Fálkinn


Fálkinn - 31.08.1951, Blaðsíða 8

Fálkinn - 31.08.1951, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN Stóðst prófið - Ungur lögregluþjónn er að lesa undir próf, og þetta er ástæðan til að hann getur ekki sinnt unnustunni sem skgldi. — En hvernig sinnir hún honum? — Um það fjallar sagan. HENRY MARTIN lögreglu- þjónn hafði afstýrt stór- slysi einn þokudag í nóv- ember fyrir nokkrum árum. Ung stiilka, sem sat við stýrið í sportbilnum sínum, hafði verið að því komin að aka út í síkið. Á siðasta augnabliki hafði ungi lögregluþjónninn hlaupið upp á aurhlífina og gripið um stýrið. Henry Martin var tuttugu og fimm ára og Ellinor Prescott tuttugu. Og þarna kviknaði ásl við fyrstu sýn. Þau trúlofuðust fjórum mánuðum síðar, og á- kváðu að brúðkaupið skyldi haldið daginn sem ungi lög- fræðingurinn — sem um þess- ar mundir var í verklegn námi hjá lögreglunni — yrði skipað- ur lögreglufulltrúi. Þetta höfðu þau ákveðið. En í dag var aðeins ein vika þangað til Ilenry átti að taka prófið. Og nú var við- horfið orðið gjörbreytt. Þau sátu í bílnum hans, sem liafði numið staðar fyrir utan hús Prescott-fjölskyldunnar, og Ellinor sagði: „Við hittumst þá annað kvöld, Henry ?“ „Á morgun er mánudagur og þá getum við ekki hitst, góða mín!“ sagði hann. Og svo taut- aði hann eittlivað um veðlán- ara. „Veðlánara .... ?“ lirópaði liún upp yfir sig. „Já, skilurðu, annað kvöld verð ég að lesa betur kaflann um veðlánara — hver veit nema maður verði yfirheyrður í hon- um til prófs? Lögreglumaður verður að vita margt —■ hann á ekki aðeins að skipa fyrir, hann verður að vinna sjálfur." „Gott, þá segjum við þriðju- da!“ „Þriðjudag — ómögulegt elsk- an mín. Þá verð ég að lesa mér til um kunnugleika á göt- unum ........“ „Ilvað er nú þetta, Henry? Eins og þú þekkir ekki göturn- ar!“ „Hver einasta gata í New York. Ilugsaðu þér, EUinor, hvað það þýðir!“ „Jæja. Þá segjum við mið- vikudag. Við getum séð frum- sýningu á kvikmynd.“ „Miðvikudag — nei, það get ég ekki lieldur. Þá á ég að hafa vörslu á götunni um kvöldið.“ Hún andvarpaði. Verðum við þá að biða þennan eilífðartima til fimmtudags með að sjást aftur?“ „Fimmtudag? — Þá verð ég að lesa upp aftur kaflann um bifreiðaumferðina!“ svaraði hann afsakandi. „En ef ég vil nú hitta þig fyrr — ef ég heimta það?“ „Að heimta það mundi vera mikil .... já, mikil heimska!“ Hún sleit af sér lianskana. „Hingað til hefir enginn lepft sér að bregða mér um heimsku!“ sagði hún reið. „En það sem er heimska er þetta próf þitt. Eg þarf ekki annað en segja eitt orð við Murchison dómara, sem er i lögregluráðinu og besti vinur föður míns til þess að þú takir þetta próf þitt með lofi. Sannast að segja hefi ég hugsað mér að gera það.“ Hann þreif í handlegginn á henni. „Fyrir alla muni gerðu það með lofi ekki, Ellinor,“sagði hann innilega „Ja, þú mátt ekki misskilja mig — ég veit að þér gengur aðeins gott til — en þú skilur að ég vil alls elcki þurfa að þakka öðrum en sjálfum mér fyrir, ef ég næ góðu prófi.“ Hún varð þyklcjuþung á svip- inn. „Ekki einu sinni mér? Ef svo er þá held ég að ... .