Fálkinn - 01.06.1951, Síða 13
FÁLKINN
13
Sönn harmsaga:
Cröfin í dwfinuiD
Eftir 15 ára fangelsisvist á Djöfla-
eynni tókst Frakkanum René Bel-
benoit a5 flýja þaðan. í hrörlegum
barkarbát sigldi hann frá eynni til
meginlandsins, en hélt síðan fótgang-
andi gegnum frumskóga Mið-Amer-
íku. Alla leiðijia bar hann stóran
pakka — dagbækurnar frá Djöflaey.
í 22 mánuði flakkaði hann um tor-
færurnar, þangað til hann nær dauða
en lífi komst loksins til Bandaríkj-
anna. Fjöldi rithöfunda fékk áhuga
á hinum undraverða flótta hans sem
uppistöðu í ritverk. Belbenoit lét þeim
dagbækurnar í té, og úr þeim varð
ritið „Eg flýði frá Djöflaey.“ Hin á-
takanlega lýsing á örlögum fanganna
varð brennandi köllun til samvisku
mannkynsins, og hún átti mikinn þátt
í að plægja jarðveginn fyrir þann
hugsunarhátt, sem varð til þess, að
fanganýlenda Frakka á Djöflaey var
lögð niður. — Hér fer á eftir stuttur
kafli eftir Belbenoit.
/jHAGLEGA gérður barkarbáturinn
rann hægt undan straumnum nið-
ur Rio Acarouany. Við vorum fjórir
saman í bátnum. Sólin var gengin til
viðar og myrkrið var að lykjast um
frumskóga frönsku Guayana. Að baki
lá helvíti Djöflaeyjarinnar, þar sem
menn gengu eins og lifandi lík og rotn-
uðu smátt og smátt niður. Framund-
an lá hafið með loforð um frelsi —
eða dauða.
Stóri Marcel, sem stjórnaði flótta
okkar, þekkti landsspilduna út og inn,
og brátt komum við að fangabúðum,
sem liætt var að nota. Þar ætluðum
við að dveljast næturlangt.
Þegar ég lagði leið mína út í út-
jaðar hins opna svæðis til þess að
leita uppi brenni á bálifí, rakst ég á
litinn steinkross, sem var næstum því
hulinn í kjarrgróðri. Eg kallaði á
Marcel. „Hver heldur þú, að liggi
grafinn hér?“
„Faðir Pierre,“ svaraði liann.
Með löngum, breiðum hnif sínum
fór Marcel nú að skafa mosann af
krossinum.
„Hver var faðir Pierre?“
„Sakamaður — eins og þú og ég,“
svaraði hann. Svo bætti hann við lágri
röddu og fjarhuga: „Hann var sendi-
boði frá guði.“
Stóri Marcel hafði verið 20 ár í
fanganýlendunni i Guayana, og á þeim
tima hafði hann bætt 2 morðum við
hinn langa glæpalista sinn. Hann var
tröllvaxið vöðvamenni, alsettur hör-
undsflúri. Þessi hátiðlegu orð og hinn
mildi raddblær voru algerar andstæð-
ur við grófgerða andlitsdrættina.
Klukkustund siðar sátum við allir
fjórir kringum bálið, en reykurinn frá
því varði okkur gegn ágangi moskító-
flugnanna, sem suðuðu ógnandi í stór-
um hópum í kring. Stóri Marcel starði
i glæðurnar alllengi og var greini-
lega hugsi. Síðan lyfti hann höfði og
leit í áttina til steinkrossins, sem hægt
var að greina í rjóðurjaðrinum.
„Faðir Pierre ....... Eg get séð
hann fyrir mér núna,“ sagði Marcel
hljóðlega. „Og ég get heyrt fyrir mér
óminn af hinu æðrulausa „hér,“ þeg-
ar hann svaraði fangaverðinum við
könnunina.“
Við hlustuðum.
„Eg hitti föður Pierre í fyrsta sinn
um borð i skipinu, sem flutti okkur
frá Frakklandi til frönsku Guayana.
Flestir sakamannanna forðuðust bann
og böfðu andstyggð á lionum. Þeir
þekktu sögu hans og fyrirlitu prest-
inn, sem liafði verið dæmdur fyrir að
myrða gamla konu, en hagaði sér samt
eins og hann væri umboðsmaður guðs
á jörðu hér. Þeir kölluðu hahn „Le
Déf«'oqué“ — þ. e. prestinn, sem hafði
verið sviptur hempunni.
Faðir Pierre hafði verið mikils met-
inn prestur i sveitaþorpinu St. Remy
í Suður-Frakklandi. Gegnt kirkjunni
bjó gömul ekkja, frú Duval. Svo var
það einn morgun, þegar hreingern-
ingakonan kom að vanda, að hún fann
gömlu konuna liggjandi dauða. Nátt-
kjóllinn hennar var rifinn í tætlur
eins og eftir æðisgenginn bardaga.
