo kyssti hann
hana. Hún lokaði augunum og lagði
allan ástríðublossa sinn i kossinn,
svo að hún roðnaði, þegar liún hugs-
aði til þess siðar.
Hún minntist þess lika síðar, að
liún hafði endurgoldið kossa hans
án þess að blygðast sín. Og hún
hafði ekki iátið hann sækja á. Hún
tók frumkvæðið næstum því í sín-
ar hendur. Þar var engin iilédrægni.
Augnablikið var of þýðingarmikið
til þess að hætta á, að það gengi
úr greipum, með þvi að halda fast
við gamlar venjur eða fordóma. Þetta
var þýðingarmesti atburður í lifi
hennar ennþá, og i raun og veru sá
eini, sem okkru máli skipti fyrir
líf hennar.
En þegar hann sleppti henni, þá
varð lnin samt undarlega feimin við
hann. Hann hafði verið besti vinur
liennar og þau höfðu verið mikið
saman síðustu dagana, en nú fannst
henni hann vera sér ókunnugur.
Hár og grannur, ókunnur maður
með harðar varir, sem höfðu knús-
að varir hennar, og með grá, djúp-
hugul augu.
— Eg held að ég ætti að fara
niður.
Mundi hann reyna að kyssa hana
aftur? Hana langaði til þess í aðra
röndina, en í hina óskaði hún þess,
að hún gæti sem fyrst komist niður
i klefann sinn og verið þar ein til
þess að geta hugsað um málin í ró
og næði. Hún hafði ekki skilið til
fulls, hvað hafði skeð. En hún vissi
þó, að hún hefði játað honum ást
sína. Þau höfðu játað hvort öðru
ást sína. Það skapaði svo ótrúleg
viðhorf, sem hún hafði ekki gert sér
grein fyrir. Það hlaut að breyta
lífi þeirra óskaplega mikið. Kossar
þeirra höfðu ekki verið þess eðlis,
að þeir væru tjáning snöggs ástar-
blossa og ástriðna eingöngu.
— Ágætt, sagði liann alvarlega.
Svo tók hann hönd hennar og kyssti
létt á liana. — Góða nótt, ástin mín
— og þakka þér fyrir bætti hann við.
HEFÐI hann ekki átt að segja eitt-
livað annað og meira? Ja, hann
mundi gera það daginn eftir. Hann
var greinilega jafn ruglaður og hún
— tilfinningarnar höfðu komist i
uppnám. Hann bauðst ekki til að
fylgja henni niður, heldur stóð hann
kyrr við borðstokkinn og horfði al-
varlegum augum niður i dökkt haf-
ið. Það var angurblitt bros á vör-
um Iians, og hárið gljáði í tungls-
ljósinu. Hún leit einu sinni við,
áður en hún þaut niður stigann ó-
styrk i spori. Hún fékk sting fyrir
hjartað, þegar hún sá liann þannig
tilsýndar. Mundi hann snúa við?
Mundi liann brosa til hennar? En
hann sneri sér ekki við, og brátt
var hún komin niður í ganginn sem
lá að klefa hennar.
Hugur hennar dvaldist allur við
það, sem hafði skeð uppi á þilfari
og augun voru full af tárum. Það
hlýtur að vera ástæðan til þess, að
hún nam staðar við dyrnar á næsta
klefa fyrir framan sinn klcfa. Hún
fálmaði eftir húninum í blindni og
hratt hurðinni upp. Hún heyrði
hálfkæft hróp og deplaði augunum
i snatri til þess að reka tárin á
burt og skýra sjónina. Þá sá hún,
að hún stóð andspænis skammbyssu-
hlaupi.
Hún varð alltof forviða til þess að
geta komið nokkru hljóði upp. Þess
vegna var skammhyssan látin síga.
— Afsakið, sagði maðurinn, sem
hélt á skammbyssunni —- en livaða
erindi eigið þér annars hingað?
Hann var hár og þrekinn með
mikla drætti í andlitinu. Það var
ljótt ör eða skráma á annarri kinn-
inni og nefið var skakkt. Þegar
Janet hafði náð sér eftir fyrstu
hræðsluna, datt lienni i hug, að þetta
værí dularfulli farþeginn, sem aldrei
léti sjá sig. Frú Heathson hafði sagt,
að hann væri i næsta klefa við
Janet.
— Eg er að villast. Eg bý í næsta
klefa. Eg bið yður innilega afsök-
unar;
— Allir geta villst, sagði hann
hranalega, en horfði samt áfram
grunsamlega á hana.
