Fálkinn - 11.05.1951, Blaðsíða 15
FÁLKINN
15
Flugvél endurheimt. Frh. af bls. 3.
Fálkinn talaði við liann á sunnudags-
kvöldið.
Ekki var neitt viðlit að gera flug-
braut þarna uppi á Bárðarbungu. —
Þess vegna var það ráð tekið, eftir að
flugvélinni liafði verið iyft upp úr
snjóhúsinu, sem verið hafði skýli
hennar í vetur, að láta jarðýturnar
draga hana alla leið vestur af jöklin-
tim, yfir CO km. leið.
Neðan við jökulbrúnina er allbreið
flatlendisdæld frá norðri til suðurs.
Þar var nú tekið til óspilltra málanna
að gera flugbraut. Jarðýturnar jöfn-
uðu „gúlana“ á snjósköflunum og
þjöppuðu síðan saman fönninni og var
brautin, til vonar og vara, gerð á ann-
an kílómetra löng, eða helmingi lengri
en þarf til venjulegs flugtaks véla, af
þeirrigcrð, semhér átti í hlut-Douglas
Dakota. Hreyflar flugvélarinnar fóru
að snúast eftir einn snúning á skrúf-
unni, mælitæki öll í lagi, og það eina
sem þurfti áð gera að vélinni var að
lagfæra sligun nokkra á vængjunum
og spengja skíðin undir vélinni, sem
bilað höfðu.
„Það var nærri þvi eins og vélin
hefði staðið á ágætu skýli allan tim-
ann,“ segir Alfred flugm. Elíasson.
Annars lætur hann mjög lílið yfir
því, að þessi björgun, sem að áliti
sérfróðra manna er einstætt þrekvirki
hafi verið nokkurt afreksverk. Eigin
lega fór allt samkvæmt áætlun, segir
hann. — Við töfðumst að vísu meira
en fjóra sólarhringa vegna byls, sem
var svo mikill að þá var ekki hægt að
gera neitt, en liins vegar notuðum við
hverja góða stund, og spurðum ekk-
ert að þvi hvort vinnudagurinn væri
langur eða skammur. Þetta tókst vel,
cnda liafði áætlun þessa einkennilega
björgunarleiðangurs verið vel undir-
búin.
Fjöldi fólks var viðstaddur á flug-
vellinum er vélin lenti á sunnudaginn,
og allir voru broshýrir á svipinn. Hér
var verið að fagna árangri sérstæð-
asta björgunarleiðangursins, sem gerð
ur liefir verið hér á landi. Og afrek
leiðangursins eru merkileg, vegna
þess, að óvíst er hvort nokkurs stað-
ar í veröldinni hefir slíkt tekist sem
tókst hér.
Allir skulu Hallveigu muna.
Frh. af bls. 2.
veigarstaða. — „Allir skyldu Hallveigu
muna,“ og minnast þess, að hún var
annar aðilinn að fyrstu varanlegri
byggð á íslandi.
Á myndinni, sem hér fylgir sést frú
Bodil Begtrup sendiherra Dana á Is-
landi, vera að kaupa Hallveigarstaða
merki, af frú Arnheiði Jónsdóttur.
Sendiherrann var um margra ára
skeið aðalfrömuður og óþreytandi
starfsmaður hinna dönsku kvenrétt-
indasamtaka, og finnst mikið um það
vert, live íslenskar konur starfa með
mikilli elju að Hallveigarstaðamálinu.
lV/V<V>ViV/V<V/V/
Sýning slökkviliðsins.
Fhr. af bls. 3.
siðan af 3. hæð, sem í þessu húsi er
9 metra frá jörðu, eða álíka og ofan
af þaki á venjulegu 3ja hæða húsi.
Stukku fimm menn á hvorum stað og
tókst prýðilega. Mun óhætt að sögn
fróðra manna, að henda sér ofan í
Oft veldur lítill neisti stóru báli
FARIÐ YARLEGA MEÐ ELDIM
BRUMTRYGGIÐ
I|NNRÉ yðar og aðrar TRYGGJAMLEGAR eigur hjá
CARL D. TULINIUS & Co. H.F.
V ÁTR Y GGIN G ARSKRIFSTOF A
Austurstræti 14
SÍMI 1730 SÍMI 1730
Gliigrgatjalclasteiigiir
Verslunin BRYNJA
SÍMI 4160
fallmottu þessa ofan af þaki hvaða
húss sem er í Reykjavík.
Næsta atriði var að sýnd var gömul
véldæla, er slökkviliðið fékk 1915 og
notuð var er Hótel Reykjavik brann
það ár, og er enn starfhæf. Dældi hún
vatni vel upp fyrir þak hússins. Til
Fi/i/i slökkviliðsmanna stekkur út
um glugga á Iðnskólahúsinu í fall-
mottu slökkviliðsins. - Ljósm. Guðm.
Kr. Iljörnsson.
samanburðar var á sama tíma sýnd
lítil véldæla af nýrri gerð, er hefir
sömu afköst. Benti slökkviliðsstjóri
á hversu handhæg slík dæla væri i
svcitum og á stöðum þar sem engar
slökkvivarnir væru, en vatn fyrir
hendi.
Þá var sýnd björgun með línu, og
sigu þrír menn niður úr sjálfheldu-
stiga úr 15 rnetra hæð. Linur þær
er til þess eru notaðar hafa sérstakan
hemlaútbúnað, og getur maður sá, er
sigur í línunni, sjálfur ráðið hraðan-
um og jafnvei stöðvað sig á lciðinni ef
þörf krefur. Jón Oddgeir Jónsson tók
það sérstaklega fram að linur þessar
væru ávallt til hjá Slysavarnafélaginu
og ættu þær alls staðar að vera við
hendina á efri liæðum liúsa.
Var síðan gefið merki til slökkvi-
stöðvarinnar og komu þá tvær dælu-
bifreiðar brunandi á staðinn og hafði
hvor þeirra meðferðis kraftmikla dælu
aftan á. Voru nú allar dælur, sem
á staðnum voru, settar við Tjarnar-
bakkann og dældu samtímis vatni úr
18 stútum. Undruðust menn liversu
fljótt gekk að koma dælunum fyrir
og ná vatni í gegnum þær. Var það
lignarleg sjón, er fimm kraftmiklar
dælur þeyttu 7 tonnum af vatni á
hverri mínútu í loft upp og mynduðu
bunurnar allar regnbogans liti í sói-
skininu. Var ein slangan tengd við
stút efst á sjálfheldustiga stöðvarinn-
ar og gnæfði þar vatnsbunan við him-
in.
Tekið var fram að ekki hefði slökkvi
liðið komið með öll sín tæki á stað-
inn, vegna öryggis bæjarins. Var skil-
in eftir háþrýsti-dælibifreið og tvær
kraftmiklar dælur, og enn á stöðin
i fórum sinum gamlan 15 metra sjálf-
heldustiga. Þess var einnig getið að
á Reykjavíkurflugvelli væru þrjár
slökkvibifreiðar og tvær lausar dæl-
ur, er ávallt væru ti ltaks ef á þyrfti
að halda.
Sýningu þessari lauk kl. 16 og þótti
hún hafa tekist vel.
Dpekkiö Egils-öl