Fálkinn


Fálkinn - 31.08.1951, Blaðsíða 10

Fálkinn - 31.08.1951, Blaðsíða 10
10 FÁLKIN N t / — Nú er lestin farin hjú, svo að yður er óhætt að draga upp bóm- una! — Nei, ég vil helst vera viss um að lestin renni ekki til baka. — Iíafa krakkarnir nú verið að glettast við þig aftur? — Þei, þei — ég hefi týnt bað- buxunum mímim. Flugdreki fyrir haustnæðingana. Það tekur dálítinn tíma að búa til flugdreka, en það er líka gaman að fara með hann út á tún í golu og láta liann fljúga. Fyrst búið þið til kross (mynd 1), sem verður „beinagrindin“ i drekanum. í liann notið þið lista, sem er 2 cm. breiður og' V-i cm. á þykkt. Lengra stykkið er 72 cm. og það styttra 45 cm. Listinn verð- ur að vera kvistlaus. Fyrst gerið þið hak á listana, um 1 cm. frá endanum (mynd 2) og svo hak 20 cm. frá endanum á lengri listanum, cins og sýnt er á mynd 3, þar sem listinn er sýndur frá hlið. Hakið skal ná til hálfs niður á listana og vera svo breitt að hœgt sé að fella þá saman. Svo er það gert og nagli settur í til að festa listana saman með, cða lielst skrúfa. En áður eru hökin límborin, svo að þau festist betur saman Síðan er sterku seglgarni bundið milli endanna á krossinum, og brugð ið um liökin. Og nú er þessi grind lögð á sterka umbúðapappírsörk og svo klippt af lienni þannig, að hún nái um 3 cm. út fyrir seglgarnið. Þessi jaðar cr límborinn og síðan brettur inn yfir seglgarnið, en klipp- ið skarð í jaðarinn við listana, svo að ckki verði bögglingur þar. (Sjá mynd 5). Þrýstið jaðrinum vel nið- ur og látið límið þorna. Nú er eftir að bora tvö göt fyrir dragsnúruna, gegnum lengra kross- tréð og pappírinn. Efra gatið á að vera 15 cm. frá endanum og það neðra 30 cm. ncðar. Sjá merkið x á mynd 1. Takið 75 cm. langan seglgarns- spotta og borið endanum gegnum göt in og bindið þá vel saman á bakhlið drekans. En drekasnúruna festið þið í lykkjuna liinu megin (sjá mvnd 6). Halinn á að vera 6 sinpum lengri en sjálfur drekinn. Brjótið saman papirsrenninga, eins og sýnt er é mynd 7 og stingið þeim inn i lykkj- urnar á drekahalanum. í cndann á halánum er festur pappírsskúfur. Svo er lialinn festur við drekann með þvi að gera gat neðst á kross- inum.Drekasnúrunar er best að vinda upp á typpi, eins og sýnt er á mynd 8. Hún verður að vera löng svo að að drekinn geti komist hátt. Ef þið þreytist á að hlaupa með drekataugina til að fá drekann á loft, getið þið reynt að láta liund- inn gera það, eins og strákurinn á myndinni gerir. w — Hentugur nótnastóll. — stóri drengurinn minn er svona — Hvernig dettur þér í hug að hengja upp svona mgnd, strákur? Adamson og Amor.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.