Fálkinn


Fálkinn - 08.02.1952, Blaðsíða 13

Fálkinn - 08.02.1952, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 — Já, þú gerir það víst, sagði hún ergileg. — En þú kemst ekki til Langfield á þessum tíma. — Eg verð að leigja mér flugvél. Annars hefði ég ekki tíma til þess að borða með þér. — Ó, John — ég gleymdi því alveg. Nellik- urnar voru ljómandi. Hvernig vissir þú að mér þykir vænt um nellikur? — Það hefir einhvern veginn kvisast, býst ég við. Klukkan 14,05. Mannering hljóp yfir götuna út að bifreiðinni, sem beið hans fyrir utan Ritz. Tobby Plender stöðvaði hann í rás- inni. — Ert þú þarna aftur. Hefirðu tíma til að dufla í matartimanum, Tobby? — Það var bara skjólstæðingur, svaraði Plender, — Og þú? Eg hélt að þú gætir nú ekki komist lægra en að Mimi Rayford, en nú sé ég að þú hefir slegið þitt eigið met. — Á þetta að vera ný aðferð til þess að kalla mig fífl? — Ekkert bull. Hvert ertu að fara? — Til Lingfield — um Croydon flugvöil- inn. Ertu samferða? — Eg verð að vinna fyrir mat mínum, John. — Og ég fæ minn með heiðarlegu móti, sagði John og hló. Hann bað bílstjórann að aka hraðar og innan skamms komu þeir til Croydon og þar stóð vélin ferðbúin á veðreiðarnar í Lingford. Klukkan 16. Fauntley lávarður — sem fyrir mörgum árum hét Hugo Fauntley — var nærri því eins óþolinmóður og hestarn- ir við marklínuna. Mannering stóð við hlið- ina á honum, kærulaus með hendurnar í buxnavösunum og sígarettuna í munnvik- inu. Fólkið ruddist, veðmangararnir hróp- uðu upp síðasta veðmálatilboðið. Svo var klippt á marksnúruna og hestarnir þutu af stáð. Hófaskellirnir voru eins og drunur við harða brautina, áhorfendur æptu og Mann- ering brosti í kampinn er hann sá hvernig Fauntley lávarður iðaði af eftirvæntingu. — Hvar er hún, Mannering — hvar er hún? hrópaði hann. — Eg sé svo illa, en ég kemst ennþá allur á loft eins og krakki, þegar ég kem á veðreiðar, þó að ég hafi sótt þær eins lengi og ég man eftir mér. Hvar .. — Hún er númer fimm, og fór ágætlega af stað, sagði Mannering rólega. — Black- jack hrapaði niður í fjóra, var það ekki? — Jú, þessi bölvaður Blackjack. — En ekki Feodora. Mannering fylgdist með hlaupinu í kíkinum. Hann kom auga á Simmons í 'gulum og rauðum bol á Feodoru. Hún var nú númer fjögur í litlum hóp, sem var langfremstur, en hinir hestarnir voru 20 til 30 metrum á eftir. — Skildi hún .... FELUMYND „Hvar getur hún litla dóttir mín verið?“ Ráðning á síðustu felumynd: Snúið myndinni við og þá blasir ránfuglinn við með útþanda vængi. — Já, hún skal vinna. Hún flýgur áfram. Þarna fer hún fram úr The Setter. — Hvar er kíkirinn minn? spurði Fauntley lávarður óþolinmóður. — Eg finn aldrei bé- aðan kíkinn. — Þér ættuð ekki að hafa svona marga vasa til að stinga honum í, sagði Mannering í gamni. Fauntley lávarður hafði veðjað 500 pundum á Feodóru, og Mannering gat ekki annað en brosað að tilhugsuninni um, að hann gæti veðjað fimm eða fimmtíu þúsund pundum á merina, án þess að það skipti hann nokkru máli hvort hann tapaði eða ekki. Þá lá við að það væri