“ „Nei„ lieldur ekki þér í þessu tilfelli svaraði hann ákveðið. Þetta réð úrslitum. Hún dró liringinn hans af fingrinum og lagði hann i lófa lians. „Mánudag, þriðjudag, mið- vikudag — nei! Þá get ég sagt néi líka! Kannske — andlitið kipptist eins og í ekka — er það einhver önnur sem þú vilt heldur vera með mánudag, þriðjudag og miðvikudag, og kannske .... get ég fundið ein- livern annan, sem ég vil vera með fimmtudag, föstudag og laugardag líka!! Vertu sæll, herra lögreglumaður. Eg vil al- drei liitta þig aftur!“ Og svo vatt liún sér út úr bílum og liljóp inn í húsið. „En sunniulag!“ kallaði Ilcn- ry glensfullur á eftir henni. HANN iðraðist eftir glensinu er hann ók áfram. En þetta tók engu tali, þvi að þeim þótti svo innilega vænt hvoru um annað. Hvers vegna var kvenfólkið svona þrálátt og skammsýnt? Ellinor hlaut að geta skilið hve nauðsynlegt honum var einmitt núna að nota hverja mínútuna, sem hann hafði aflögu frá starf- inu, til að rifja upp bóklegu kunnáttuna og búa sig undir prófið, svo að það gengi vel og hann fengi betri stöðu. Það var ekki síst tilhugsunin um hjóna- band þeirra sem örvaði hann til að leggja sem mest að sér. Það vissi hún vel, en samt . .! Jæja hún mundi nú iðrast eftir framhleypina og koma aftur. Hann gat ekki undir neinum kringumstæðum látið undan henni um þetta atriði. Ilvað starfið snerti varð hún að vita frá öndverðu hvaða skoðun hann hafði. En sjálf mátti hún ráða öllu um allt annað. Ellinor var besta stúka í heimi! Gat henni dottið í hug að hann renddi augum til nokkurrar ann- arrar stúlku? Bull! Vitanlega datt lienni það ekki í hug — hún hafði bara sagt þetta í bræði og iðraöist víst eftir það nú þegar. En hafi Ellinor iðrast þá kunni hún að minnsta kosti að leyna því -— í öllu falli fyrsta kvöldið. Þegar frú Prescott lét í ljós að hún hefði lilaupið á sig, neitaði Ellinor því fyrirlit- lega og sagði: „Jafnvel þó hann hefði bjargað lífi mínu livað eftir annað hefir hann engan rétt til að haga sér svona gagnvart mér!“ Þegar faðir hennar sagði að Henry væri mesti dugnaðar- og áhugamað- ur, sem mundi eiga ágæta fram- tíð fyrir höndum í lögreglunni, svaraði Ellinor bara: „En ég þá — á ég enga framtíð?“ Og svo fór liún upp í herbergið sitt til að skoða á sér andlitið í speglinum. Var hún kannske ekki lagleg? Jú, svaraði spegill- inn, — ekki er hægt að neita því. En einmitt þessa stundina var hún sjálf rytjuleg. Það var eilthvað bogið við þann hluta útlitsins, sem kemur innan að, og sem ekki er hægt að laga með dufti, litum og smyrslum. En það hefði getað lagast með einu orði frá honum. „Undir öllum kringumstæð- um,“ sagði Ellinor við sjálfa sig, „undir öllum kringumstæðum er það liann sem. verður að segja fyrsta orðið.“ Henry Martin speglaði sig pkki og þurfti ekki að brjóta heilann um livort hann væri liamingjusamur eða ekki. Hon- um var ljóst að hann var það síðara. Nú stóð hann og horfði á hringinn, sem hún liafði gert afturreka, og stakk honum svo í vestisvasann og varp öndinni. Svo hristi liann af sér mókið og fór að lesa próflestur — en það var enginn hægðarleikur, í þvi skapi sem hann var. En það varð ekki hjá því komist. Hann reyndi að hrinda öllum hugsunum um Ellinor frá sér og grafa sig niður í hókina. En hugurinn var alltaf að livarfla frá. Skyldi hún skrifa honum? Eða kannske simaði hún til lians. Ef svo færi þótti lionum

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.