Sannanirnar gegn föður Pierre
virtust augljósar. Djúp spor í snjónum
lágu frá húsdyrum gömlu konunnar
að skrúðbúsinu. Það var alkunna, að
frú Duval var rnjög tortryggin og
alltaf kvíðin, og þess vegna liafði hún
dýrnar alltaf læstar eftir sólsetur
og opnaði ekki fyrir neinum nema
prestinum. Auk þess kom í Ijós, að
bún hafði arfleitt prestinn að öllu.
Aðalsönnunargagnið var þó það, að
lögregluþjónarnir fundu skóhlífarnar
lians og blóðuga hempuna grafna í
garði prestsins.
Faðir Pierre sagði, að bann væri
saklaus fyrir augliti guðs. En liann
var dæmdur i ævilanga fangelsisvist
á Djöflaey.
Strax og skipið kom, vorum við
sendir i þrælkunarvinnu í frumskóg-
inum. Presturinn var sendur til þess
að fella tré með okkur hinum. Hann
var sterkur og kvartaði aldrei. Hann
var ætíð fyrstur að ljúka ætlunarverki
sínu hvern dag, og hann hjálpaði þá
ætíð þeim, sem eitthvað áttu eftir
óliöggvið.
Næsta ár var ég s.endur til Oraput-
búðana sem óforbetranlegur. Þar var
hreinasta helvíti. Við urðum að strita
í fenjum upp að mitti í vatni og drullu
og með milljónir af moskitóflugum
sveimandi yfir höfðum okkar. Það
leið ekki á löngu, uns við fengum
malaríu allir saman.
Þegar ég liafði verið í Oraput í marg-
ar vikur, kom faðir Pierre þangað til
þess að taka við af fanga þeim, sem
hafði umsjón með sjúkraskýlinu. Það
var eftirsótt starf, megið þið vita.
Það gaf mikla gróðamöguleika. Sá,
sem liafði það með höndum, gat selt
þeim, sem meiddu sig, sárabindi og
gasefni, sem fangarnir notuðu fyrir
flugnanet. Hann hafði lika tima til
að veiða lisLskrúðuga hitabeltisfugla,
sem hann síðan seldi fangavörðunum
fyrir vindlinga. Fangi sá, sem hafði
starfið á undan föður Pierre, bafði
líka grætt mikið á þvi að selja hita-
beltissjúklingum kinin við okurverði.
En faðir Pierre fór ckki eins að
ráði sínu. Ef einhver fékk liitasótt,
þá lét hann þann binn sama fá kinin
óumbeðið. Kæmi það fyrir, að hann
bæði sjúkling um vindling eða ban-
ana í staðinn, þá var það aðeins til
þess að gefa öðrum sjúklingi, sem
þarfnaðist þess. Á þennan hátt ávann
faðir Pierre sér vináttu fanganna og
lotningu. Það kom oft fyrir, að hann
var sóttur til deyjandi manns til þess
að gefa honum sakramentið. .Iafnve],
fangaverðirnir fóru að umgangast
hann með virðingu.
Þegar Oraput-fangabúðunum var
lokað samkvæmt skipun yfirlæknis-
ins í nýlendunni, bað faðir Pierre um
að vera sendur til eyjarinnar St. Louis
— en þar voru holdsveikir fangar
geymdir. Það var mjög lítil eyja úti í
Maronifljóti, en þar eru frumskógar
á alla vegu. Hinir holdsveiku bjuggu
þar i nokkrum hrörlegum kofum og
elduðu sjálfir ofan i sig. Eina sam-
band þeirra við umheiminn var það,
að fangaverðirnir komu þangað á
hverjum morgni og köstuðu poka með
mat í upp á ströndina og læknirinn
kom einu sinni í viku til þess að gefa
nauðsynleg lyf.
Starfið i Saint Louis mæddi mjög
á heilsu föður Pierre, og ekki leið á
löngu, uns hann var aðeins skinin
beinin. En andinn var sterkur og
reiðubúinn. Hann hafði verið í fimm
ár meðal binna holdsveiku, þegar
Groscaillou kom. Hann hafði verið
sendur til Djöflaeyjarinnar fyrir inn-
brot og hafði verið í átta ár í þrælk-
unarbúðum langt inni í frumskógin-
um, áður en hann varð holdsveikur.
Groscaillou lá á börum inni i kofa
þegar presturinn kom til þess að lita
á sár hans. Ilinn hræðilegi sjúkdómur
lrafði þegar afmáð allan mannsblæ af
andliti hans.
Faðir Pierre beygði sig niður til
þess að spyrja hinn sjúka, bvort liann
liði mikinn sársauka. Hinn holdsveiki
starði á prestinn í nokkrar sekúndur,
en rak síðan upp voðalegt vein og
stjakaði við honum. Presturinn rétti
honum krukku með mjólk og tóbaks-
r akka, sem hann hafði meðferðis.
„Drekktu, vinur minn. Þú hefir gott
af l)vi,“ sagði liann.
