Fálkinn


Fálkinn - 31.08.1951, Blaðsíða 4

Fálkinn - 31.08.1951, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN T. v.: Tjáldbúðirnar miJclu í Kóreu. Þar eru um 150.000 fangar. 1 miðju sést amerísk hjukrunarkona vera að binda um sár ungs drengs úr N-.Kóreuhernum. Henni til aðstoðar er ungur fangi — læknir úr her N.-Kóreumanna.— T.h.: Kai Hammerichkommandör hæstráðandi á danska spítálaskipinu Jutlandia heilsar Suður-Kóreu aðmírálnum Sohn t. li. 150.000 fangar í fjaldbúðum Bak við víglínur S. 'þ. í Kóreu eru hálft annað hundrað þúsund fanga — ýmist Norður-Kóreu- menn eða Kínverjar. Elsti fanginn er sextugur, sá yngsti 15 ára. Allir þessir fangar hafast við í tjöldum, eins og þeim, sem sjást hér á myndinni. Þau eru græn að lit með brúnum röndum, rúm eru þar engin enda eru Kóreubúar þeim ekki vanir, en strámotta liggur á tjaldbotninum í undir- sængur stað, en værðarvoðir eru yfirsængur. Þeim er vafið saman á daginn og stranginn lagður við höfðalagið. Fangarnir annast um að þrífa til, utan tjalds og innan og gera það með mestu vand- virkni, svo að hvergi sést bréf- snudda eða annað rusl. Genfarsamþykktin, sem Rauði Kross allra landa stendur að, er lögbók allra fangabúða, en er vit- anlega misjafnt haldin, eins og dæmin sanna bæði f rá Þýskalandi og Rússlandi. En samkvæmt fyrir- mælum samþykktarinnar er ekki leyfilegt að þröngva herföngum til annarra starfa en að hirða um íverur sínar, elda mat og því um líkt. En bjóði fangarnir sig fram til annarrar vinnu, skal þeim gef- inn kostur á henni og fá þá lítils háttar þóknun fyrir. I fangabúðunum í Kóreu fer allt skipulega fram. Fangarnir bera sjálfir ábyrgð á stjórn fanga- búðanna. Hvert tjald og tjalda- hverfi hefir sína stjórn. Það hefir reynst svo, að fangarnir hafi á- gætan aga á sjálfum sér, þó að þeir njóti meira sjálfræðis þarna en þeir nokkurn tíma nutu í her Kína eða Kóreu. Við aðalhlið fangabúðanna er T. v. Þessi litli Kóreudrengur hefir litið af lífinu að segja annað en það að vera flæmdur ásamt for- eldrum sinum stað úr stað eftir því sem viglinan hefir fcerst fram og aftur um állan Kóreuskaga. — Hann veit ekkert um ástæðurnar til stríðsins og á enga sök á þjoí, en hann fær að súpa af því seyðið og ef til vill bera þess menjar œvilangt, hvort sem ævin verður stutt eða löng. Þetta sama er hlut- skipti tuga þúsunda af börnum i Kóreu. — Hin myndin er af þingliúsinu í Seoul, höfuðborg Kóreu. — skrifstofa og þar eru skrásettir allir fangar er þeir koma af víg- stöðvunum. Hver fær hvítt spjald með áletruðu nafni sínu ásamt stað og tíma, sem hann var hand- tekinn á, skrifað með rauðu. Að svo búnu fær hver fangi sín föt, með stöfunum PW (Prisoner of War) áletruðum. Á öðrum stað í fangabúðunum eru eldhúsin. Þar er soðið græn- meti, rísgrjón og kjöt í átta gríð- arstórum pottum. Fangarnir fá 1 ráði var að vopnáhléssamning- arnir í Kóreu færu fram í danska spítálaskipinu „Jutlandia,“ en af því að það taldist ekki hlutlaus staður var hætt við þetta. Sjúkl- ingarnir sem höfðu verið fluttir úr skipinu í land voru þess vegna fluttir um borð aftur. — Hér sést foringi hjúkrunarleiðangursins, Hammerich kommandör vera að tala við einn sjúklinginn. —

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.