Fálkinn


Fálkinn - 24.08.1951, Page 9

Fálkinn - 24.08.1951, Page 9
FÁLKINN 9 gat staðist atlögur Mathiasar Warrens. Það skyldi verða gaman að sjá Vivi Sanders eins og bráðið smjör, er hann gerði næstu atlöguna. En þetta yrði að ske fljótt, og 'hann ætti að hafa næði til þess að sigra hana, og síðan vísa henni á bug aftur, þetta varð allt að gerast áður en Gertie kæmi heim. Hún var skelfing afbrýðisöm. --------Vivi stóð uppi á borð- inu og var að þurrka af ljósa- krónunni. Dyrnar stóðu opnar út í garðinn og hún heyrði fótatak nálgast. — Eftir augnablik stóð Warrén í dyrunum. Hann leit ljómandi vel út, og hann vissi það. Hann setti upp blíðubros: „Góð- an daginn, ungfrú Sanders." „Halló!“ svaraði hún, eins og hún væri annars hugar. Hún var öll að hugsa um það, sem hún hafði fyrir stafni. „Heyrið þér!“ sagði hún eftir dálitla stund, „komið þér hérna og hjálpið þér mér.“ Warren varð að breyta fallegu stellingunum, sem hann stóð í. Hann færði sig að borðinu og sagði: „Á ég að styðja yður?“ „Nei, ég dett ekki. Komið þér hérna upp á borðið!“ Hann 'hikaði augnablik — hvort þetta færi ekki í bága við virðu- leik hans, en svo hoppaði hann upp á borðið. „Þessi árans rafvirki,“ sagði Vivi reið, „sveik mig í dag. Mér er ómögulegt að horfa á ljósakrón- una hanga skakka.“ Hún tók í hana aftur og nú hrúgaðist rykið niður af henni og á fallegu fötin hans Warrens, og á hárið á honum. „Ef þér haldið nú fast þarna, þá get ég lagað þetta á einu augna- bliki.“ Svo liðu nokkrar mínútur án þess að hvorugt þeirra segði neitt, en Vivi var að eiga við krón- una. Lóks sló hún saman höndun- um til að losa rykið af þeim: „Þökk fyrir, þá er þetta í lagi.“ Á næsta augnabliki var Warr- en kominn niður á gólf til þess að taka á móti henni. Þegar hún hoppaði niður af borðinu tók hann báðum höndum utanum hana. — Síðan hún hafði verið í trúlofun- arstandinu hafði enginn maður komið svona nærri henni — tek- ið svona bliðlega á henni. Hún leit upp til hans. „En hvað aug- un í honum eru falleg,“ hugsaði hún með sér. „Þér eruð vist miklu betri mað- ur en ég hélt,“ sagði hún ósjálf- rátt og þrýsti sér að honum. Svo losaði hún sig. Hann sleppti strax — nú þóttist hann viss. Hitt kem- ur af sjálfu sér, hugsaði hann með sér. Stuttu siðar sátu þau saman í sófanum í stóra útskotsgluggan- um. Jakki Warrens hékk yfir stól- bak. Vivi varð að játa, að vaxtar- lagið var ekki síður fallegt þó að hann væri snöggklæddur. Warren fleygði sígarettunni í öskubakkann. Nú verður eitthvað að ske! Lokkarnir á Vivi hengu lausir niður á andlitið — hún var töfrandi þarna sem hún sat og starði móti sólinni. „Vivi......“ röddin var mjög lág. Þegar hún leit við tók hann utan um hana og dró hana að sér. Hallaði höfðinu upp að öxlinni á henni og dró andann djúpt, svo að hún skyldi finna hvernig brjóstvöðvarnir stæltust undir silkiskyrtunni. Vivi fór sér að engu óðslega en losaði 'sig úr faðmlögunum. „Að þér skuluð vera að þessu, Mathias Warren!“ Hún sat bein og keik og hristi höfuðið. Kvennagullið Mathias Warren varð að gjalti. Þessi setning hafði aldrei komið fyrir áður í ástar- ævintýrum hans, svo að hann hafði enga reynslu í hvernig hann ætti að svara. Vivi sat um stund hugsandi. En hún vildi ekki útskýra fyi’ir hon- um, að það hefði aðeins verið augnabliks veikleiki þegar hún þrýsti sér að honum þarna áðan. En nú var það horfið. Hún óskaði sér ekki manns, hvorki langt eða skammt. Hún hafði fengið nóg af karlmönnunum — síðan þetta með Knút og trúlofunina. Warren var að hugsa um hvort hann gæti verið þekktur fyrir að fara. Hann langaði ekkert til að vera þarna lengur. Honum hafði mistekist með þetta fyrirbrigði — Vivi — og nú hafði hann ekki neina girnd á henni framar. Það var alls ekki hans vani að þurfa að berjast fyrir neinu. Hann tók eftir að Vivi sat alveg kyrr og nú brosti hún og sagði: „Eigum við ekki að vera sam- mála um að við höfum ekki móðg- að hvort annað?