Fálkinn


Fálkinn - 08.02.1952, Side 6

Fálkinn - 08.02.1952, Side 6
6 FÁLKINN LJOS og SKUGGAR Framhaldssaga eftir Adelaide Rowlands. Meðan umsjónarmaöurin gerir hreint í húsinu hjá hreindýrinu tekur það að sér að vera fata- hengi fyrir hann til þess að geta sagt að það hjálpi honum til. — Hreindýr þetta á heima í London Zoo og heitir Rudolph. Augun á önnu litlu Ijóma af gleði og það er ekki ástæðulaust því að hún hefir fengið afmælisgjöf- ina sem hún þráði mest: Brúðu- vagn með stórri brúðu í. ERFIÐ DÆGRADVÖL. Ameríski gestgjafinn C. Chick Harms í Covington i Kentucky hefir það sér iil dundurs að viða að sér beinkögglum og búa ým- islegt til úr þeim. Hér er hann að ernla við að búa til lampa, en í honum eru j.200 Icögglar. Þetta er ný gerð af sleðum, sér- staklega ætluð til þess að nota við björgun manna, sem hafa slasast í skíðaferðum. Er sleðinn úr létt- um málmblendingi og hægt að taka hann í sundur og bera hann á bakinu. Sjúklingurinn liggur í neti, sem er strengt milli kjálk- anna og fer vel um hann þar. — Hér er Ijómandi falleg mynd frá Finnlandi. Þetta er jólatréð sem á að minna Parisarbúa á jólahátíðina. Það stóð fyrir framan Notre Dame. „HvaS ætlast liún fyrir með alla þessa peninga. Og húsið. Og öll mál- verkin og. nninina, sem hér eru. Ojæja — ég skal nú. svo sem ekki verða öfundsjúk í hennar garð þess vegna,“ muldraði frú Trench. „Hún fær víst nóg við að stríða. Ætli liún eigi það líka ekki skilið! Hvernig getur nokkur gömul kona látið sér til hugar koma, að hún geri eitthvert góðverk með því að arfleiða rétta og slétta vinnukonu að öllum eign- um sínum? Og livað segir fjölskylda hennar? Hún á líklega bágt með að sætta sig við svo fáránlega ráð- stöfunj“ Ethel hafði hlaupið nið'ur stigann og inn i eldhús. Eins og liana hafði grunað, var Hester Slayde að liita vatn í katli. Hún var búin að leggja dúk á hreinni enda eldhúsborðsins og var á leiðinni inn í búr til þess að sækja flesk, egg, hrauð og smjör. Þegar hún sá Etliel i sínum venju- legu vinnufötum, roðnaði hún fyrst lítið eitt i framan, en hrosti svo. Síðan sagði hún: „Þér komið snemma niður.“ Nú roðnaði Ethel. „Nei, það er venjulegur tími,“ sagði hún. „En heyrið þér,“ byrjaði hún og rétti úr sér fyrir framan Hester, „viljið þér, að ég sé kyrr eða viljið l>ér, að ég fari? Eg kæri mig ekkert um að fara.“ Hester settist niður og horfði á ungu stúlkuna. „Sjáið þér nú til, Ethel. Eg vcit það alls ekki sjálf, hvað ég vil. Þetta er allt saman svo undarlegt og ó- skiljanlegt. Mér er ómögulegt að skynja það til fulls, að gamla hús- móðirin sé dáin. Eg veit, að hún var ekki viðmótsþýð siðustu árin og starf mitt var ekki svo auðvalt. En þetta hefir þó verið lieimili mitt í fjölda mörg ár, og gamla konan vildi mér alltaf vel og var mér raungóð.“ Stofustúlkan hló. „Þér hafið und- arlegar lnigmyndir um það, hvern- ig fólk sýnir gæsku og alúð.“ Hester Slaydc liélt áfram mjög rólega, eins og hún þyrfti að opna hjarta sitt fyrir einhverjum. „Við- horf mitt til málanna hlýtur að vera annað en yðar, Ethel. Þér eigið foreldra og systkini, en ég á livor- ugt. Eg var munaðarleysingi í bernsku og ólst upp á framfærslu- heimili. Eg átti erfiða daga og gleði- snauða, þangað til ég kom hingað sem vinnukona.