bara gaman að losa lávarðinn við Liskademantana, til dæmis. Hvað munaði hann um þá. — Það mun ekki hafa verið neinn hægðar- leikur að ná í Liskasamstæðuna? spurði hann. — Hvern fjandann hirði ég um Liska. Hvar er Feodóra? — Hún er orðin næstfremst. — Bara að hún láti nú ekki snúa á sig. — Marriland dregur fram á hana, sagði Mannering. Hann hugsaði miklu minna um Feodóru og Marriland en um lávarðinn og Liskagimsteinana. Morgunblöðin höfðu sagt frá því að Fauntley lávarður hefði keypt Liska-safnið fyrir níu þúsund sjö hundruð og fimmtíu pund, eftir að hafa átt í harðri keppni við Rawson. Nú mundu þessir demantar eiga að prýða háls lafði Fauntley, og minna verð- ugan háls fyrir slík djákn gat Mannering tæp- lega hugsað sér. Hm .... þetta er firra. Jæja, var það nú í raun og veru? Fauntley lávarð munaði ekkert um að verða fyrir því tjóni. — Hvar er hún? tautaði Fauntley lávarður tvístígandi. — Hún er númer 2 ennþá, svaraði Manner- nig. — Og nú herðir Simmons á henni. Hann er duglegur, þessi Simmons. Hún ætlar að hafa það. Og nú greip spenningurinn hann líka á loka- sprettinum. Feodóra og Marriland voru sam- síða á sprettinum, en margir hestar kepptu um þriðja sætið. Nú var áhorfendahópurinn allur iðnandi, eitt ólgandi haf af fölum and- litum, sem mændu á hestana. Knapinn á Feo- dóru notaði keyrið, en Jackson á Marriland lá flatur fram á makkann. Mannering at- hugaði andlit knapanna tveggja í kikinum. Simmons virtist vongóður, en Jackson beit á jaxlinn. Meter eftir meter háðu þeir orrust- una, nú voru hundrað metrar eftir — nítutíu — áttatíu....... — Það munar ekki hauslengd á þeim, taut- aði Fauntley. — Hún hefir það, sagði Mannering. — Hertu þig, Simmons. Aðeins hálfan meter — þá hefirðu það! — Fimmtíu metrar — fjörutíu — þrjátíu .... Fauntley lávarður gat í hvoruga löppina stigið. Og augun í Mannering gljáðu. Nú voru ekki nema fáeinir metrar eftir. — Húrra! æpti Fauntley lávarður. — Húrra hún vann! Feodóra! Feodóra ......... Hann gleymdi sér alveg. — Afsakið þér, Mannering, ég varð svo heitur. Hún vann, hún vann! Hvernig hafið þér gert það? — Gott, svaraði Mannering. Nú langaði hann allt í einu til þess að gera of mikið úr gróða sínum. — Eg hafði þúsund á Black- jack, tvöfaldað á Feodóru. — Þúsund? Tvöfaldað? Mannering brosti í kampinn. Klukkan 19. — Það er merkilegur maður, þessi Mannering, sagði Fauntley lávarður, þegar hann kyssti konuna sína, og hlammaði sér í hægindastólinn. — Parker, einn viský og mikið af sóda. Merkilegur maður! Hann veðj- aði sex þúsundum á Feodóru, en hann breytti ekki svip meðan á öllu hlaupinu stóð. — Sex þúsund! Frú Fauntley saup kvelj- ur. — Hann hlýtur að vera forríkur, maður- inn! Er það ekki? — Það er svo að sjá, samsinnti Fauntley lávarður. — Eg hefi aldrei séð nokkurn mann jafn rólegan á veðreiðum. Eg var alveg að sleppa mér af eftirvæntingu meðan á hlaup- inu stóð, en þá fór hann allt í einu að tala um Liska-demantana. Parker! — Eg hefi borið fram viský og sóda, lá- varður!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.