“ Hreinskilna brosið og eðlilegur yndisþokki hennar gerði honum létt fyrir hjartanu. Honum þótti vænt um að hún tók þessu svona. „Og eigum við svo,“ sagði hún afar alvarlega, „ekki að tala um eitthvað annað — til þess að koma okkur úr þessari leiðinda klípu.“ Þau fóru bæði að hlæja. Það kom upp í vana að Warren heimsótti Vivi, þegar hann kom þreyttur frá kvikmyndatökunum og þurfti að hafa næði fyrir á- gengu kvenfólki og rithandasöfn- urum. „Leggðu þig þarna á dívaninn, Mathías, þar er dimmt,“ sagði Vivi. Hún fleygði í hann svæfl- um, eri hann teygði úr sér á dív- aninum og lagði aftur augun. Þau voru bestu félagar. Þau mundu bæði fyrstu sneypuförina og gættu sín. — Stundum þegar hann var betur upplagður lágu þau á hnjánum fyrir framan bóka- skáp Vivi og töluðu um bækur allt liðlangt kvöldið. Eitt kvöldið tók hún eftir að hann var í slæmu skapi. „Líttu á, Vivi, rakarinn hefir klippt mig alltof snöggt, klauf- inn sá arna!“ Vivi leit á hann. „Uss, ætli það vaxi ekki aftur.“ Henni fannst þetta ekki umtals- ins vert. „Já, en .... Vivi .... ég er eins og tukthúslimur," sagði hann. „Ætli þú lifir það ekki af!“ „Já, en mundu að ég lifi á út- litinu, Vivi!“ Vivi hló svo að hún fékk tár í augun. „Það hlýtur að vera ótta- legt að vera svo — töfrandi! Er útlitið það eina, sem þér er nokk- urs virði hér á jörðu?“ Hann móðgaðist. „Eg get hvergi sýnt mig svona,“ sagði hann. „Jæja, þú getur að minnsta kosti sýnt mér þig!“ Þá brosti hann. „Eg hefi alla- jafna þig, Vivi!“ Og nú var hann kominn í gott skap aftur. Svona var Vivi. Hún var ekki að finna að hvernig hann liti út — hún var ekki að hugsa um hvort hann væri kvikmyndaleikari eða eitt- hvað annað. „Það fer vel um mig — hérna hjá þér!“ sagði hann. „Það er ekki nema ímyndun," sagði hún og hló. „Nú skaltu hjálpa mér til þess að smyrja nokkrar brauðsneiðar!“ Hún ýtti honum á undan sér fram í eld- húsið. Gertie var komin heim úr leik- för og fyllti stofuna hans með sterkri angan og hugsaði mest um að gæla við kjölturakkana sína tvo. Hún kyssti hann ekki nema laust til þess að eyðileggja ekki á sér málninguna. Hún hljóðaði upp þegar hún sá Warren: „Hvað er að sjá þig, maður — hárið á þér?“ Hún hnyklaði brúnirnar. „Já, minnstu ekki á það — en það vex víst aftur,“ svaraði hann stutt, án þess að vita að hann notaði sömu orðin sem Vivi. „Jæja, en ég sýni mig ekki með sköllóttum manni!“ Og í heilan mánuð var Warren ómögulegt að fá Gertie til að koma á mannamót með sér. — Hins vegar kom hún þeim mun oftar heim til hans — lýsti ná- kvæmlega leiksigrunum í ferðinni og spurði hann forvitin hvað hann hefði hafst að. Honum fór að gremjast af- skiptasemi hennar. Alltaf þurfti hún að gera einhverjar athuga- semdir viðvíkjandi útliti hans. — Honum varð á að hugsa til Vivi — TIL STJARNANNA. Sally Forrest heitir ein af efni- legustu leikkonunum í Hollywood, enda er hún jafnvíg á það þrennt sem mest er um vert: leik, söng og dans. Hér sést hún og virðist ekki eiga langt í stjörnuhópinn! Þær eru að vísu málaðar, þessar sem sjást á myndinni — en það eru „stjörnurnar“ í Hollywood víst líka. TARZAN í EVRÓPU. Lex Barker, hinn nýjasti ameríski Tarzan, hefir undanfarið verið í Evrópuferðalagi ásamt konu sinni, leikkonunni Arlene Dalil. — Hér sjást þau á hóteli í London. — hve allt hefði verið blátt áfram hjá henni. Já — þá — það var orðin fortíð núna, hann hafði ekki séð hana síðan Gertie kom heim og þorði ekki að heimsækja hana. Þegar hárið á honum var loks- ins orðið fallegt og liðað aftur, hafði Gertie ekki neitt á móti því að sýna hann. Bráðum átti að verða frumsýning á nýjustu myndinni hans. Eftir langa umhugsun sendi Warren Vivi aðgöngumiða. Hún mundi koma, og hann mundi brosa Framháld á bls. 11.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.