— Eg verð því miður að játa, að
ég sá alls ekki, hvar ég gekk. Eg
var annars hugar. Eg bið yður
innilega afsökunar, sagði hún aftur.
Hún sneri sér við og bjóst til að
fara, en með snöggri hreyfingu
gekk Iiann í veg fyrir hana og varn-
aði henni útgöngu.
— Varðandi þessa skammbyssu,
þá vildi ég helst, að þér minntust
ekki á hana við nokkurn mann.
Eg hefi verið sjúkur og taugaóstyrk-
ur, og þess vegna hefi ég hana
alltaf liggjandi við rúmið mitt. En
ef þér nefnduð þetta við fólkið, —
ja, þá mundi þvi áreiðanlega finn-
ast það kynlegt. Eg mundi verða
yður þakklátur, ef þér minntust
ekki á það. Hann sagði þetta þann-
ig, að hún fann, að hér var ekki
um beiðni að ræða, heldur beinlínis
ógnun. — Það er afleitt að tala of
mikið, sagði hann, — og það getur
stundum verið ákaflega óviturlegt!
— Eg get ekki séð að mér ætti
að vera mikið i muna, að segja frá
þvi. Hún reyndi að tala rólega, en
fann samt, að lnin skalf. Nú lieltók
hana sams konar ótti og nístandi
lirollur og hún varð vör við, þegar
hún fór um borð í skipið i skamm-
degisrökkrinu.
—• Ágælt! Munið, að það borgar
sig ekki að tala of mikið.
Hún gekk til klefa síns, en hroll-
urinn hvarf ekki. Henni stórgramd-
ist þetta, því að hún hafði lielst
ekki viljað hugsa um annað núna
en Jason, ekki skynja annað en orð
hans og koss. Hún læsti dyrunum
og fór að hátta. Tunglsljósið barst
inn í klefann gegnum lcýraugað.
Hún minntist þess, hvernig það
liafði fallið á hár Jasons, og sofn-
aði loks út frá minningunni um orð
hans: — Eg elska þig.
FJÓRÐI KAFLI.
Þegar liún vaknaði um morgun-
inn, lá skipið í höfn i Hamilton á
Bermuda.
Sólin skein inn um gluggann og
var skin hennar miklu bjartara en
liún hafði imyndað sér, að sólskin
gæti verið. Þegar hún minntist þess,
hvernig hún hafði hvílt i faðmi
Jasons, fylltist hjarla liennar ham-
ingju. Hún var ástfangin! Hún var
elskuð! Yeröldin var full af sólskini
og draumum! Þetta var raunveru-
leiki, og það gerði hana dálítið
kviðna i aðra röndina. En jafnvel
þessi kvíði var í eðli sínu unaðsleg-
ur. Hann var ólíkur þeim kvíða,
sem hafði gripið hana, er hún
villtist inn í klefann til liins ókunn-
uga manns.
En hún var staðráðin i að geyma *
þeim atburði. Að vísu hafði hann
beint skammbyssunni að henni, en
það var aðeins vegna þess, að hún
hafði áipast inn i klefann til hans
óbeðin. Auk þess hafði liann skýrt
lienni frá því, að liann væri sjúk-
ur og taugaóstyrkur.
Henni létti við að geta litið þann-
ig á málin, og henni fannst ómögu-
legt að skammbyssan hefði getað
verið hlaðin. Og hún var staðráðin
í því að gleyma þessu alveg. Hún
bafði og margt annað að hugsa um,
meðan hún klæddi sig. Hvernig
mundi Jason verða, þegar þau hitt-
ust. Hann hafði ljóstað svo miklu
upp með orðum sinum — og varir
hans höfðu sagt allt, þegar liann
kyssti hana. Samvistir þeirra gátu
ekki orðið framar á Jgrundvelli
venjulegrar vináttu. Þær hlutu að
vaxa og verða — hvað? Trúlofun?
Iljónaband? Jason liafði ekki minnst
á hjónaband, enda var varla timi
til þess kominn, fannst Janet, þeg-
ar hún var að velja fallegasta kjól-
inn til þess að fara i i land. Hann
hefði komist i uppnám kvöldið áð-
ur eins og hún. Þetta hefði allt ver-
ið svo nýtt fyrir þau bæði.
En hve þetta yrði dásamlegur
dagur! Þau mundu borða morgun-
verð saman og fara í land saman.
Hún mundi gera innkaup, og það
niundi verða dásamlegt að geta
keypt skömmtunarmiðalaust. Hún
hafði sparað mikinn hluta af laun-
um sínum frá því, að hún hafði
ákveðið að fara í þessa ferð, og nú