Fálkinn


Fálkinn - 01.06.1951, Side 5

Fálkinn - 01.06.1951, Side 5
FÁLKINN 5 námssvæði vesturveldanna. Hver veit nema hann næði i ein- hverjar „dagbækur“ þar. Hon- um dugði ekki að notast við þær upplýsingar sem komu sjálf krafa. Hann varð að leita uppi fólk, sem vissi meira en það vildi segja. II. Hitler hélt síðasta fundinn með herforingjaráði sinu 22. apríl. Þar biluðu taugarnar í honum fyrir alvöru, og hann sendi herforingjana burt. Sjálf- ur sagðist hann ætla að verða í Berlín. Það er á huldu livað gerðist næstu daga. En vitni lilutu að vera til, þeir sem voru í byrginu með Hitler. Hverjir vor'u þeir og livar var þá að finna? Fyrst bjó Trevor Roper til skrá um þá, sem að jafnaði voru á aðalstöðvunum: liers- liöfðingja, stjórnmálamenn, þjónustufólk, varðmenn og her- menn. Næst var að leita þetta fólk uppi í fangabúðunum. Þeir sem höfðu farið á burt fyrir 22. apríl mundu flestir vera þar. Og þegar þetta fólk hefði fundist mundi verða hægt að gera sér grein fyrir hverjir urðu eftir í byrginu. En hvernig átti að finna fólkið, i landi þar sem enginn vissi livar annar var niðurkominn, þvi að flestir fóru huldu höfði. Það var góð rannsóknarað- ferð að skipta viðfangsefninu í marga afmarkaða flokka. Ef maður liugsar rétt þá er alltaf hægt að skipta í tvennt — það sem ekki á heima í þessum flokknum á að vera í hinum. í stuttu máli var þetta fólk ann- aðhvort í fangelsi — og með mikilli fyrirhöfn tókst að hafa upp á sumu af því þar — eða það var ekki í fangelsi, en þá var ekki minni vandi að finna það en títuprjón á Skeiðarár- sandi. Jú, hægara þó, þvi að títuprjónninn týndist ósjálfrátt en manneskjan hefir eitthvert markmið. Hvert mundi fólkið helst leita i sigruðu landi? Kann- ske til einhvers kunningja. Trevor Roper átti að hafa lokið rannsókn sinni fyrir 1. nóvemher. Og þá hafði hann fundið sjö manneskjur, sem höfðu verið hjá Hitler til síð- ustu stundar: þrjá hermenn úr lífverðinum, eina skrifstofu- stúlku, bilstjórann Kempka og tvær konur, sem höfðu leitað hælis í byrginu. Hann byggði skýrslu sína á því sem þetta fólk sagði lionum, og sömuleið- ds bók sina: „The last days of Hitler.“ Goebbels hafði sagt satt. Hitl- er dó 30. apríl 1945. Þeirri nið- urstöðu komst Trevor Roper að. En nú má spyrja: er þessum sjö þá trúandi? Geta þau ekki hafa komið sér saman um hvað þau ættu að segja. Hafði Hitler ekki lagt á ráðin um að blekkja heiminn, eftir að hann væri liorfinn? Það er létt að ganga úr skugga um það, segir liöfundurinn. Því að ef sjö manneskjur hafa kom- ið sér saman um að ljúga þvi sama, þá er ekki annað en að spyrja þær um eitthvað atriði, sem þær hafa ekki húið sér til svar við. Og þá fer viðkomandi annaðhvort undan í flæmingi, eða svörunum ber ekki saman. En svo er líka hægt að fara aðra leið. Ef fólkið segir satt þá verða svörin aldrei alveg eins. Spyrji maður nógu lengi verður alltaf eitthvað sem skakkar, og það er sannleiks- vottur! Því að hver sér atburð- inn með sínum eigin augum og minnist lians með sínum hætti. Sá sem lieyrir öll vitnin segja frá, sér af hverju munurinn stafar, og hvernig livert vitnið um sig gefur brot af öllum sannleikanum. Ilér er eitt dæmi: SS-varðmaðurinn Karnau sagði að liann hefði séð málið, sem Hitler og Eva Braun voru brennd á. Það fór að loga í lík- unum undir eins likt og af sjálfu sér. Bílstjórinn Kempka sagði söguna allt öðruvísi. — SS-mað- urinn Gúnsche kveikti í líkun- um, og „þetta sá ég með eigin augum,“ sagði Kempka. Báðir höfðu rétt fyrir sér, eða öllu lieldur: báðir sögðu satt um það, sem þeir höfðu séð. Gúnsche