Fálkinn


Fálkinn - 15.06.1951, Side 4

Fálkinn - 15.06.1951, Side 4
4 FÁLKINN Hver var Hnstófer Kólumbus? Var h« stnarsonur Alfons V. Portugalshonungsf ★ OKKUR VAR kennt í skólan- um að Kólumbus hefði ver- ið sonur fátæks vefara í Genua. Með öðrum orðum ítalsk- ur. En nú eru menn ekki vissir um að þetta sé rétt. Enginn neitar því að hann hafi fæðst í Genua. En var hann vefara sonur? Og var hann í raun réttri ítalskur? Það er þetta tvennt, sem deilt er um., Hvað er eiginlega um að vera? Ekki annað en það, að þegar ein- hver er orðinn frægur, gera lönd eða borgir tilkall til hans. Svo var það með Homer. 1 fornöld voru það sjö bæir, sem allir sögðust vera fæðingarstaðir hans. Og á líka leið hefir farið um Kólumbus. — Gamansamur mað- ur hefir einhvern tíma sagt um Martein Lúter að hann hafi fæðst í Eisleben þegar móðir hans var fjarverandi — það er að segja: hún var fjarverandi frá heimili sínu í 'Höhra. Báðir bæirnir gátu þess vegna helgað sér Lúter. — Kólumbus var fæddur í Genua. En er ekki hugsanlegt að móðir hans hafi verið gestkomandi þar. þegar Kólumbus fæddist? Og eru sannanir fyrir því að hún hafi ver- ið ítölsk? Eða að faðir hans hafi verið ítalskur? Áð þvi er Kólumbus snertir þá er ekki fyrst og fremst deilt um fæðingarstað hans, heldur þjóð- erni. Var *hann ítali, eða Spán- verji, eða Portúgali eða Frakki? Mörg lönd deila um þetta og öll þykjast þau hafa rétt fyrir sér. ítalir þykjast geta sannað að Kólumbus hafi verið sonur vef- ara í Genua, sem hét Domeico Kólumbus. Sem barn að aldri varð drengurinn — eins og tíð- kaðist í þá daga — að hjálpa föð- ur sínum í vefstólnum, en þegar hann varð 14 ára fór hann til sjós. Þessi saga um vefarann er röng, segja Portúgalar. Kólumbus var — ekki sonur fátæks vefara í Genua. Faðir hans var Fern- ando prins, og afi hans var hvorki meira né minna en Alfons V. kon- ungur í Portúgal. Prinsinn var ástfanginn i ungri stúlku, dóttur aðalsmannsins Zarco og varð hún þunguð af hans völdum. En þetta mátti ekki vitnast, það hefði þótt hneyksli. Þess vegna var ungfrú Zarco send til Genua til að ala barnið. Og þar fæddi hún son sinn, Kristófer Kólumbus. Það rýrir talsvert sannleiks- gildi þessarar staðhæfingar, að í þá daga sem þetta gerðist var það alls ekki fátítt að svona barneign- ir kæmu fyrir hjá tignu fólki, svo að varla hefði orðið reginhneyksli út af barni ungfrú Zarco. En nú er best að gera ráð fyrir því, fyrst um sinn, að sagan sé sönn eða geti verið sönn. Það gat verið hag- kvæmt fyrir ungu stúlkuna að fara frá Portúgal og ala barn sitt á laun. En annars er svo að sjá sem konungurinn hafi verið mót- fallinn þessu sambandi milli prins- ins og stúlkunnar, því að hann bannaði henni að koma aftur til Portúgal, segir sagan. Og Kólumbus ólst upp í Genua. En hann hét alls ekki Kristófer Kólumbus réttu nafni. I raun réttri hét hann — samkvæmt því sem Portúgalar segja — Salvator Gonsalves Zarco. En af því að hann vildi ekki eða fékk ekki að nota þetta nafn, kallaði hann sig Cristovan (eða Cristobal) Colon. Á ítölsku varð Colon að Colombo og á latínu Columbus. En hann notaði aldrei neitt af síðastnefndu nöfnunum. Um þessar mundir voru að minsta kosti 150 fjöl- skyldur í Genua, sem hétu Colom- bo, svo að segja mátti að það væri jafn alengt og Björn eða Sigurður hér á landi. Það var til hægðarauka sem hann notaði þetta nafn, á þann hátt þurfti ekki að bera á því, að hann væri útlendingur því að nafnið var svo algengt. Sjálfur lét hann sér eitt sinn um munn fara, að aldrei skyldi nokkur maður fá að vita hans rétta nafn, né um þjóðerni hans. Fernando prins dó árið 1470. Þá var Kólumbus fjórtán ára, og hefir hann því verið fæddur 1456. En sagnfræðingarnir telja að þetta ártal muni ekki vera rétt. Sumir telja hann fæddan 1451. aðrir segja 1446 eða ’47, og verð- ur ekki úr skorið hverjir hafa réttast fyrir sér. En öllum kemur saman um að hann hafi verið 14 ára þegar hann fór frá Italíu, — og telja Porúgalar að það hafi verið sama árið sem Fernando prins dó. Við fráfall hans var hætt að greiða ungfrú Zarco líf- eyri þann, sem hún fram að þessu hafði fengið frá portúgölsku hirð- inni, og eftir það veit enginn hvað af henni