Fálkinn


Fálkinn - 24.08.1951, Blaðsíða 7

Fálkinn - 24.08.1951, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 VAGN LÚÐVÍKS XIV. Mikið hefir gengið á undanfarið í ParíSj, í tilefni af 2000 ára afmæli borgarinnar. Meðál annars hafa Parísarbúar fengið að sjá skraut- vagn „sólarkonungsins“, Lúðvíks xiv. í notkun. Honum hefir verið ekið um göturnar og ekillinn var vitanlega í sams konar búningi og tíðkaðist áÁtímum konungsins. — „SPÁNSK HEIMSÓKN". Það er venjulegt að kalla stutta heimsókn „spánska“ en þetta féll vél saman, er 200 spánskir dans- arar, karlar og konur, komu til Parísar nýlega, því að þeir stóðu styttri tíma við, en Parísarbúar vildu. Hér sjást nokkrar af dans- meyjunum dansa með „kastan- jettur“ kringum Eiffelturninn. — 1 Bandaríkjunum er sífellt verið að þjálfa fólk í ýmsum þeim störf- um, sem gegna þarf, ef til ófriðar dregur. Þessi mynd var tekin ný- lega i New York, er 700 nýliðar i sjúkra-, lögreglu- og slökkviliðs- þjónustu voru látnir vinna Marshall eið að því að vinna dyggilega. Eins og allir vita saka Rússar Breta um að þeir æfi þýskar liðs- sveitir undir hernað. Þetta hefir orðið til þess að Bretar hafa 'gert grein fyrir þvi, sem gerist hjá þeim i málum þessum í V.-Þýska- landi. Bretar eru nfl. um þessar mundir að æfa þýska varðsveit, sem á að taka við ýmsum þeim verkum, sem setulið Breta hefir annast hingað til. Hér sjást þýskir varðmenn vera á æfingu. — KÖKU-SÝNINGIN í París er kunn ýmsum erlendum ferðamönnum. Þá eru hunangs- kökur séldar hverjum sem er, og nafn þeirra eða annarra, sem þeir vilja senda kökuna, greypt í góð- gætið með sykurleðju. Hér sjást stúlkur afgreiða kökurnar, sem eru i allra kvikinda liki. SÓLKLUKKA. Verksmiðja í Frankfurt a. M. hef- ir búið til svonefnda „Universál- sólskífu“. 6000 vinnutíma þurfti til þess að gera gripinn. Á að vera hægt að lesa á sólklukkunni með fullri nákvæmni, hvað klukkan sé á ýmsum stöðum í heiminum, þeg- ar liún er t. d. 12 i Frankfurt a. M. GÖTUSÝNING. 1 Neuilly, einni af útborgum Par- ísar, hafa listamenn að vanda, haldið sýningu í vor, en af því að ékki var húsnæði tiltækt hug- kvæmdist þeim að hálda sýning- una á götunni. — Hér sjást tveir af yngstu sýnendunum vera að hengja upp listaverk sín. STÓR - STÆRRI - MINNSTUR. „Sugar“ Roy Róbinson fyrrver- andi heimsmeistari i hnefáleík (millivigt), aðstoðaði nýlega við liknarskemmtun i París, og hitti þar franska risann Atlas, og virt- ist smámenni hjá honum. Hér á myndinni sést Atlas til hægri, „Sugar“ til vinstri og í miðjunni arabískur snáði, sem er kjörsonur „Sugars“.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.