stóð í byrgis- munnanum, þar sem hann var nokkurn veginn öruggur fyrir sprengjuregninu, og þaðan kast- aði hann kyndli á bensínvotan dúkinn, sem breiddur hafði ver- ið yfir líkin. Karnau stóð uppi i varðturninum og sá ekki inn í munnann, þar sem Gúnsche var. Hann sá aðeins eldinn, sem gaus upp úr dúknum. Ef þessir tveir menn liefðu búið til sög- una fyrirfram mundi framburð- þeirra hafa orðið eins. III. Það er hættulegt að skrifa sögu um viðlburði sem eru að gerast. Því að alltaf kemur eitt- hvað nýtt fram í málinu eftir á. Nýjar sannanir. Sumarið 1945 kom náungi til hresku herstjórnarinnar í Hannover. Hann kallaði sig George Thiers, og sagðist vera fyrrverandi iblaðamaður frá Luxemburg. En nokkru siðan vaknaði grunur um að maður- inn liefði verið með falsað vega- hréf. Milli laga á fötunum hans fannst plagg — afrit af „einka- og stjórnmálaerfðaskrá” Adolfs Hitlers. Hver var hann svo, þessi Thiers? Hann var Þjóðverji og hét Heinz Lorenz, og hafði verið í byrginu til síðustu stundar. „Erfðaskráin" hafði verið gerð i þremur eintökum, sagði hann. Það sama stóð í símskeyti frá Goebbels til Hitlers, svo að þetta studdi livað annað. Ekkert ein- takið liafði komist þangað sem það átti að fara, svo að til þess að ná í þau varð að ná í mennina sem höfðu verið sendir með þau. Þeir voru majór nokkur, ,/o- hannmeier að nafni og SS-for- ingi sem hét Zander. Það reyndist auðvelt að finna Johannmeier. Hann bjó heima hjá foreldrum sínum. Hann hafði ekki neina erfðaskrá, en hafði fylgt mönnunum, sem voru með þær, gegnum víglín- ur Rússa. Nú stóð allt og féll með því, sem Zander segði, ef í liann næðist. Það kom á dag- inn að hann var kvæntur. Ivon- an hans bjó hjá fólki sínu í Hannover, og liún var fús á að tala. Að því er hún best vissi var Zanders dauður. En ef liann væri lifandi þá mundi hann vera einhvers staðar i Þýskalandi, hjálparlaus og ráða laus, og „Intelligence Service“ mundi finna liann. Hún sýndi myndir af honum og lýsti lion- um út í æsar og hjálpaði spyrj- endunum á allar lundir. En þeim varð ekki ágengt samt, þrátt fyrir alla lijálpina, því að frú Zander var slægari en þá grun- aði, og þótti vænt um bónda sinn. Hún hafði alltaf samband við hann. En skyldfólki sínu sagði hún að hann væri dauð- ur. Þá var auðveldara fyrir hann að leyna sér. En svo tókst á endanum að uppgötva að Zander var bráð- lifandi og kallaði sig Paustin og vann hjá garðyrkjumanni í Bayern. Og nú var hægur vandi að ná í hann. Zander var „von- svikinn hugsjónamaður“. Hann sagði allt sem hann vissi. Plagg- ið var í handtösku lijá kunn- ingja hans. En þegar þangað kom hafði liann afhent töskuna setuliði í bænum. Þar fannst lijúskaparvottorð Hitlers og tvö eintök af erfðaskránni. En hvar var þriðja eintakið. Johannmeier var yfirheyrður á ný. Hann var fátalaður og illur viðskiptis. Loks viðurkenndi hann að eintakið væri í fórum hans. Hann hafði grafið það niður i gai-ðinum hjá sér, ásamt hréfi sem fylgdi. Og þar með þótti gátan ráðin um Hitler. En tveimur spurningum er ósvarað enn. Enginn veit hvað orðið hefir af Martin Bormann, maðurinn átti að verða arftki Hitlers. Og enginn veit heldur, hvað orðið hefir af brunaleif- unum af líkum Ilitlers og Evu Braun. STÆRSTA RÚÐA, sem nokkurn tíma hefir verið stcypt i veröldinni var nýlega fullgerð í glergerð einni i Lancashire. Hún er nær 17 inetra löng og 2V-± meter á breidd og á að vera í einum sýn- ingarskálanum á sýningunni miklu i London, sem hófst i inaímánuði. Adolj Hitler og von Ribbentrop.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.