Fálkinn


Fálkinn - 01.06.1951, Qupperneq 3

Fálkinn - 01.06.1951, Qupperneq 3
FÁLKINN 3 Góðir gestir frá Finnlandi Nú í byrjun júní verður haldin sýning á verkum finnska málarans Axeli Gallén Kallela i Þjóðminja- safnshúsinu nýja. í þvi tilefni koma lfingað tengdadóttir listamannsins látna, Frú Pirlcko Gallén Kallela og Aivi dóttur hennar ásamt Dr. L. Wennervirta og frú hans Ernu Wennervirta. Frú Pirkko Gallén Ivallela var gift Jorma, syni Axeli Gallén Kall- ela — en hann dó á besta aldri, þá viðurkenndur listamaður. Dr. L. Wennervirta, aldavinur hins látna listamanns Axeli Gallén Kallela og fjölskyldunnar, liefir und- irbúið sýningu þá, sem liingað er komin. Eru það úrvalsverk sem flest eru i eign fjölskyldunnar og hafa verið sýnd, meðal annars í Skand- inavíu. Einnig voru þau notuð við útgáfu bókar um Axeli Gallén Kall- ela í foriagi Werner Söderström 1947. Finnar telja Axeli Gallén Kallela einn sinn snjallasta listamann. Hefir hann mótað finnska list mjög siðan um aldamót (1865—1931). Heims- frœgð lilaut hann fyrir kalkmálverk þau er liann gerði á Sýningarskála Finnlands í París aldamótaárið, og málverki í stúdentagarðinum í Hels- ingfors og grafhýsi Juseliusar i Björneborg er gjörð voru 1901— 1903. Á síðari liluta nitjándu aldarinn- ar var listainaðurinn langdvölum í Paris og fékkst þá aðallega við hefð- bundnar þjóðlífsmyndir og þeirrar tíðar rómantiskan stíl. En upp úr aldamótum tók hann að fást við stærri hlutverk. Þjóðsöguljóðin finnsku, Kalevala. Árum saman bjó hann sig undir hið mikla hlutverk sitt, í afskekktu þorpi i Kalela i Rus- vesi. Margar sínar bestu fyrirmynd- ir fann hann þar meðal bænda og handverksmanna. Fjölliæfni iista- mannsins var dæmalaus. Hann málaði með kalki, olíu of vatnslit- um. Teiknaði, „raderaði“ og mótaði. Á öllum sviðum náði liann miklum árangri og afköstin voru mikil. í loft Þjóðminjasafnsins i Helsingfors málaði hann mikil kalkmálverk (fyr- irmyndir frá sýningarskálanum i París) og i málverkasafni ríkisins Nýr dómkirkjuprestur Björpnin við Látrabjarð Gallén Kallela: IJefnd Jonkahainens. Frú Pirkko Gallén Kallela, teikning Rad. efíir A. Gallén Kallela: Sjálfs- eflir Jorma Gallén-Kallela,. mynd. Fyrra sunnudag fór fram prests- kosning i Reykjavík til embættis II. dómkirkjuprests. Voru aðeins tveir i kjöri, síra Óskar J. Þorláksson prestur á Siglufirði og síra Þorgrim- Slysavarnafélag íslands hefir feng- ið nýja, allmjög stytta útgáfu af liinni sérstæðu kvikmynd Óskars Gislason- ar af strandi enslca togarans Sargon og björgun áhafnar skipsins, þar sem það lá undir Látrabjargi og engin leið var' fær í námunda við það nema sú að síga þverhnýptan liamar með björg- unarstól og Hnubyssu og draga skips- verja upp á fjallsbrún í vað, nær dauða en lifi, er þeim hafði verið bjargað upp i fjöruklettana í björg- unarstólnum. Það er 'vart hægt að bugsa sér erfiðari aðstöðu til björg- unar en liarna var, og ef eigi hefðu verið tæki fyrir hendi og úrval á- ræðinna dugnaðarmanna, mundi enska skipshöfnin eflaust liafa farist öll þarna undir berginu. Mynd Óskars Gíslasonar hefir ver- ið sýnd hér áður, en var þá um þrisvar sinnum