“ Hún andaði djúpt, en liélt svo áfram: „Eg skil þetta alls ekki ennþá. Eg veit það eitt, að það þarf að hreinsa húsið eftir sem áður og halda öllu i liorfinu. Eg geri það, sem mér ber, og þér það, sem yður ber, ef þér viljið vera kyrrar. Annars bjóst ég ekki við að nokkurt ykkar vildi verða áfram.“ „Winni er farin, og ég hugsa að frú Trench verði hér ekki lengur en i dag.“ „Nei, auðvitað ekki,“ sagði Hester rólega. „Hvers vegna ætti hún að vera kyrr? Það er óþarfi að halda áfram umfangsmikilli matseld. Við ættum víst að geta eldað ofan í okk- ur sjálfar með öðrum verkum. En mér mundi sannarlega þykja vænt um það, Ethel, að þér vilduð vera kyrrar, þvi að það væri engin til- hlökkun að þurfa að vera ein í svona stóru húsi. — Nú, þar sýður í katlinum,“ gall liún við. „Búið þér til kaffi cða te, hvort sem þér viljið.“ „Viljið þér ekki fá það inn í borð- stofuna?“ spurði stofustúlkan. Hester Slayde leit snöggt á hana og sagði ákveðið: „Nei.“ „Hvers vegna ekki?“ spurði Ethel. „Þér hafið alltaf borðað þar hing- að til. Þér hafið aldrei borðað í eldhúsinu með okkur eða sofið í stúlknaherbergjuiium. Hvers vegna gerið þér ekki það, sem þér hafið rétt til þess að gera, Hester Slayde? Það hefði bara átt að vera ég, sem hefði hlotið hnossið!“ „Ilnossið! Kallið þér þetta hnoss? Hnoss?“ Hester var áköf. En brátt áttaði hún sig. „Jæja, mér er sama. Eg ætla ekki að borða í borðstof- unni. Eg ætla að borða morgun- verðinn hérna. Eg á erfiðan dag fyrir höndum og ég þarfnast félags- skapar — þarfnast einhvers, sem getur hleypt í mig kjarki. Hvað munduð þér gera, ef þér væruð í mínum sporum, Ethel?“ Ethel hló innilega. Meðan hún hellti vatni i tcketilinn og gekk um í eldhúsinu við störf sin, sagði hún frá viðhorfi sínu. Hún mundi kaupa sér falleg föt og djásn og aka í bif- reið — auðvitað mcð Barnsby — og hún mundi fara á þekktustu næturklúbbana og veitingahúsin, þar sem ýms skemmtiatriði væru líka. Það kom lítið af háleitum liugsjón- um í skoðunum Ethel, en þær voru ákaflega mannlegar og eðlilegar, miðað við þann sjónarhól og þroska- grundvöll, sem hún var á. „Já, þetta finnst yður. En ætli ég sé ekki orðin of gömul fyrir þess háttar “ „Hvað eruð þér gamlar?“ spurði stofustúlkan. Hester virtist hugsi. „Eg veit það ekki fyrir vist. Eitt- livað milli fertugs og fimintugs lík- lega. Eg var 10 eða 11 ára, þegar ég var tekin af barnaheimilinu. Eg var svo höfð til þess að gæta barna og aðstoða á ýmsan annan hátt á þeim heimilum, sem ég lenti á. Þetta voru slæm heimili, og ég flæktist stað úr stað. Loks hafnaði ég hér seiii eldhússtúlka. En hvers vegna? Eg veit það e^kki, en gamla konan fékk eitthvert cíálæti á mér, svo að ég fór hvergi.“ „Jæja, fáið yður nú holla af tei,“ sagði Ethel, „og ég skal sjóða egg handa yður. En segið mér, Hester, hvers vegna spyrjið þér ekki Barns- hy ráða? Það er að vísu satt, sem matreiðslukonan scgir, að liann er aðeins bilstjóri, en hann er gran- argóður maður. Hann vill fara, en viljið þér samt ekki halda honum?“

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.