Fálkinn - 11.05.1951, Blaðsíða 1
16 síður
fslen.skur græðingrar
Þó að hesturinn sé vafalaast ennþá
„þarfasti þjónninn“ víða til sveita
hér á landi, þái dylst engum, að
þáttur hans í íslenskum þjóðarbú-
skap er miklu minni nú en áður
fyrr. Breyttir samgönguhættir hafa
leyst reiðlxestinn af hólmi víða um
land og véltæknin dráltarklárana.
Eigi að síður er hesturinn þjóð-
inni hjarlfólginn — sennilega hjart-
fólgnaslur allra húsdýra, og fjöld-
inn kann ennþá að meta góðan
reiðhest. Svo að nefndar séu nolckr-
ar lölur sem tákn um þátt hestsins
í þjóðarbúskapnum, má geta þess,
að um aldamótin 1800 eru 60 hest-
ar á hverja 100 landsbúa, 62 árið
1855, 55 um aldamótin 1900, 46
1930, 50 1942, en 1949 aðeins 31, þ.
e. a. s. 43.814 lieslar.
Samt sem áður en það ekki fyrr en
á síðustu áratugum 19. aldar, að
farið er að neyta hrossakjöts hér á
landi. I heiðnum sið var hrossakjöt
að vísu veisluréttur við trúarhátíð-
ir, en með kristnitökunni var hrossa
kjötsát bannað.
En nú er viðhorfið breytt, eins og
iyrr segir. Þó verður ekki sagt, að
hrossastofninn sé fyrst og fremst
alinn til neyslu heldur til notkunar
við framleiðslustörf. Dráttarklár-
inn þekkist ennþái, þó að dráttarvél-
ar hafi að mestu leyst hann af
hólmi. Reiðliestar eru allmargir
ennþá, en flestir þó notaðir bæði
til dráltar og reiðar. Kappreiðar,
þar sem gæðingunum er att til
keppni, eru alltiðar og hafa örvað
menn til þess að ala upp reiðhesta.
klvítasunnan hefir jafnan verið
iengd kappreiðum í hugum Reyk-
víkinga, þó að trúarhátíð sé hún
fyrst og fremst. Á annan dag lwíta-
sunnu munu verða kappreiðar í
Gufunesi, og er það Þorgeir Jónsson
bóndi þar, sem gengst fyrir þeim.
Hér birtist mynd af islenskum gæð-
ingi. — Ljósm.: Ólafur K. Magnúss.
1
t
*