lengri en nýja útgáfan. Hún er þannig til komin, að norska björg- unarfélagið fékk að gera stytta út- gáfu úr myndinni til þess að sýna á vegum félagsins um allan Noreg, til þess að opna augu fólks fyrir því hvílíkt starf björgunarfélaganna cr stundum. Hér verður myndin sýnd í sama tilgangi og verður það eflaust til þess að vinna hérlendri björgunar- starfsemi samúð og aðdáun. Norskir taltextar hafa verið settir við myndina, en eigi eru jieir vel greinilegir, svo að þörf væri á að gera islenskan taltexta fyrir sýningarnar liér á landi. Til mála hefir komið að leigja eintök af myndinni til Eng- lands og verða jiau þá auðvitað með enskum textum. Á frumsýningu mynd- arinnar hér ávarpaði form. Slysa- varnafélagsins, Guðbjartur Ólafsson gesti, og gerði grein fyrir hvernig myndin hefði orðið til. Jafnframt var sýnd stutt mynd af starfi norskra björgunarskipa. SIGURVEGARAR. Danskar meyjar hafa síðustu árin getið sér frábæran orðstír í badmin- tonleik. Fyrir 30 árum þekktist þetta útlenda orð ekki hér á landi, en nú þekkja margir hvað badminton er. f ensku meistarakeppninni í vor sigruðu dönsku kvenkeppendurnir bæði í ein- liðaleik, tvíliðaleik og tvíliðaleik karls og konu. — Hér sjást þær Kirs/en Torndal (tv.) *g Thony Alm með verðlaunagripina frá mótinu. Þær sigruðu í tvíkeppni kvenna. fíad. eftir A. ur Sigurðsson prestur á Staðarstað. Með því að umsækjendur voru að- cins tveir þótti sýnt að kosningin yrði lögmæt og hitt tvísýnt hvor kosinn yrði, og var inörgu um það spáð og undirbúningur mikill af hálfu fylgjenda beggja prestanna, en þó allt með fullum friði, eins og vera ber við prestkosningar. Úr- slitin urðu þau að kosinn var síra Óskar með 2519 atkv. en síra Þor- grímur hlaut 1844. Ógild atkvæði 46 og 7 auðir seðlar. Hinn nýi dómkirkjuprestur er Skaftfellingur, fæddur á Skálmar- bæ í Álftaveri 1906. Að loknu stúd- entsprófi las hann guðfræði við Há- skólann og lauk prófi 1930, með 1. einkunn (119 stig) og stundaði þvi næst framhaldsnám í London og Oxford veturinn 1930—’31. Síðla sama ár vigðist hann til Iíirkjubæj- arklausturs og var prestur þar til 1935, en þá var honum veittur Siglu- fjörður (Hvanneyrarpestakall) og liefir hann verið prestur þar siðan.~ Síra Óskar hefir getið sér mikilla vinsælda hjá söfnuðum þeim sem liann hefir þjónað hingað til og er ekki að efa, að söm verður reyndin i hinum nýja söfnuði lians, Dóm- kirkjusöfnuðinum. „Atcneum“ eru i tveim sölum bestu olíumálverk hans. Á sýhingunni í Þjóðminjasafninu verða 120 vcrk listamannsins, að vísu engin hinna stærstu, en alhliða sýnishorn af verkum lians í vatns- litum og „Gouaslie" og kritarmynd- um, einnig teikningar og „rader- ingar“. Frú Pirkko Gallén Katleta er á- gæt söngkona. Hefir hún ásamt pí- anóleikaranum Cyril Szalkiewicz, viða Ivaft söngskemmtanir. Vonir standa til að frúin geti sungið hér siðar með aðstoð Hft. Szalkiewicz, en hann dvelur nú i Englandi. Hinir finnsku gesir munu ferð- ast viða um landið, það hefir ávallt verið óskadraumur þeirra að skoða sögueyjuna. Guðmiindnr Eina,rsson frá Miðdal. Síra Óskar Þorláksson.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.