Hinn holdsveiki hvíslaði: „Nei, það
er ómögulegt. Þetta getur ekki verið
faðir Pierre!“
Presturinn leit spyrjandi á hann.
„Þekkir þú mig?“
Rödd liins holdsveika varð bás. „Já,
— manstu ekki eftir mér. Eg er Gros-
caillou."
Faðir Pierre starði lengi á hann.
„Veslings .Tean,“ muldraði hann að
lokum í barm sér. „Guð hefir refsað
þér stranglcga.“
Hópur af holdsveikum sjúklingum
var saman kominn í dyrunum. Gros-
caillou kallaði á þá. „Eg veit, að ég
á skammt eftir ólifað, sagði hann.
„Hlustið þið á mig! Faðir Pierre er
saklaus af þeim glæp, sem hann var
dæmdur fyrir fyrir 20 árum. Hann
vissi að það var ég, sem framdi liann,
en hann sagði aldrei neinum frá því.
Það var ég, sem drap gömlu kon-
una. Eg var garðyrkjumaður hjá föð-
ur Pierre og svaf í litlu herbergi fyr-
ir neðan herbergi lians. Nótt eina tók
ég hempuna hans og skóhlífar og
fór út. Eg vissi, að gamla konan hafði
mikla peninga hjá sér, og ég taldi
víst, að liún mundi opna fyrir mér,
þegar hún sæi hempuna. Hún opnaði
lílca fyrir mér, en þegar hún þekkti
mig, fór hún að garga. Eg greip um
háls hennar og ætlaði að fá hana til
að þegja, en þá klemmdi ég of fast að.
Eg gróf hempuna og skóhlífarnar
í garðinum, en faðir Pierre sá til mín,
og hann gat séð það á mér, að ég
hafði brotið eitthvað af mér, þegar
ég kom inn í herbergið til hans. Hann
tók mig til sín og lét mig skrifta.
Eg sagði sannleikann og sór þess eið,
að ég skyldi gefa mig fram um morg-
uninn. En næsta dag var faðir Pierre
^tekinn fastur og ég var ungur og vildi
“ekki deyja. Eg gaf mig ekki fram. Á
hverju augnabliki beið ég þess að
verða tekin fastur, en faðir Pierre
var þögull sem gröf. Hann vildi ekki
rjúfa þagnarskyldu sína sem prestur
og skriftafaðir. Hann lét lieldur dæma
sjálfan sig.
Gefið mér pappír og penna,“ bað
Groscaillou. „Eg ætla að skrifa játn-
ingu mina niður. Og flýtið ykkur. Eg
á ekki langt eftir.“
„Sonur minn, þú þarft ekki að játa
fyrir okkur,“ sagði presturinn, og
rödd hans var mild og róleg að vanda.
„Ef þú aðeins játar fyrir guði, þá
er það nóg. Hann hefir þegar lagt á
þig refsingu. Snúðu þér til lians og
hann mun veita þér fyrirgefningu.
Þegar fangavörðurinn bað föður
Pierre um að skrifa undir yfirlýsingu
um morðið í St. Remy, hafnaði hann
þvi. „Það var guðs vilji, sem leiddi
mig hingað til Djöflaeyjarinnar," sagði
hann með stillilegri röddu. „Eg hefi
verið valinn til þess að lina þjáning-
ar fanganna hérna. Verði guðs vilji.“
Um nóttina hvarf Groscaillou frá
kofa sínum og nokkrum dögum seinna
fannst lík hans í ánni.
Um síðir komu þó skjölin um frelsi
föður Pierre — en það var of seint.
Hann var orðinn alveg heilsulaus og
lælcnirinn vildi koma honum á St.
Laurent sjúkrahúsiið. En faðir Pierre
komst ekki lengra en i sjúkraskýlið í
fangabúðum þeim, sem við erum núna
staddir i. „Hér á ég beima,“ sagði
hann við fangana, „og hér vil ég vera
á meðal ykkar.“ Þegar hann var dá-
inn, grófu þeir hann þarna, og fanga-
verðirnir settu þennan steinkross á
leiði hans.“
Við höfðum hlustað á frásögn Stóra
Marcels án þess að grípa fram i fyrir
honum. Aðeins snarkið í eldinum
rauf þögnina. Maroel renndi augun-
um ennþá einu sinni í áttina til stein-
krossins, sem sást nú ekki lengur,
þvi að bjarminn frá bálinu hafði
dvinað. Siðan sagði liann lágri röddu:
„Hann var mikill maður.“
Við skriðum i teppin án þess að
segja orð. Okkar biðu hættur og tor-
færur morgundagsins. En þessa einu
nótt var birta og mildi i sálum okkar
— andi föður Pierres.
MIÐ ALDA-SKRÚÐGANGA.
í franska bænum Perignan er það
siður að ganga í fylkingu um göturn-
ar á föstudaginn langa undir svört-
um fána og með svartar hettur á
höfðinu. Það eru svonefndir „blóð-
bræður,“ sem standa fyrir þessu, og
siðurinn er frá árinu 1616.