varð. Vera má að hún hafi dáið þetta sama ár. Ef svo er þá verður það mjög skiljan- legt að Kólumbus skyldi fara frá ítaliu um þessar mundir, því að ekkert hefir bundið hann við það land nema móðir hans. En það er ekki rétt að hann hafi farið í siglinar þá strax, segja Portúgalar. Hann fór til Madeira, því að þar átti hann efnað skyld- fólk, höfðingjann Joao Esmeraido, og tók það hann að sér. Fimm ár- um eftir að hann kom til Madeira giftist hann — þá 19 ára gamall — Filipu Moniz, sem var í ætt við konungsfjölskylduna í Portugal. Það var árið 1475. Hefði hann verið fátækur ítalskur vefarason- ur var þetta hjónaband vitanlega óhugsandi. Konu sína missti hann eftir fimm ára hjónaband. Þau höfðu eignast einn son, sem Diego hét — í höfuðið á hertoganum Diego af Vizeu, bróður Colum- busar, að því er Portugalar segja. Kólumbus hafði drenginn með sér er hann fluttist frá Madeira til Lissabon eftir lát konu sinnar, kringum 1480. Og þegar þangað kom tók konungsfjölskyldan að sér drenginn. Hann varð hirð- sveinn hjá krónprinsinum á Spáni og eftir lát hans hjá Isabellu drottningu. Síðar kvæntist hann frænku hins fræga (og alræmda) hertoga af Aiba. Portugalar telja að Diego hefði aldrei getað hlotn- ast þessi frami ef hann hefði ver- ið ítalskur vefarasonur. Og benda má á það í þessu sambandi að Diego var orðinn hirðsveinn áður en faðir hans fór í fyrstu landa- leitaför sína, eða með öðrum orð- um áður en hann var orðinn fræg- ur maður. Kólumbus var maður mjög margfróður. Hann var allvel að sér í hebresku, grísku og latínu, og talaði ítölsku, portúgölsku og spænsku. Síðasta málið þó með allmiklum portúgölskuhreim. En hann skrifaði aldrei ítölsku þótt hann talaði hana. Þetta gæti bent á að hann — hefði hann verið ítalskur vefarasonur — hefði ekki fengið tækifæri til þess að ganga á skóla svo að gagni kæmi. En hins vegar er ólíklegt að hann hafi farið að læra hebresku, grisku og latínu eftir að hann var orðinn uppkominn. Hitt er lík- legra að hann hefði gengið á æðri skóla í barnæsku, eins og kon- unbornu barni sómdi, og fengið tilsögn í forntungunum. Og í slík- um skólum var ítalskan ekki kennd, enda var hún ekki orðin þjóðtunga á dögum Kólumbusar. Þá var ekki nema eðlilegt að Kólumbus væri vel að sér í stjörnu fræði, stærðfræði, uppdráttar- teikningu og siglingafræði, því að Portúgalar voru í þá daga mesta siglingarþjóð veraldar, og kon- ungsfjölskyldan lét sig miklu skipta allt það, sem að siglingum vissi. Má í því sambandi minnast prinsins Hinriks sæfara, sem studdi af alefli alla portúgalska leiðangra á 15. öld. Hefir Kólum- bus vafalaust tekið þátt í ein- hverjum þeirra. Til dæmis kom hann til Gunieu árið 1483. En fyrir þann tíma hafði hann tekið þátt í leiðangrum norður í höf. Talið er að hann hafi komið til Islands árið 1477, en hvort hann hefir fengið hugmyndina að vest- urför sinni hér, þykir óvíst. Því að hann ætlaði að leita Indlands og vissi að það hlaut að vera miklu sunnar á hnettinum. Þegar Kólum'bus kom aftur úr fyrstu og frægustu ferð sinni, árið 1493, var hann aðlaður á Spáni og fékk aðalsmerki við það tækifæri. Skildinum var skipt í fjóra reiti: einn fyrir Kastilíu, með kastala, annan fyrir Leon, með með ljónsmynd, þriðja fyrir An- tillueyjar, með nokkrum hólmum á, og fjórða fyrir „það merki sem þér vitið að þér eigið“ segir í aðals bréfinu. En þessu merki var ekki lýst, þvi að þar hefðu komið í ljós upplýsingar, sem ekki voru æskilegar, vegna konungsfjöl- skyldunnar í Portúgal. En yfir hjálminum á skjaldarmerki Kól- umbusar er rauður dreki, en þá mynd notuðu aðeins portúgalskir prinsar í skjaldarmerkjum sínum. Ur því að Kólumbus „átti“ skjald- armerki áður en hann var aðlað- ur af Spánarkonungi, er lítt hugs- anlegt að hann hafi verið vefara- sonur frá Genua. Enda kvað hann einhvern tíma hafa sagt í ógáti: „Eg er ekki fyrsti aðmírállinn í minni ætt!“ Eins og áður segir fór Kólum- bus frá Madeira kringum 1480. Hann fór til Portúgal. Þar var hann ekki nema nokkur ár. Árið 1484 varð hann að flýja til Spán- ar, Hvers vegna? Margir hafa brotið heilann um það. Sumir halda að hann hafi strokið frá

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.